Færsluflokkur: Kjaramál

Flensa og fagmennska

Haraldur BriemHlustaði á viðtal við sóttvarnarlækni Harald Briem í útvarpinu í dag. Ákaflega vandaður maður og traustur, talaði skýrt og rólega, en þó án þess að gera lítið úr þessu grafalvarlega máli.

þegar svona fréttir berast viljum við heyra í fagmönnum, sem þekkja vel til, hafa reynslu og sambönd við kollega í útlöndum. Með fullri virðingu fyrir stjórnmálamönnum þá hygg að heilbrigðisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, hafi ekki jafn mikið vit á svínaflensu og nauðsynlegum viðbrögðum við henni og sóttvarnarlæknir.

Efnahagslíf okkar Íslendinga er enn helsjúkt, bankakerfið í gjörgæslu, rúmliggjandi enn að heita má. Þess vegna er það mín skoðun að við eigum að halda í fagmann í embætti viðskiptaráðherra, og skipta ekki út Gylfa Magnússyni fyrir óreyndan þingmann, sem þarf að byrja á að setja sig inn í starfið, sem fær hugsanlega ráðherraembætti í laun fyrir góðan árangur í sínu kjördæmi og hollustu við flokksforystu, eins og gert var þegar ríkisstjórn var mynduð 2007.

 

Gylfi Magnússon

Prófið að máta nýkjörna 63 þingmenn við hlið Gylfa. Er einhver sem þið haldið að geti strax hlaupið í skarðið, og sem landsmenn allir geti treyst fyrir þessu vandmeðfarna starfi í dag?

 

Höldum Gylfa áfram sem ráðherra!

 

Hvet þá sem eru sammála að skrá sig í stuðningshóp á Facebook: Við viljum GYLFA MAGNÚSSON áfram ráðherra eftir kosningar

 


mbl.is WHO hækkar viðbúnaðarstig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helguvík - "dream on"

Ég skil mætavel að Suðurnesjamenn eins og aðrir landsmenn horfi vonaraugum á öll tækifæri til að skapa fleiri störf, atvinnuleysi á Suðurnesjum er nú hæst á öllu landinu. En væntingar verða að vera  raunhæfar. Ég mæli með því að menn skoði fréttir um stöðu móðurfélags Norðuráls, Century Aluminium og skoði hvort raunhæft sé að ætla að hér rísi álver á næstu fimm árum. Í pistli frá 9. mars sl. segir Ágúst Þórhallsson:

Hvernig ætlar fyrirtæki sem tapaði 100 milljörðum í fyrra og metið er í dag á 5 milljarða að fjármagna framkvæmd upp á 90 milljarða í því árferði sem nú er á fjármálamörkuðum?

Það er mikið áhyggjuefni að stjórnvöld sjái ekki hversu vonlaust þetta verkefni er

 

Fyrirtækið hefur róið að því öllum árum að minnka framleiðslu og reyna að lifa af, enda telur það að framundan sé áframhaldandi veikur markaður fyrir ál.

Century Aluminium tapaði á fyrsta ársfjórðungi 2009 114 milljónum USD (u.þ.b. 15 milljörðum ISK; sem er þó helmingi minna tap en árið áður), á sama tíma var brúttósala aðeins um tvöfalt hærri tala, eða 225 miljónir USD, helmings minni sala en á sama ársfjórðungi árið áður .

Neðangreindar upplýsingar eru beint úr skýrslu félagsins, sem birt var á mbl.is í gær.

Ég vona að Norðurál og Century Aluminum lifi af, en geri mér litlar vonir um að fyrirtækið geti annað en frestað öllum framkvæmdum við Helguvík um ókomna tíð. Að nefna Helguvík sem kosningaloforð og jafnvel blanda slíku í umræðu um ríkisfjárlög næsta árs á ekkert skylt við raunveruleikann, því miður.

Century Reports First Quarter 2009 Results

MONTEREY, CA. April 21, 2009 −− Century Aluminum Company (NASDAQ:CENX) today reported a net loss of $114.6 million ($1.77 per basic and diluted share) for the first quarter of 2009. Quarterly results were negatively impacted by a charge of $24.3 million ($0.38 per basic and diluted share) related to employee separation expenses, supplier payments and other costs resulting from production curtailments at the Ravenswood, WV and Hawesville, KY primary aluminum smelters.

In the first quarter of 2008, the company reported a net loss [...] of $233.9 million ($5.70 per basic share and diluted share). [...]

Recent highlights included:

·     Century has curtailed 28 percent of its global primary aluminum capacity since December 2008. This amount represents approximately 42 percent of our U.S. primary aluminum capacity.

o    The Ravenswood, WV smelter was completely curtailed in February, [...]

 

·     As a result of the U.S. plant curtailments, total primary aluminum shipments of 165,488 tonnes decreased 17 percent from the first quarter of 2008. Toll shipments from Iceland of 68,096 tonnes increased two percent from the first quarter of 2008.

Sales for the first quarter of 2009 were $224.6 million, compared with $471.1 million for the first quarter of 2008. Shipments of primary aluminum for the 2009 first quarter were 165,488 metric tonnes, compared with 199,721 metric tonnes shipped in the year-ago quarter.

