26.8.2010 | 12:06
Verður OR gjaldþorta útaf Icesave?
Verður Orkuveita Reykjavíkur gjaldþrota, vegna þess að fyrirtækið geti ekki endurfjármagnað stór lán fyrir gjalddaga, vegna þess að Icesave verði enn ófrágengið næsta vor?
Það er spurning...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Formúla 1, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ætli það dugi ekki að skoða gerðir stjórnenda fyrirtækisins síðast liðinn áratug, við þurfum varla að leita skýringa í útlöndum. Þetta klúður eiga stjórn Orkuveitunnar og Reykjavíkurborg alveg skuldlaust.
Kjartan Sigurgeirsson, 26.8.2010 kl. 12:26
Einhver í stjórn Orkuveitunnar lét hafa eftir sér í fyrradag að Orkuveitan yrði í raun aldrei gjaldþrota því hún gæti alltaf hækkað gjaldskrána til mæta tapi og kostnaði.
Þetta náttúrulega stórhættulegur hugsunarháttur en kannske einkennandi fyrir þá sem stjórna hjá ríki og borg: Samfylkinguna.
Emil Örn Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 13:34
Sæll Einar Karl.
Þetta hefur ekkert með ICESAVE að gera og OR getur alveg fjármagnað sig ef þeir koma rekstrinum í lag og það þarf að gera með því að hækka gjaldskrána verulega, sem hefur ekki einu sinni fylgt verðlagsþróun í mörg ár.
Þó svo að OR hækki verðið á útseldri orku um 20 til 30% þá væru þeir samt aðeins með orkuverð svona ca eins og það er á flestum stöðum annrsstaðar á landinu og margfalt lægra en það er í ICESAVE/ESB ríkjunum þar sem það er tvisvar til allt að fjórum sinnum hærra að meðaltali en hér og það meira að segja þrátt fyrir svona hækkun.
Svo þurfa eigendurnir að hætta að níðast á fyrirtækinu með því að borga árlega út arð fyrir tugi milljóna og selja eigur þess og stinga söluandvirðinu í eigin vasa.
Síðan þurfa stjórnendurnir auðvitað að vera á jörðinni og aðhaldssamir í rekstrinum.
En það getur verið að þetta dugi ekki alveg til til að leysa bráða vandann og þá þurfa eigendurnir verði að skila einhverju til baka af því sem þeir hafa strippað af fyrirtækinu undanfarin ár til þess að styrkja enn frekar efnahaginn og eiginfjár stöðu OR.
OR er gríðarlega arðbært og sterkt og öflugt fyrirtæki, þó það glími nú við tímabundinn skuldavanda að hluta vegna alþjóðegs og innlends hruns en líka að hluta til vegna aðhaldsleysis og óvarkarni stjórnendanna.
Enn og aftur þetta hefur ekkert með ICESAVE málið að gera, þó svo þú viljir það endilega til að geta greitt þessar ítrustu kröfur Breta og Hollendinga eins og þú greinilega villt allt til þess að geta handlangað okkur inn í ESB apparatið.
Síðan þjóðin hafnaði ólögvörðum ICESAVE kröfunum þá hefur staða Íslands snarlagast bæði rekstrarlega og efnahagslega og einnig á alþjóðavettvangi.
Við erum t.d. komnir af top/bottom listanum yfir þau ríki sem mesta hætta er á að verði gjaldþrota og eru með hæsta skuldatryggingarálagið. Á þessum top 10 bottom lista fyrir neðan okkur eru núna ESB og Evru ríkin, Grikkland, Írland og Portugal. Nokkur ESB/Evru ríki eru líka nálægt því að komast á listann s.s. Spánn, Ítalía og Belgía og stefna þangað hraðbyri, öfugt við okkur sem stenum burt frá þessum ruslflokki.
Fólksflutningar frá landinu hafa stöðvast og nú á þriðja ársfjórðungi var í fyrsta sinn frá hruni fjölgun á aðfluttum umfram útflutta.
Atvinnuleysi er minna en spáð hefur verið og skuldir ríkisins minni en spáð var og vöruskiptajöfnuðurinn er okkur mjög hagstæður.
Allar úrtöluraddir úrtöluliðsins eftir að þjóðin hafnaði ICESAVE ruglinu hafa engan veginn staðist og reyndar alveg þveröfugt.
Staða okkar um að vera laus undan ólögvörðum ICESAVE kalafanum hefur stórlega styrkst þjóðréttarlega á alþjóðavettvangi.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB og EKKERT ICESAVE !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:47
Ættir frekar að snúa þessari spurningu við! VERÐUR EKKI ÍSLAND GJALÞROTA
BORGUM VIÐ ICESAVE ? Sem við eigum ALLS EKKI AÐ GREIÐA skv. regluverki ESB!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 14:28
Gunnlaugur (13:47):
Þú segir að úrtöluraddir hafi ekki staðist. Er það ekki fyrst og fremst og EINGÖNGU vegna AGS? Hingað koma engin stór lán, nema frá AGS.
Guðmundur (14:28):
Við værum gjaldþrota, ef AGS hefði ekki bjargað okkur, eftir að stjórnvöld lofuðu að gera upp Icesave málið með sóma.
Hvernig er það, hvort vilja Icesave-NEI-sinnar áframhaldandi samstarf við AGS eða ekki?
Skeggi Skaftason, 26.8.2010 kl. 15:11
Einar Karl, 26.8.2010 kl. 15:12
Ég er ekki viss um að við hefðum eða höfum eitthvað með AGS að gera hvorki í upphafi, né núna.
AGS hefur fyrst og fremst verið að byggja hér upp gjaldeyrisforða með lánum með hinum Norðurlöndunum og Póllandi og nú síðast líka Kína.
Eitthað af lánum hefðum við fengið á endanum án þeirrar aðkomu.
Það er staðfest að það var fyrir þrýsting frá vinum okkar Kínverjum að AGS tók fyrir og staðfesti síðustu efnahagsáætlun Íslands.
Þetta hefði víst orðið erfiðara og þyngra án AGS en alls ekki ómögulegt. Við erum með gríðarlega mikinn útflutning og mikinn vöruskiptajöfnuð og með gjaldeyrishöftum og aðhaldi hefðum við vel getað siglt þetta án AGS og lánana þaðan sem hafa ekki einu sinni verið notuð nema að óverulegu leyti.
Bendi þér nú líka á að AGS er að bjarga mállum í mörgum af ESB og Evru ríkjunum.
Reyndar ráku Rúmenar þá á dyr fyrir ekki löngu síðan og virðast bara nokkuð sperrtir með það. Það er meir en íslenskir stjórnmálamenn hafa haft kjark til.
Það geta engir stjórnmálamenn lofað að gera upp ICESAVE nema með fyrirvara um að koma því löglega í gegnum íslenska stjórnsýslukerfið.
Það hefur þeim sem betur fer mistekist aftur og aftur og í dag eru þeir í raun umboðslausir til nokkurra samninga við þessa fjárkúgara.
Gunnlaugur I., 26.8.2010 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.