Vegna skipunar minnar sem Umboðsmaður heiðvirðra bloggara er rétt að taka fram eftirfarandi, í kjölfar fjölmiðlaumræðu:
Fyrirtækið Ég vil líka græða! ehf. sem var í 75% eigu fyrirtækis míns Áhættulaus fjárfesting ehf. og 25% í eigu fyrirtækisins Með buxurnar á hælunum ehf. sem var framselt til ungs háskólanema vegna veðmáls, var í lok árs 2008 selt til fyrirtækisins Pabbi gerði bara eins og allir aðrir ehf. sem var í eigu barna minna en hefur síðan verið afskráð.
500 milljón króna skuld fyrrnefnds fyrirtækis vegna ógreidds kúluláns sem notað var til hlutabréfakaupa með veði í engu nema bréfunum sjálfum er því mér algjörlega óviðkomandi.
Virðingarfyllst...
Athugasemdir
Þakka þér fyrir.
Mikið vildi ég að fleiri fylgdu þínu fordæmi og gerður hreint fyrir sínum dyrum undanbragðalaust. Þetta er virðingarvert framtak og þakkarvert.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.