"We took aggressive actions during the quarter to prepare Century for a prolonged period of weak aluminum markets," said president and chief executive officer Logan W. Kruger. “Importantly, the steps we have taken and those we continue to pursue are aimed at establishing Century as a survivor when industry conditions improve. To this end, we have curtailed a significant portion of our U.S. capacity and have meaningfully improved the Company's financial liquidity. We are committed to taking additional actions to improve our position further and are hard at work on a number of fronts. Looking to the future, we continue to evaluate a path forward for the Helguvik, Iceland, greenfield smelter. This project remains an outstanding future growth opportunity that will ultimately benefit from reductions in construction costs that have resulted from the global economic downturn.”

 


mbl.is Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kvótaleiga eðlileg?

Í fréttinni stendur: 

Fyrirtækið á ekki kvóta og þarf að leigja allar aflaheimildir fyrir útgerð og vinnslu, umfram byggðakvótann. Haraldur segir að byggðakvótinn geri það mögulegt að leigja dýran kvóta fyrir vinnsluna.

Í núverandi kvótakerfi geta einstaklingar og lögaðilar átt nýtingarrétt á auðlindum hafsins án þess að nýta sjálfir réttinn, samt fá þeir endurúthlutað kvóta ár eftir ár og geta leigt hann frá sér dýru verði, jafnvel áratugum saman, eins og fram kemur í þessari frétt svart á hvítu.

Þessu kerfi vill fyrrverandi stærsti flokkur landsins viðhalda. Hvað finnst ykkur?

 


mbl.is Allar forsendur bresta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd í boði xB - 20% afsláttur til allra

í boði xB

Framsóknarflokkurinn veit að það skiptir þjóðina miklu næstu misserin að halda andlegri heilsu og viðhalda orku og jákvæðu hugarfari. Flokkurinn lofar því fyrir þessar kosningar að allir landsmenn fái 20% AFSLÁTT af öllum sólarlandaferðum* næstu árin.

Þetta loforð mun ekki kosta skattgreiðendur neitt, því kostnaðurinn lendir allur á ferðaskrifstofum landsins. Þær munu hvort eð er þurfa að horfa uppá mikinn samdrátt í sölu og verulega rýrnun tekna, og því mjög líklegt að þær samþykki þessa snjöllu hugmynd. Með því að gefa öllum 20% afslátt munu fleiri en ella kaupa sér sólarlandaferðir og því er hugsanlegt að þetta muni, þegar upp er staðið, ekki kosta ferðaskrifstofurnar neitt.

 

x-B  Flokkur sem lofar ekki upp í ermina á sér -

heldur upp í ermina á öðrum.

 

 

 

*Þessi færsla er ádeila á eitt helsta "kosningaloforð" Framsóknarflokksins og sett fram í háðskum stíl. Flokkurinn lofar ekki í alvörunni 20% afslætti á sólarlandaferðum, en hins vegar lofar hann 20% afslætti á öllum húsnæðisskuldum Íslendinga og raunar öllum bankaskuldum íslenskra fyrirtækja. Þessi afskrift muni ekki kosta skattgreiðendur neitt, því afföllin lendi alfarið á erlendum kröfuhöfum.

Það er alls ekki búið að ganga frá 50% afskriftum af heildarlánasafni gömlu bankanna, enda geta auðvitað ekki skilanefndir gömlu bankanna ákveðið það upp á sitt eindæmi, það hafa Framsóknarmenn viðurkennt. En Framsóknarflokkurinn telur líklegt að kröfuhafar fallist á þetta, því þeir þurfi hvort eð er að sætta sig við afskriftir af kröfum sínum, sbr. skýringar þeirra:

Eru einhverjar líkur á að erlendir kröfuhafar samþykki þessa niðurfærslu?
Fjármagnseigendur, þar með taldir kröfuhafa íslensku bankanna, hafa þurft að sætta sig við það á síðustu misserum að eignir þeirra hafa rýrnað mjög í verði og svo er komið að sumar eignir hafa hreinlega ekkert verð þar sem það eru engir kaupendur. Kröfuhafar verða því að sætta sig við einhverjar afskriftir af sínum kröfum.


193% gjaldskrárhækkun hjá Kreditkort hf. - á 8 mánuðum!

Var að fá í pósti greiðslukortayfirlit frá Kreditkort hf. Tók eftir því að liðurinn "skuldfærslugjald" var kominn upp í 396 kr. Eitthvað minnti mig að þessi tala hefði verið mun lægri fyrir ekki svo löngu síðan. Ég fletti í heimilisbókhaldinu og mikið rétt, þetta gjald hefur margfaldast á stuttum tíma.

Í júní 2008 var gjaldið 135 kr, en hækkaði um haustið í 180 kr, eða um 33%. Þetta 180 kr gjald entist fyrirtækinu hins vegar ekki lengi, því nú í mars er gjaldið hækkað í 396 kr, eða um 120%, til viðbótar við 33% hækkunina nokkrum mánuðum áður.

Samtals er hækkunin því frá júní '08 og þar til nú í mars 193%. Rétt tæp þreföldun, geri aðrir betur. Ég ætla að hafa samband við fyrirtækið í fyrramálið og leita skýringa og hvet aðra viðskiptavini til að gera hið sama.

Eigendur Kreditkort hf. eru bankar og sparisjóðir, fremstir á lista á heimasíðu félagsins eru ríkisbankarnir "Nýji Glitnir banki hf." [sic] og NBI hf.

Kannski ég ætti að beina spurningu minni líka til fjármálaráðherra?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband