Færsluflokkur: Lífstíll

Fórnfúsa fórnarlambið

„Ef Ólafur Ragnar nær endurkjöri sér hann fram á 24 ár í embætti. Hann var spurður að því í Morgunútvarpinu hvort það væri þráseta í embætti. „Auðvitað er það óheppilegt að ástandið sé þannig að sá [ég] sem kjörinn er til þessa embættis telji sig tilknúinn að gefa kost á sér í svo langan tíma og það er ekki heldur það sem við ætluðum okkur og það er ekki auðveld ákvörðun að snúa við á þeirri för í átt að frelsinu sem við vorum hér á undanförnum mánuðum og ákveða að gefa kost á sér og þar með að taka á sig skuldbindingar næstu árin og afsala sér því frelsi sem í því felst að bera ekki lengur þessa daglegu ábyrgð. Það er ekki vottur af einhverri viðleitni af minni hálfu til þess að vera með þrásetu af þessu tagi.“ “

 

http://www.ruv.is/frett/forseti-thurfi-ad-hafa-djupstaeda-thekkingu


Ayn Rand: 'Undirstaðan' - FRAMHALD

Róttæki einstaklingshyggjusinninn Ayn Rand skrifaði skáldsöguna 'Undirstaðan' (Atlas shrugged), sem þýdd hefur verið á íslensku og fjallar um að hinir ríku sem bera samfélagið á herðum sér (eins og gríski guðinn Atlas forðum) segja STOPP og stinga af, til að þurfa ekki að halda uppi alls konar aumingjum og sníkjudýrum samfélagsins.

Ýmsir frjálshyggjumenn hafa mikið dálæti á þessari bók, og telja hana einskonar framtíðarspá um það sem gæti gerst ef vestrænar ríkisstjórnir hætta ekki geigvænlegri skattpíningu á ríka fólkinu, fólkinu sem "skapar verðmætin". (Þetta með að ríkasta fólkið skapi verðmæti samfélagsins eru ekki mín orð, heldur stjórnmálafræðiprófessors við Háskóla Íslands, svo þeim ætti að mega treysta.)

Í framhaldsbókinni, 'Undirstaðan II' (sem Ayn Ran náði ekki sjálf að klára) snýr hins vegar ríka fólkið aftur tilbaka.

Í útópíska ríkafólks-landinu var nefnilega enginn til að þrífa klósett, enginn til að gera við bíla, enginn til að hirða garða og slá gras, enginn til að byggja hús, enginn til að leggja vegi, enginn til að afgreiða á kassa í matvöruverslunum, enginn til að fylla á hyllurnar, enginn til að keyra vörubíla, enginn til að vinna í verksmiðjum, enginn til að rækta korn eða slátra nautgripum, enginn til sauma föt, enginn til að setja saman iPad tölvur, enginn til að steikja hamborgara og þjóna á veitingastöðum, enginn til að keyra ruslabíl.

Það er nefnilega ekki þannig að bara ríka fólkið haldi samfélaginu gangandi og geri allt.

Farmworkers

Farandverkamenn í Bandaríkjunum. 


Jónas og malbikið

Jónas Kristjánsson telur afleitt að í nýju skipulagi við Mýrargötu sé bara gert ráð fyrir 0.8 bílastæði á hverja íbúð. Jónas telur það vera ofsóknir að borgin geri ekki ráð fyrir 2 bílastæðum á sérhverja íbúð.

Með illu er reynt að pína fólk til að fylgja sérviturri hugmyndafræði. En ekki á að vera í verkahring borgar að ofsækja borgarana. 

segir Jónas í pistli sínum Borgarar ofsóttir

Þetta er furðulegur pistill, sér í lagi frá heimsborgara eins og Jónasi. Hvort finnst Jónasi meira gaman að rölta um miðbæinn í Flórens, eða úthverfi í Mílanó? 'Gamla stan' í Stokkhólmi eða Solna? 

Nei, svona í alvöru talað, veit Jónas hvílíkt gígantískt landflæmi fer undir bílastæði og umferðarmannvirki í borginni? Og hann vill endilega malbika meira, í hjarta borgarinnar, við gömlu höfnina??

Hvernig sjá Jónas og aðrir bílaelskendur fyrir sér að Reykjavík eigi að þróast?

Borgin mun vonandi stækka áfram, annars dafnar hún ekki. Við getum reynt að skapa umhverfi þar sem mannlíf dafnar á götunum. Eða við getum byggt hverfi þar sem fólk er inni í húsum, fer niður í bílakjallara og ekur svo út og horfir á umhverfið út um bílrúðu. Það er ekki mannlíf, það er bílalíf

Þessar tvær myndir eru úr nýlegu hverfi, við Sóltún/Mánatún (bakvið Borgartún). Myndirnar eru teknar á sunnudagsmorgni að vori, þegar flestir íbúar og bílar eru heima. En skipulagið er í anda Jónasar Kristjánssonar, með malbiksflæmi, yfirdrifið mörgum bílastæðum, bæði ofan og neðan jarðar.

Fólk sem finnst það vera ofsótt í miðbænum gæti kannski flutt sig hingað. 

 

tun

tun2 

Miðbæjarhverfi, sem skipuleggjendur hafa lagt sig fram við að láta líta út eins og úthverfi. 


Þjóðkirkjan hefur EKKI tekið skýra afstöðu með hjónabandi samkynhneigðra

Ótal sinnum síðustu daga og vikur hef ég séð Biskup Íslands endurtaka þau orð, að Þjóðkirkjan hafi tekið "skýra afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra, fjölskyldum og hjónabandi" (t.d. hér á heimasíðu Biskupsstofu.)

Þjóðkirkjan sem stofnun hefur alls ekki tekið "skýra afstöðu" með hjónabandi samkynhneigðra. Þjóðkirkjan leyfir starfsmönnum sínum, prestum kirkjunnar, að vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra og heimilar prestunum að sýna slíka andstöðu í verki í starfi sínu með því að neita samkynhneigðum um hjónavígslu.  

Þetta er kallað að prestar hafi "samviskufrelsi" til að vera mótfallnir hjónabandi samkynhneigðra.

Það er í mínum huga Orwellskt "Newspeak" - öfugmæli - hjá Biskupi, að segja að kirkjan hafi tekið skýra afstöðu með hjónabandi samkynhneigðra, þegar sannleikurinn er sá að kirkjan hefur alls ekki gert það!

Franklin Graham gæti eflaust orðið fínasti Þjóðkirkjuprestur. Maðurinn er elskulegur, sanntrúaður og góður predikari. Hann er vissulega mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, en það er engin fyrirstaða gegn því að vera Þjóðkirkjuprestur. Þjóðkirkjuprestar mega vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra og mega neita samkynhneigðum um þjónustu.

Þetta er svona pínu svipað eins og ef bandarískt rútufyrirtæki árið 1963 hefði sagt: "Við höfum tekið skýra afstöðu með blökkumönnum og réttindabaráttu þeirra", en gefið bílstjórum sínum "samviskufrelsi" til að neita að aka með svarta farþega.


mbl.is „Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Deilt um hvað skyldi kalla trúboð"

Það er vissulega deilt um það, hvað skuli kalla trúboð. Ég og fleiri köllum það trúboð þegar prestar heimsækja leikskóla mánaðarlega og segja frá Jesú og kenna börnum að syngja sálma og biðja bænir. Man eftir baksíðumynd aftan á Mogga fyrir fáeinum misserum þar sem 3-5 ára leikskólabörn sátu með spenntar greipar og lokuð augu og báðu ákaft. Í opinberum leikskóla. Það er líka trúboð þegar félagasamtök fá að koma í tíma og dreifa biblíum, eða þegar allir skólabekkir fara í jólamessu á skólatíma, nema foreldrar sæki sérstaklega um leyfi.

Samt hef ég ekki séð einn einasta prest viðurkenna að trúboð sé stundað í leik- og grunnskólum.

Bloggpresturinn Þórhallur Heimsson sagði meðal annars þetta um málið:

Þetta er nú orðið dulítið þreytandi þegar endurtaka þarf allt 100 sinnum.

Trúboð er ekki stundað í skólum Valgerður.

Enginn vill trúboð í skólum.

Ég spurði hann kurteislega hvort hann undanskyldi leikskóla, eða hvort formaður Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara færi með staðlausa stafi þegar hún sagði í viðtali "þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað".Ég ítrekaði líka spurningu til Þórhalls sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að svara, hvort honum finndist að ég mætti predika mínar skoðanir um trúmál í leikskóla barna hans.

En séra Þórhallur heimilaði ekki birtingu athugasemdarinnar. 

 

 


mbl.is Áfram samstarf kirkju og skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing vegna fjölmiðlaumræðu

Vegna skipunar minnar sem Umboðsmaður heiðvirðra bloggara er rétt að taka fram eftirfarandi, í kjölfar fjölmiðlaumræðu:

Fyrirtækið ”Ég vil líka græða! ehf.” sem var í 75% eigu fyrirtækis míns “Áhættulaus fjárfesting ehf.” og 25% í eigu fyrirtækisins ”Með buxurnar á hælunum ehf.” sem var framselt til ungs háskólanema vegna veðmáls, var í lok árs 2008 selt til fyrirtækisins “Pabbi gerði bara eins og allir aðrir ehf.” sem var í eigu barna minna en hefur síðan verið afskráð.

500 milljón króna skuld fyrrnefnds fyrirtækis vegna ógreidds kúluláns sem notað var til hlutabréfakaupa með veði í engu nema bréfunum sjálfum er því mér algjörlega óviðkomandi.

Virðingarfyllst...


Karlar þurfa ekki að ómaka sig?

Afar forvitnilegt viðtal er að finna í aukablaði um börn og uppeldi sem fylgdi Morgunblaðinu í gær, föstudag, undir fyrirsögninni Einhleypar konur í tæknisæðingu. Rætt er við Þórð Óskarsson, lækni hjá fyrirtækinu Art Medica sem býður upp á þessa þjónustu. Þetta er víst ný þjónusta, fyrst leyfð í fyrra, svo það er eðlilegt að fyrirtækið vilji auglýsa og upplýsa um þennan möguleika. Á heimasíðu þess stendur raunar að markmið fyrirtækisins sé að hjálpa pörum að eignast barn, en þetta er kannski fyrst og fremst aukabúgrein að aðstoða einhleypar konur.

Tæknisæðing er það þegar sprautað er sæði í leg konu, sem sé sæðing án samfara. Þetta er oft gert til að hjálpa pörum sem eiga í erfiðleikum með að geta barn en eru ekki ófrjó, til að auka líkur á getnaði. Gervifrjóvgun er flóknari aðgerð, en þá er egg tekið úr konu og frjóvgað i tilraunaglasi.

Þórður upplýsir að á annan tug einhleypra kvenna komi í svona meðferð í hverjum mánuði. sem sé á bilinu 140-200 konur á ári. Sæðið kemur utan úr Evrópu, hægt er að panta sæði úr "þekktum" gjafa, þannig að væntanlegt barn geti eftir 18 ára aldur fengið uppgefið nafn blóðföður síns. Þeir gjafar sem heimila slíkt eru þó færri en hinir sem kjósa fulla nafnleynd og þekkta sæðið er dýrara. Flest börn sem fæðast eftir gjafasæðingu fá því aldrei að vita um faðerni sitt, nema hvað ávallt fylgja sæðisskammti upplýsingar um háralit, augnlit, hæð, þyngd og starf. 

Mér finnst þetta ansi hreint merkileg þróun. Ég hygg að móðureðlið sé ansi ríkt í hverri konu og skil vel konur sem komnar eru vel yfir þrítugt að vilja ekki missa af þeim möguleika að eignast börn. Hitt er á að líta að það hefur aldrei beinlínis þótt eftirsóknarvert að vera einstætt foreldri. En sumar konur kjósa það greinlega, frekar en að verða ekki foreldri.

Þetta hlýtur samt að vekja alls konar spurningar og heimspekilegar vangaveltur. Ég lít sjálfur hikstalaust á mig sem feminista, en hlýt líka stundum að líta á samfélagið út frá sjónarhóli karls. Ég veit ekki, mér finnst á einhvern hátt svolítið skrýtin tilhugsun að það geti verið algjört einkamál konu að eignast og ala upp barn. Barn sem ekki á nema eitt foreldri (þó síðar geti komið til stjúp- eða fósturforeldri) - lagalega séð nánast eingetið.

Kannski er þetta bara óþarfa minnimáttarkennd. Flestar konur vilja vonandi áfram geta börn með okkur körlum, í eigin persónu, en ekki bara sem sýni í glasi. Því ekki gefst okkur strákunum kostur á að eignast börn nema við nælum okkur í konu fyrst.

 

ryan.jpg

Er þessi í bankanum?


Hvað kostar að reykja?

Eftir skattahækkun á áfengi og tóbak verður algeng bjórdós komin upp í 287 kr. Það þýðir að sá sem drekkur kippu á dag þarf að greiða fyrir mjöðinn ríflega 628.000 krónur.

Þessi tala finnst kannski flestum litlu máli skipta. Hver þarf að þamba heila kippu af bjór á hverjum degi ársins? En þegar kemur að tóbaki bregður svo við að fjölmiðlar reikna út og segja frá því hversu mikið kosti að reykja heilan pakka af sígarettum á hverjum einasta degi. Kostnaður af því er sannanlega skuggalega hár, eða um 290.000 kr á ári. Það þarf sem sagt ein þokkaleg mánaðarlaun, eftir skatta, til að standa undir  slíkri tóbaksneyslu.

reykingamaðurÞað þykir greinilega ofureðlilegt að reykja 20 sígarettur á sólarhring, meira en eina á hverri einustu vakandi klukkustund, allan ársins hring. Hvernig stendur á því að slík óhófsneysla sé talin eðlilegt viðmið fyrir tóbaksneyslu? Á meðan er sá sem drekkur bjórkippu á dag talinn illa haldinn af alkóhólisma og í bráðri þörf á aðstoð.

Er eðlilegt að vera svo illa haldinn af tóbaksfíkn að maður þurfi að reykja á hverri klukkustund, alla daga vikunnar, allan ársins hring?

Nú skilst mér að eftir skattahækkunina kosti hver sígaretta 40-45 kr. stykkið.  Veit ekki alveg hvort mér finnist það mikið eða lítið. Helmingi ódýrara en lítið súkkulaðistykki. Miklu ódýrara en 700 kr bjórglas á krá.

Þeir sem reykja öðru hvoru 1-2 sígarettur að kvöldi til, eða sem svarar 2 til 3 pakka á mánuði, eyða þannig um 24.000 kr yfir árið, 2.000 kr á mánuði.

Er ekki einfaldlega málið að með frábærri markaðssetningu alla 20. öldina hafa tóbaksfyrirtæki komið því í kollinn á okkur að það sé bara eðlilegt að vera haldin tóbaksfíkn, og selt tóbakið í handhægum umbúðum sem hægt er að ganga með á sér til að svala fíkninni öllum stundum, bókstaflega?

Ég held bara að það sé alls ekki eðlilegt, frekar en gengdarlaust óhóf í öðrum lífsnautnum.

 


Nöfn hústökumanna

Það er gott að þetta brýna mál komist aftur á dagskrá. Töluvert var rætt fyrir tæpu ári um auð hús í miðborginni, en í skýrslu slökkviliðsstjóra frá mars 2008 kom fram að 57 hús stóðu auð að öllu leyti eða að hluta. Í apríl í fyrra var lögð fram samantekt á fundi skipulagsráðs borgarinnar þar sem kom fram að  37 hús voru auð í miðborginni. Þar stóð að fyrirhugað væri að rífa 18 þessara húsa og að gera ætti upp tíu. Níu hús voru sögð standa auð vegna eigendabreytinga. 17 húsanna sem tilgreind voru í samantektinni voru í eigu þriggja félaga: Samson Properties (5 hús), ÁF-húsa ehf. (5 hús) og Festa ehf. (7 hús).

Fleiri fyrirtæki mætti nefna, svo sem Stafna á milli ehf. sem töluvert var í fréttum 2006-07. Áhugasamir geta gúglað.

Eru þetta ekki hústökumennirnir sem þarf að varast?

Hvernig eru ástand og horfur húsanna 57 nú?


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki missa af þessu! - Þrusu 'sánd' á lokaæfingu

Bach+Mozart_250Generalæfing var í morgun, laugardag, fyrir tónleikana sem verða á morgun sunnudag og miðvikudag, í Langholtskirkju kl 20 báða daga.

Þetta er eitthvað sem unnendur stórra kórverka mega ekki að láta fram hjá sér fara, en líka þeir sem lítið þekkja klassíska tónlist munu njóta þess að kynnast voldugum og tilfinningaríkum tónaheimi þessara mögnuðu meistara!

85 manna gæðakór í fantaformi, 28 manna hljómsveit með fólki úr fremstu röðum og fjórir einvala einsöngvarar af ungu kynslóðinni. Sjá nánari upplýsingar í fyrri færslu. og á heimasíðu kórsins.

Bach-Mozart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband