15.9.2010 | 11:54
Brýtur Ólafur stjórnarskrá?
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og skýrri stjórnskipun felur Forseti Íslands ráðherrum vald sitt. Forsetinn er þjóðhöfðingi með afar takmarkað pólitískt vald.
Milliríkjasamningar og pólitískar deilur eru klárlega á forræði ríkisstjórnar og ráðherra. Nú fer Ólafur út um víðan völl með pólitískar yfirlýsingar um mál sem er viðkvæmt og erfitt og samningar standa yfir um.
Eru yfirlýsingar Forseta í samræmi við stefnu ríkisstjórnar landsins? Hefur hann borið ummæli sín undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á samningum um Icesave?
Er Ólafur að tala í umboði íslenskra stjórnvalda? Eða er hann talsmaður "þjóðarinnar" en án nokkurs sambands við þau stjórnvöld sem stjórna landinu eða umboðs frá þeim?
Hvað finndist okkur ef Karl Bretaprins eða Beatrix Hollandsdrottning væri að tjá sig um þessa deilu við Íslendinga, eða önnur viðkvæm milliríkjapólitísk mál í sínum löndum, án nokkurs samráðs við ríkisstjórnir sinna landa?
Ósanngjarnar kröfur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vill þannig til að stjórnvöld á Íslandi eru ekki í nokkru sambandi við 93% þjóðarinnar hvað icesave varðar.
Ætli það ætti ekki það sama við Karl og Beatrix og á við um Ólaf, að þeirra þjóðir yrðu því fegnar að þau töluðu máli þjóða sinna þegar spilltir stjórnmálamenn hefðu gefist upp á því.
Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 12:52
Magnús, heldurðu að spilling móti aðgerðir stjórnvalda í Icesave málinu? Geturðu rökstutt það?
Einar Karl, 15.9.2010 kl. 13:17
Jóhanna hefur varla sést frá kosningum (hún dúkkaði reyndar upp í Færeyjum) annars lítið sem ekkert á alþjóðavettvangi, einhver þarf að tala máli okkar fyrir umheiminum, ef ríkisstjórnin er óhæf til þess.
Þorvaldur (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 13:51
En Ólafur er ekki í því hlutverki að semja um Icesave, er það?
Einar Karl, 15.9.2010 kl. 13:55
Það sagði ég ekki Einar Karl. En á Alþingi situr fólk sem mikill vafi leikur á hvort hafi hreinan skjöld gagnvart þjóðinni. Auk utanríkisráðherra má það finna í öllum flokkum.
Íslenskir stjórnmálamenn, einkum þeir sem stóðu að því að samþykkja icesave frumvarpið, höfðu augljóslega ekki umboð til þess frá þjóðinni. Því skýtur það skökku við þegar efasemdir eru hafðar uppi um að eini einstaklingurinn sem kosinn er beint af þjóðinni megi ekki tala máli þjóðarinnar þegar það er þar að auki í samræmi við réttlætiskennd mikils meirihluta hennar.
Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 14:14
Magnús, skil ekki hvert þú ert að fara.
Þegar kosið var um vorið 2009 lá skýrt fyrir að Icesave var óleyst. Það lá hins vegar jafnskýrt fyrir að búið var að lofa AGS, Bretlandi, Hollandi, ESB og Norðurlöndum að við myndum ábyrgjast lágmarkskuldbindingar innstæðutryggingasjóðsins vegna Icesave. Á grundvelli þess loforðs fengum við neyðarlánapakka frá AGS og Norðurlöndum. Sem við tókum við.
Enginn flokkur gerði þetta að umtalsefni fyrir kosningar, né fjölmiðlar eða kjósendur. Svo það ætti að vera öllum ljóst að það var verkefni kjörinna stjórnvalda að lenda þessu máli, eftir kosningarnar.
Ef EINHVER (les: xD, xB eða kjósendur) hefðu viljað gera þetta öðruvísi og ekki fylgja því sem lofað hafði verið hefði átt að tala um það FYRIR kosningar.
Svo ég get ekki túlkað stöðuna öðruvísi en að stjórnvöld hafi einmitt fullt og óskorað umboð til að klára þetta mál, sem var þegar að hálfu frágengið FYRIR kosningarnar 2009.
Einar Karl, 15.9.2010 kl. 14:37
Einar Karl ! Ég vil taka það fram , í byrjun , að lítt er ég hrifinn af Bessastaðatrúðnum , sama hver þar situr , enda vil ég leggja embættið niður og hef viljað lengi , en þessi orð þín á Óli ekki skilið , því hann er að gera okkur gott eitt , það er meira en hægt er að segja um Þjóðarleikhússleikarana langflesta að mínu mati , sama hvort þeir sitja í ríkisstjórn eður ei , stjórn eða stjórnarandstöðu , hann á , að mínu , að tjá skoðanir sínar , án samráðs við stjórn eða stjórnarandstöðu , eða villt þú hafa þetta starf , eins og það hefur verið 100% dúkkustarf ?
Hörður B Hjartarson, 15.9.2010 kl. 14:47
Einar Karl, þú gerir ágæta grein fyrir í hverju spilling stjórnmálamanna m.a. liggur og hvers vegna við þjóðin þarf málsvara á við forsetann.
Magnús Sigurðsson, 15.9.2010 kl. 15:05
Nú er hægt að lesa Icesave-hlutann af viðtalinu með hinni ágætu frammistöðu forsetans í uppskrifuðu textaformi á þessari vefsíðu: FORSETINN Í KRÖFTUGU CNN-VIÐTALI.
Jón Valur Jensson, 15.9.2010 kl. 23:39
Myndi okkur finnast viðeigandi að Haraldur V. Noregskonungur blandaði sér í makríl-deilur Íslendinga og Norðmanna?
Magnús: ég átta mig ekki hvað merkingu þú leggur í orðið spilling. Held að við séum ekki sammála.
Einar Karl, 16.9.2010 kl. 08:19
Af hverju heyri ég engan kyrja sömu rullu "Almenningur á ekki að borga skuldir einkabanka" í sambandi við innlán Íslendinga í hinum gjaldþrota gamla Landsbanka?
Einar Karl, 16.9.2010 kl. 08:57
Einar Karl, að valda öðrum vísvitandi tjóni er í mínum huga glæpur, að beyta blekkingum með því að leyna upplýsing og þyggja laun fyrir er spilling. En um þessa skilgreiningu þurfum við ekki að vera sammála.
Af hverju heyri ég engan kyrja sömu rullu "Almenningur á ekki að borga skuldir einkabanka" í sambandi við innlán Íslendinga í hinum gjaldþrota gamla Landsbanka?
Nú dettur mér í hug "oft má böl bæta með því að benda á annað verra".
Það hefur varla farið fram hjá þér að dómstólar hafa úrskurðað um ólögmæti gengisbundinna lána og í undirbúningi eru málaferli vegna verðtryggðra lána. Þarna kann að vera samhengi á milli. Það er veruleg óánægja með það hvernig stjórnmálamenn tryggðu innistæður á Íslandi. En ekki viljum við borgarastyrjöld, þess vegna eru dómstólarnir notaðir.
Magnús Sigurðsson, 16.9.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.