Ameríka eða Sádí-Arabía?

Frétt þessi er vissulega skrifuð til að vera í aðra röndina skondin en er enn eitt dæmið um að Bandaríkin eru að mörgu leyti miðaldaríki.
mbl.is Send í fangelsi fyrir lágan buxnastreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú veist eflaust allt um bandaríkin eftir að hafa lesið mjög stutta fréttir sem eru ýktar eftir hentugleika. Þú hefðir kannski haft aðra skoðun hefðirðu verið í réttarsalnum, ekki er allt sem skrifað er.. Bjáni

Jón (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 02:05

2 Smámynd: Einar Karl

Ég bjó raunar um fimm ára skeið í Bandaríkjunum og fylgist ágætlega með fréttum þaðan.

Mæli með þessari ágætu frétt Economist (sem ekki teljast vinstrisinnaðir and-Ameríkusinnar!) um fangelsismál í Bandaríkjunum:

Too many laws, too many prisoners

"Never in the civilised world have so many been locked up for so little " ...

PS  Jón: Bið þig að nota ekki þessa síðu mína til að kalla mig eða aðra bjána.

Einar Karl, 25.8.2010 kl. 10:29

3 identicon

Smá innlegg.... éger alveg sammála þér Einar Karl. Vissulega hef ég ekki búið í Bandaríkjunum en það sem maður les og heyrir og sér gefur alveg skíra mynd af því hvað bandaríkjamenn eru oft grunnhyggnir, þó svo að það megi alltaf draga frá og leggja til eitthvað af því sem kemur í fréttum. En svo það sé alveg á hreinu að þá hef ég ekkert á móti bandaríkjunum því að ég hef alltaf haft áhuga á að flytjast þanga.

Mbk María Rakel  

María Rakel (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:08

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég á uppkomna dóttur sem býr í Bandaríkjunum og er uppalin þar, þótt húna hafi komið til Íslands nokkrum sinnum og unnið hér og dvaliðí u.þ.b. 3 ár samtals, ásamt því að hafa dvalið og unnið í Sviss og Nýja Sjálandi samtals í um eitt og hálft ár.  Hún hefur frætt mig nokkuð um sínar skoðanir á Bandaríkjunum. Sjálfur hef ég komið til Bandaríkjanna nokkrum sinnum og dvalið e.t.v. ekki meir en 3-4 mánuði samfleytt.

Eftir að hafa fylgst með Bandaríkjamönnum í Víet-Nam stríðinu og síðan eftir fall kommúnistaríkjanna sem gerðu Bandaríkin að eina raunverulega volduga heimsveldinu og framkomu þeirra (hroka og sjálfsréttlætingu) og fjöldamorð með hryðjuverkum o.s.frv., í Írak og Afganistan ásamt hótunum til Íráns og Sýrlands og stuðningi þeirra við Gyðinga í hryðjuverkum Ísraelsmanna í  Palestínu og Líbanon, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Bandaríkin eru TALÍBANAR hins vestræna heims.  Eini munurinn er að þeir eru ekki með sítt skegg og skrítnar húfur og tala ensku (mjög bjagaða).

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 25.8.2010 kl. 11:27

5 identicon

Kvennfyrirlitning og bull í bland, hve margir ungir karlmenn í Bandaríkjunum ætli séu með buxurnar á hælunum og þá má sjást í brókina! 

nina (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nína;  Bandarískir drengir sem síðarverða fullorðnir karlmenn og stríðsmenn ásamt meðfylgjandi hreysti og karlmennsku eru aldir upp af mæðrum sínum við að trúa því að ef einhver sér á þeim kynfærin, sérstaklega ókunnugur kvenmaður, þá dettur typpið af þeim.

Þetta er áberandi þegar bandarískir ferðamenn koma í sundlaugar á Íslandi og þurfa að fara sunskýlulausir í sturu. Þeir reyna oftastað komast hjá því.  Tilburðirnir hjá þeim eru ótrúlegir.  Þeir snúa alltaf rassinum frá veggnum og þvo aldrei meira en bringuna, því svona hetjur snerta ekki á sér the "willy".

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 25.8.2010 kl. 21:38

7 identicon

Nokkuð viss um að pían hafi verið með vesen og þetta verið eina löglega leiðin til að koma henni út úr salnum.

Skil þetta bara mjög vel.

María (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 00:25

8 identicon

@ María

Útskýrðu fyrir mér þar sem þú skilur svo vel... er í lagi að dæma svona ef dómarinn likar ekki við einhvern eða finnst þér það vera í lagi? hefði ekki verið réttara að kæra hana fyrir að trufla réttarhöld?

GunniH (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 02:13

9 Smámynd: Einar Karl

Það má taka fram að konan fékk 10 daga fangelsisdóm en þurfti þó, sem betur fer, ekki að sitja inni nema í 2 sólarhringa.

Svo má líka velta því fyrir sér hvort 12 ára dómur yfir bróðurnum fyrir bílþjófnað og líkamsárás sé eðlilegur og sanngjarn. Nú vitum við vissulega ekki hversu alvarleg líkamsárásin var. (talað um "battery charges", sem væntanlega vísar til barsmíða?)

Ætli samsvarandi brot hér á landi myndi ekki hafa í för sér kannski 6 mán. fangelsi, eða 20 sinnum styttri frelsissvipting?

Það sem ég vísa til, er að það er enginn eðlismunur á því að dæma konu fyrir sýna nærbuxnastrenginn sinn i dómssal og því að dæma konu fyrir að ganga blæjulaus, unga menn fyrir að raka af sér skegg, eins og t.d. Talibanar gerðu á sínum valdatíma eða að dæma menn fyrir lubbalegar hárgreiðslur, eins og stjórnvöld gera í Íran.

Einar Karl, 26.8.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband