Færsluflokkur: Sjónvarp

Hobbittinn, LOTR, stríðs-"glorification"?

Horfði á Hobbitann í gær og fór svona að velta fyrir mér, eru þessar Tolkien-myndir ekki voðalegar stríðsupphafningamyndir? Þær hverfast um bardaga og stríð, söguhetjur sýna hugrekki með því að handleika glansandi fögur sverð og ráðast að óvini með öskrum og látum undir hetjulegri tónlist, óvinurinn er ómennskur, alvondur og réttdræpur.

Ef ég væri að þjálfa upp hermenn fyrir stríð myndi ég sýna þeim LOTR myndirnar, segja þeim að óvinurinn væru Orcar og að við værum góðu gæjarnir. Því þannig er það alltaf í stríði.

lotr3-battle 


"Stríð er stríð"

…. sagði pólitíkusinn í Kastljósi þegar hann var að útskýra af hverju hryllingurinn af Wikileaks mynbandinu hefði í rauninni því miður ekki komið honum á óvart. Hryllilegir aburðir gerist í stríði, vildi hann meina, það væri nánast óumflýjanlegt.

En bara mínútu áður hafði hann samt verið að réttlæta það að fara útí akkúrat þetta stríð! Til að “frelsa” íbúa Írak frá hræðilega einræðisherranum Saddam Hussein. Það hefði allt verið enn þá hræðilegra í Írak þá en nú. Þetta þóttist pólitíkusinn vita.

Meira hér...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband