Færsluflokkur: Löggæsla
29.10.2011 | 16:00
Furðuleg hneykslun
Já en Steingrímur samþykkt ekki neyðarlögin!!!
... segja nú íhaldsmenn í hneykslunartón, af því fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon skyldi lýsa því að hann væri feginn að neyðarlögin héldu, og að ríkissjóður fengi ekki á sig þrettánhundruð milljarða kröfu, eða hvað það var sem hefði gerst ef dómur Hæstaréttur hafði farið á annan veg.
Ekki-leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði í yfirlýsingu:
Einnig er rétt að minna á að núverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sá sér ekki fært að styðja þau, né aðrir þingmenn vinstri grænna.
og blogggjammarar syngja með í kór.
Það má ALDREI gleymast að Vinstri-Grænir studdu EKKI neyðarlögin!!!!!!!
segir Halldór Halldórsson og fær tíu læk fyrir.
Gott að halda því til haga að vinstri grænir studdu ekki neyðarlögin. Er ekki rétt að setja ný neyðarlög og banna vinstri græna ?
segir Þórarinn Friðriksson brosmildur á svip.og einn helsti hugsuður Íslands, fyrrverandi farandverkamaðurinn og alþýðuhetjan, núverandi stórtæki laxveiðigúrú og lúxusjeppakall, Bubbi Morthens, segir:
Vinstri Grænir studdu ekki neyðarlögin veit fólk það ekki?
Þess vegna skulum við aðeins rifja upp söguna, fyrir þá sem eru með valvíst (selektíft) minni:Klukkan 16 mánudaginn 6. október 2008 hélt Geir Hilmar Haarde "Guð blessi Ísland"-ávarpið og sagði fólki að haldast í hendur en útskýrði að öðru leyti ekki neitt hvað stæði til. Samtímis voru starfsmenn Alþingis í óða önn að ljúka yfirlestri og útprentun á Neyðarlagafrumvarpinu. Þingmenn fengu frumvarpið í hendur rétt fyrir klukkan fimm. Þingfundur hófst klukkan 16:54. Forystumenn stjórnarandstöðu höfðu fengið að vita af málinu fyrr þennan dag og í framsöguræðu sinni sagði Geir Hilmar:
Ég hef kynnt þetta mál fyrir forustumönnum stjórnarandstöðunnar og þakka þeim fyrir gott samstarf. Ég vænti þess að mál þetta geti orðið að lögum síðar á þessum degi.
Lokaatkvæðagreiðsla eftir þriðju umræðu um þetta risavaxna mál og flókna frumvarp fór fram klukkan 23:18 þetta sama kvöld.
Frumvarpið var viðamikið og gaf stjórnvöldum margháttaðar heimildir til að bregðast við yfirvofandi neyðarástandi. Mogginn reynir i stuttu máli að gera grein fyrir innihaldi laganna, nú þremur árum síðar og ég hvet lesendur til að renna yfir fréttaskýringuna og sjá hvort þeir átti sig glögglega á lögunum, og svari því hver fyrir sig hvernig þeim hefði liðið sem þingmönnum að fá svona frumvarp fyrirvarlaust í hendur klukkan fimm með þeim orðum að frumvarpið yrði að verða að lögum samdægurs.
Og svo voga hægrimenn sér að berja sér á brjóst og ásaka stjórnarandstöðuþingmenn þess tíma fyrir að hafa setið hjá við afgreiðslu neyðarlagafrumvarpsins, þingmenn sem þó voru fullkomlega samvinnuþýðir og hleyptu málinu í gegn á stysta mögulega tíma ÁN NOKKURRAR EFNISLEGRAR SKOÐUNAR EÐA UMRÆÐU.
Skammastu þín Bjarni Benediktsson.
Hvað felst í neyðarlögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2011 | 18:49
Ólafur hagræðir sannleikanum
Það er alveg óþarfi fyrir okkur hér heima að tala þannig eins og við séum eitthvað samviskulaust sem ætlar ekki að borga neitt. Það er verið að borga út úr þrotabúi Landsbankans á næstu mánuðum líklega um 300 milljarða. sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis.
Ólafur sagðist einnig undraðist það mjög að staðreyndinni um að Ísland myndi borga þessa upphæð hafi ekki verið haldið á lofti í umræðunni í aðdraganda kosninganna.
Af hverju talar Ólafur þannig, eins og við - íslenska þjóðin - séum að borga, þegar kröfuhafar eru að fá tilbaka uppí kröfur sínar, úr þrotabúi bankans sem lagðist á hlið fyrir tveimur og hálfu ári? Eru þetta okkar peningar, sem "við" erum nú að fara að borga??
Er ekki réttara að segja, að fólk sé nú loks að fá tilbaka sína peninga?
Eða vill Ólafur endanlega þjófkenna alla þjóðina, og tala þannig eins og allir peningar fólks, sem soguðust inn í Landsbankann, séu "okkar" peningar, bara af því að meirihluti þjóðarinnar telur að við séum einráð um það hvernig megi ráðstafa þeim peningum?
Risavaxnar upphæðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 18:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 09:22
Upplýst lýðræði?
Hvernig væri, í komandi þjóðaratkvæðagreiðslum um svona flókin mál, að á kjöseðlinum væri höfð með ein eða fleiri einfaldar spurningar, til að kanna hvort kjósandinn skilji málið sem um er kosið.
Ein spurning á kjörseðlinum í gær hefði geta verið:
Veist þú hvernig Íslendingar tryggðu íslenskar innstæður 100% þegar Landsbankinn féll?
a) Þær voru tryggðar af því Geir Haarde sagði það.
b) Þær voru ekki tryggðar, það stendur ekki í Neyðarlögunum.
c) Þær voru tryggðar með skattpeningum úr ríkssjóði.
d) Þær voru tryggðar með því að færa peningalegar eignir út úr þrotabúi gamla Landsbankans yfir í nýja Landsbankann.
Aðeins þeir kjörseðlar sem gæfu rétt svar væru teknir gildir. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti þeirra sem svöruðu Nei í gær hafi ekki skilið ýmis grundvallaratriði málsins.
PS Rétt svar er (d), innistæður Íslendinga voru tryggðar, með því að eignir voru teknar úr þrotabúinu til að dekka innistæðurnar. Sem þýðir að það er minna til skiptanna fyrir aðra kröfuhafa, svo sem Icesave innistæðueigendur.
Til hamingju með sigurinn, Davíð Oddsson!
Afgerandi nei við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2011 | 00:07
Réttlæti Þórs Saari
Þingmaðurinn Þór Saari vill alls ekki semja um Icesave og segist í blaði dagsins vera ánægður með ákvörðun Forseta Íslands. Þetta er úr Fréttablaðinu:
Við skulum ekki gleyma því að alveg frá fyrsta stigi málsins sagði Lee Buchheit að Íslendingar ættu ekki að borga þetta og þeir ættu ekkert að gera í málinu, segir Þór. Það ætti bara að leyfa Bretum og Hollendingum að fá það sem kemur út úr þrotabúinu. Ef þeir vilja svo fara í mál út af afganginum, þá verður það bara að koma í ljós. Þór bendir á að verið sé að tala um þrotabú einkafyrirtækis sem verið sé að gera upp. Að velta þessu yfir á íslenskan almenning er fáránlegur málflutningur. Það á að láta kyrrt liggja þar til það er búið að gera upp þrotabúið. Ef það er eitthvað sem stendur út af er hugsanlega hægt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um afganginn.
Svo mörg voru þau orð. (Feitletranir eru mínar.) Látum liggja milli hluta að umræddur Lee Buchheit mælir nú eindregið með því að við samþykkjum fyrirliggjandi samning, og segist aldrei hafa mælt með dómstólaleið. Ég kýs að treysta betur orðum Buchheits sjálfs um það sem hann sjálfur hefur sagt.
Ég hygg að sjónarmið Þórs endurspegli vel skoðanir þeirra sem mest eru mótfallnir samkomulagi um Icesave. Það væri vissulega óskandi að málið væri svona, að við gætum bara látið Icesave eiga sig. Okkar ríki gætti hagsmuna okkar sparífjáreigenda og breska og hollenska ríkið hugsaði um sitt fólk. Útrætt mál. En gagnstætt Þór Saari þá held ég ekki að ríkisstjórn og 70% þingmanna vilji leggja þessar byrðar á íslenska þjóð af einhverri illsku ef það er alls ekki nauðsyn. Kannski Þór viti betur? Skoðum málið aðeins.
Meira HÉR
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 09:54
Hvenær var það ljóst?
Atriði sem snúa að leynd kosninga komust þó lítið í umræðuna
En hefðu þessi atriði ekki átt að komast í umræðuna strax að loknum kosningum?
Forvitnilegt væri að vita hversu margar fréttir Morgunblaðið skrifaði um þessa ágalla sem sneru að leynd kosninganna, fyrir miðvikudaginn 26. janúar. Hversu mörg lesendabréf bárust blaðinu um þetta?
Kusu ekki fjömargir blaðamenn Moggans í kosningunum? Og dyggir lesendur blaðsins? Ef "kosningaleynd var ekki tryggð" í reynd, hefði það ekki átt að vekja grunsemdir kjósenda og kalla á fjölmargar athugasemdir og umkvartanir?
Fyrirkomulagið var ekki lýðum ljóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 20:51
Maður eða mús?
Einar Kristinn Guðfinnsson, sem setið hefur samfellt á Alþingi í tvo áratugi tjáir sig um hina meintu árás á Alþingi 8. desember 2008, sem nímenningarnir eru ákærð fyrir. Einar segir þetta á bloggi sínu 21.1. sl. (feitletranir mínar):
[...] sjálfur varð ég rækilega var við þau miklu átök sem urðu í stigaganginum upp að þingpöllunum strax í kjölfarið. Veikburða hurð sem skilur að stigaganginn og ganginn fyrir framan þingsalinn, gekk sem í bylgjum og augljóst að þar tókst þingvörðunum og lögreglu að afstýra því að öskrandi hópur fólks ryddi sér leið inn í þingið.
Þetta fólk var greinilega ekki komið í friðsamlegum tilgangi. Ætlunin var bersýnilega að brjóta sér leið með illu inn í þingið. Herópin voru líka á þann veg, að það leyndi sér ekki að á þeim bæ var litið á það sem réttlætanlegt athæfi að koma þinginu frá með ofbeldi.
Meira HÉR
Komið í veg fyrir að Alþingi yrði hertekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 16:24
Julian Assange, kannski kvensamur en ekki nauðgari
Eins og fleiri hef ég veri gáttaður vegna fréttanna um ásakanir á hendur Julian Assange, stofnanda og helsta talsmanni Wikileaks, um nauðgun og önnur kynferðisbrot í Svíþjóð. Getur verið að þessi geðþekki og hugaði maður sé kynferðisbrotamaður? Eða er þetta allt plott CIA??
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengi þá er hér stutta útgáfa þessa pistils:
- Julian Assange er ekki nauðgari
- CIA átti engan þátt í upphaflegum ásökunum um nauðgun og kynferðisbrot.
Fréttir af þessu máli hafa verið óljósar, enda hefur sænski saksóknarinn sem sækir málið lítið sem ekkert gefið upp og Assange sjálfur veit enn sáralítið fyrir nákvæmlega hvað hann er sakaður. Eftir nokkurt gúggl hef ég grafið upp eftirfarandi.
Meira HÉR
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2010 | 18:51
Hvað ef dólgurinn Catalina hefði heitið Vitas Navrabutis ?
Skil ekki alveg hvað blaðamenn eru að hugsa sem birtu nú undanfarna daga klígjugjarnar sögur af hjartagæsku glæpakvendisins Catalinu Ncoco. Þessar fréttir DV og visir.is segja frá því hversu miklir vinir hennar vændiskaupendur voru, sem hún kallaði elskhuga í einhverri fréttinni. Einhver þeirra kom með unglingsson sinn með sér, svo sá gæti kynnst konum. Oj barasta.
Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína hún er í þessu til að gleðja
hafa blaðamennirnir og rithöfundarnir tveir eftir henni, sem skrifa jólaviðtalsbókina við konuna. Eru mennirnir með réttu ráði?? Hverja var hún að gleðja? Stelpurnar sem hún blekkti hingað, hótaði og seldi í vændi?
MEIRA HÉR
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2010 | 23:46
Áhyggjur af mannréttindum
Margir hafa áhyggjur af mannréttindum sakborninga í helsta dómsmáli hrunsins, og óttast að verið sé að lögsækja hóp fólks á pólitískum forsendum og mörgum þykja ákærur vafasamar. Kært er á grundvelli laga sem ekki hefur áður reynt á og hörð lágmarksrefsing fylgir ef kveðin verður upp sekt. Hér á ég að sjáfsögðu við málssóknina gegn nímenningunum svokölluðu, sem ákærð eru fyrir að hafa ráðist gegn Alþingi.
Nú er nýtt hrun-mál í uppsiglingu, hugsanleg ákæra Alþingis sjálfs á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum, og réttarhöld fyrir Landsdómi, ef ákærur verða samþykktar af Alþingi.
Margir hafa líka af því áhyggjur í þessu máli, að fyllstu mannréttinda sé alls ekki gætt.Athyglisvert samt, að það virðist alls ekki sama fólkið sem hefur áhyggjur af mannréttindum nímenninganna og fjórmenninganna.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 00:02
Ameríka eða Sádí-Arabía?
Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)