21.2.2011 | 11:07
Til ykkar sem viljið hafna Icesave
Ég legg það til að þið takið upphæð sem samsvarar öllum þeim peningum sem þið áttuð í banka 6. okt 2008, á launareikningum, sparireikningum, fermingarpeninga barnanna og sparifé afa og ömmu, ásamt þeim launagreiðslum sem þið fenguð næstu mánuðina á eftir frá launagreiðendum ykkar sem gátu greitt laun vegna þess að þeirra peningainninstæður voru tryggðar, að þið takið þessa peninga og skilið þeim í þrotabú gömlu íslensku bankanna.
Svo gerið þið kröfur í íslenska innlánstryggingasjóðinn og eftir atvikum gömlu bankanna og farið í SÖMU RÖÐ og þið viljið að breskir og hollenskir viðskiptavinir Landsbankans skulu standa í, og þeirra ríkissstjórnir fyrir þeirra hönd.
Nema að að rök ykkar byggi fyrst og fremst á þjóðrembingi og að hver þjóð skuli fyrst og fremst hugsa um eigið rassgat og að við "eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna" - nema það sem þeir skulduðu okkur og vinum okkar og fjölskyldum. Við erum búin að greiða þær skuldir, við gerðum það strax.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Facebook
Athugasemdir
ÉG BORGA EKKI SKULDIR ANNARA,HEF NÓG MEÐ MÍNAR SKULDIR. PUNKTUR.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 11:29
Kauptu þér banka, spilaður rassgatið úr buxunum og rændu hann innanfrá, komdu svo og heimtaðu að nágrannar þínir borgi dæmið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 11:42
Það er alveg sjálfsagt mál að skuldajafna þeirri upphæð á móti því sem Landsbankinn stal af lífeyrissjóðnum mínum, ekki það að ég ætli að tala um eignarhlutinn í húsnæði heimilis. Þú ættir að finna betri rök til að gera þig að bjálfa.
Einar með Fokcing Gleraugun (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:15
Íslenska ríkið tók yfir gamla Landsbankann, tók sumar skuldir (allar innstæður Íslendinga) og eignir á móti og settu í nýjan banka. Íslenska ríkið viðurkenndi þannig í framkvæmd að sumar "skuldir óreiðumanna" og einkafyrirtækis skyldi vissulega greiða.
Icesave innstæðurnar voru inni í þrotabúinu. Við (íslenska ríkið) tókum yfir þrotabúið, tókum þær eignir og skuldir sem okkur hentaði og settum í nýjan banka.
Svo vilja sumir segja að Bretar og Hollendingar eigi bara að sækja kröfur sínar í þrotabúið, en þrotabúið var ekki innsiglað og ósnert, við fórum inn og SÓTTUM ÞAÐ SEM VIÐ VILDUM og ætlum svo að segja að Bretar og Hollendingar megi bara sækja sér fé upp í kröfur sínar, út úr því sem er AFGANGS, eftir að við sóttum okkar innstæður.
Fyrir mér gengur þetta ekki upp, hvorki lagalega né siðferðislega.
Fyrir mér er einsýnt að um þetta leiðinlega klúðursmál eigi að semja við þessar þjóðir í bróðerni. Eins og hefur verið gert. Því segi ég JÁ í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einar Karl, 21.2.2011 kl. 12:47
Forseti vor ........ ætlar að koma okkur aftur í torfkofana það er nokkuð ljóst. Ætli ég geti ekki farið skeina mér á krónuseðlum í framtíðinni þökk sé honum. Ekki mun þetta hjálpa okkur að fá almennilegan gjaldmiðil í framtíðinni.
Hvar eru Icesafe-peningarnir fóru þeir inní íslenskt hagkerfi aftur eða eru þeir á Tortolla. Ef svo er munu þeir þá ekki skila sér til baka einhvern tímann. Eva sagði okkur að vera þolinmóð peningarnir finnast en það tekur tíma. Hins vegar verðum við að koma peningamálastefnu landsins í lag afnema gjaldeyrishöftin og það í gær. Við getum ekki búið við það lengur að vera með drasl gjaldmiðill. Þannig að ég segi Já í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu
Davíð Bergmann Davíðsson, 21.2.2011 kl. 23:24
Og þú vildir auðvitað hafa samþykkt Svafarssamninginn líka ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 09:06
það er ekki hægt að bera þessa samninga saman Ásthildur, það er allt annar samningur í boði núna en þá. Nei ég hafnaði þeim fyrri það get ég upplýst þig um.
Davíð Bergmann Davíðsson, 22.2.2011 kl. 17:19
Við vitum hreinlega ekki um það, því þetta er allt leyndó og hush hush
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2011 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.