Færsluflokkur: Menntun og skóli
29.11.2011 | 16:31
Hvernig eru kirkjuheimsóknir í Hafnarfirði?
Af því Hafnarfjarðarklerkur fussar og sveiar hér yfir reglum Reykjavíkurborgar um heimsóknir skólanemenda með skólum sínum í kirkjur og aðra helgistaði trúfélaga er rétt að spyrja:
Hvernig fara slíkar heimsóknir fram í Hafnarfirði? Eru nemendurnir látnir spenna greipar og biðja til Guðs almáttugs?
Bannað að fara með faðirvorið á aðventu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2010 | 21:56
"Deilt um hvað skyldi kalla trúboð"
Það er vissulega deilt um það, hvað skuli kalla trúboð. Ég og fleiri köllum það trúboð þegar prestar heimsækja leikskóla mánaðarlega og segja frá Jesú og kenna börnum að syngja sálma og biðja bænir. Man eftir baksíðumynd aftan á Mogga fyrir fáeinum misserum þar sem 3-5 ára leikskólabörn sátu með spenntar greipar og lokuð augu og báðu ákaft. Í opinberum leikskóla. Það er líka trúboð þegar félagasamtök fá að koma í tíma og dreifa biblíum, eða þegar allir skólabekkir fara í jólamessu á skólatíma, nema foreldrar sæki sérstaklega um leyfi.
Samt hef ég ekki séð einn einasta prest viðurkenna að trúboð sé stundað í leik- og grunnskólum.
Bloggpresturinn Þórhallur Heimsson sagði meðal annars þetta um málið:
Þetta er nú orðið dulítið þreytandi þegar endurtaka þarf allt 100 sinnum.
Trúboð er ekki stundað í skólum Valgerður.
Enginn vill trúboð í skólum.
Ég spurði hann kurteislega hvort hann undanskyldi leikskóla, eða hvort formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara færi með staðlausa stafi þegar hún sagði í viðtali "þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað".Ég ítrekaði líka spurningu til Þórhalls sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að svara, hvort honum finndist að ég mætti predika mínar skoðanir um trúmál í leikskóla barna hans.
En séra Þórhallur heimilaði ekki birtingu athugasemdarinnar.
Áfram samstarf kirkju og skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 29.10.2010 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2010 | 12:52
Á að banna kaþólsku kirkjuna?
Páfinn á ekki sjö dagana sæla. Hann er borinn þungum sökum og virðist líklegt að hann sjálfur hafi tekið beinan þátt í þagga niður og breiða yfir alvarleg atvik af þeim langa lista af níðingsverkum sem virðist vella uppúr skúmaskotum kaþólsku kirkjunnar.
Það er mín skoðun að hér séu orsakatengsl við hið brengluðu viðhorf stofnunarinnar til kynlífs og mannfólksins sem kynvera. Hvers konar menn ákveða á unga aldri að læra til prests í kaþólsku kirkjunni og ætla sér ævilangt skírlífi? Getur verið að í þeim hópi séu hlutsfallslega margir sem eru haldnir ýmsum kynferðislegum komplexum og sálarflækjum?
[...]
Meira á síðunni www.bloggheimar.is/einarkarl.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 21:25
Orsök og afleiðing - prófessor á villigötum
Prófessor nokkur í mínum gamla háskóla heldur því fram að ein af orsökum bankahrunsins hafi verið "fautaskapur Breta". Nú er að vísu liðnir 10 mánuðir síðan þetta gerðist, en man ég ekki rétt að tveir af þremur bönkum hafi hrunið áður en Bretar sýndu sinn "fautaskap"?
(Þessi sami prófessor heldur því líka fram að íslenska ríkið eigi ekki að borga krónu til breskra Icesave sparifjáreigenda. En það var einmitt ótti við akkúrat það sem var kveikjan að aðgerðum Breta.)
Einhverjir halda kannski enn í þá trú að Bretar hafi fellt Kaupþing, ég hygg nú að þeirra aðgerðir hafi varla nema flýtt því um einhverja daga. Halda einhverjir enn - eftir að hafa séð gögnin úr lánabók Kaupþings - að bankinn hefði getað lifað af, ef ekki hefðu komið til aðgerðir Breta? Hvað ætli hefði tekið marga daga áður en allir Edge reikningar hefðu tæmst, ef bankinn hafði ekki fallið í sömu viku og Landsbankinn?
Þessi sami prófessor mun víst kenna í kúrsi í haust um bankakreppuna. Vonandi verður hann þá búinn að kynna sér af hverju bankahrunið varð.
En ég verð að segja eins og er, ég fer hjá mér, fyrir hönd míns kæra og góða háskóla.
Menntun og skóli | Breytt 30.8.2009 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2009 | 08:51
"Jákvæð mismunun" í Verzló
Í frétt í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag er haft eftir Þorkatli Diego, yfirkennara Verzlunarskóla Íslands, að til að fá betra kynjajafnvægi í nýnemahópinn í haust hafi piltar þurft lítillega lægri lágmarks meðaleinkun til að fá inngöngu í skólann heldur en stúlkur. Þetta er auðvitað nokkuð athyglisvert. Ekki er greint frá því hversu miklum munar á lágmarskeinkuninni milli pilta og stúlkna.
"Jákvæð mismunun" eða "kynjakvótar" af þessu tagi þekkist auðvitað víðar, til dæmis í nýlegum lögum sem kveða á um lágmark 40% hlutfall af hvoru kyni í öllum nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Margir þeir sem flokkast hægra megin í pólitík og aðhyllast frjálslynda einstaklingshyggju eru alfarið á móti slíkum leiðréttingum og jöfnunaraðgerðum. Slíkar skoðanir eiga ekki síst hljómgrunn meðal þeirra sem útskrifast úr Verzló. Þess vegna er fréttin frá Verzló nokkuð skondin.
Ætli svona kynjakvótar séu víðar notaðir í Menntaskólum? Þeir voru örugglega ekki til staðar fyrir 50 árum síðan, þegar karlmenn voru enn í meirihluta menntskælingja.