Færsluflokkur: Löggæsla

Vopnaleit á komufarþegum á Leifsstöð

Kom fyrir fáeinum dögum úr stuttri Bandaríkjareisu, í fyrsta sinn í fjögur ár sem ég fer vestur um haf. ÞVí var það að ég kynntist því nú í fyrsta skipti að eftir að Ameríkufarþegar ganga frá borði þurfa þeir að fara í gegnum vopnaleit, á undan vegabréfaskoðuninni. Málmleitarhlið, skönnun á öllum handfarangri, af með föt, hald lagt á vatnsflöskur, með tilheyrandi biðröðum, töfum og leiðindum.

Hvers slags dómadags vitleysa er þetta? Ég var frekar úrillur eftir flugið, gat ekkert sofið enda lítið hægt að halla sætum í nýju fínu flugvélunum. Þegar ég var beðinn um að taka af mér belti spurði ég starfsmanninn kurteislega hvernig stæði á þessu. "Við höfum nú gert þetta í mörg ár", svaraði hann, en bætti svo við: "Æ, það verður blöndun á farþegum og eitthvað svona rugl". (Man þetta ekki alveg nákvæmlega, en þetta var svona efnislega það sem hann sagði.)

Blöndun á hvaða farþegum?  Það eru ENGIR farþegar á þessu svæði flugstöðvarinnar sem ekki hafa þegar farið í gegnum vopnaleit einu sinni hið minnsta.

Af hverju þarf fólk að þola svona vita tilgangslausa vitleysu? Ef meiningin er að skapa atvinnu er nær að borga öryggisvörðunum fyrir að gera eitthvað gagnlegt, eða jafnvel bara fyrir að lesa góðar bækur og drekka kaffi, en ekki fyrir að gera beinlínis ógagn.  

farþegar

Afturför í flugsamgöngum

 

Kannski þetta sé framtíðin?


Hvað hugsuðu gestirnir??

Er ekki fullt af fólki á Kjarvalsstöðum klukkan tvö á laugardegi? Það er eiginlega óhugsandi annað en að nokkur fjöldi fólks hafi tekið eftir því að eitthvert "skuggalegt" par taki niður málverk og labbi með það út?!  (Það skal þó tekið fram að myndin er bara 61x41,5 cm, en þó stærri en svo að maður feli hana undir kápufaldinum.)

Hugsa allir "það hlýtur einhver annar að eiga að sinna þessu". 

Voru þetta ekki háskólanemar í félagsfræði að gera tilraun og kanna afskiptaleysi fólks og hæfileikann til að horfa fram hjá óþægilegum og undarlegum atvikum? 

Á Hulduströnd

Myndin Á Hulduströnd eftir Jóhannes Kjarval


mbl.is Stálu verki eftir Kjarval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"See no evil, hear no evil"

 

þrír apar

Hugtakið "lokað bókhald" fær alveg nýja merkingu í þessari umræðu. Kannski bókhald Sj-flokksins sé viljandi lokað helstu frammámönnum flokksins svo þeir geti viðhaldið sakleysi sínu og viti ekki hvaða öfl leggja til fúlgur fjár til að knýja áfram flokksmaskínuna.

Á það skal bent að Guðlaugur Þór raunar neitar því alls ekki að hafa vitað af styrkjunum, hann hringdi bara ekki beint í nein fyrirtæki. [Þetta er víst ekki rétt, það kom ekki fram í skriflegri yfirlýsingu Guðlaugs Þórs hvort hann vissi af styrkjunum á sínum tíma og ekki heldur í viðtali í fréttum kl 18 á skírdag, en í viðtali á visir.is neitar hann að hafa haft vitneskju um þá.]

Og ekkert hefur heyrst til varaformannsins. Ýmsilegt mun eiga eftir að gerast áður en haninn galar næst... 


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband