13.3.2011 | 17:41
Gjafasæði og líffræðilegt faðerni
30. maí 2008 samþykkti Alþingi lög nr. 54/2008 sem heimiluðu að konur sem eru ekki í sambúð með karli, þ.e. annaðhvort einhleypar eða í sambúð með annarri konu, geta farið í tæknisæðingu eða tæknifrjóvgun, með gjafakynfrumum. Lögin voru breyting á eldri lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun.
Nýju lögin gera það að verkum að tæknifrjóvganir eru nú mun algengari en áður, þegar slík aðstoð var aðeins veitt hefðbundnum pörum, karli og konu, vegna líffræðilegra erfiðleika við að geta barn. Í viðtali frá 2009 kom fram að þá leitaði á annan tug einhleypra kvenna eftir tæknisæðingu í hverjum mánuði, eða 140-200 konur á ársgrundvelli.
Svo virðist vera sem einhleypar konur séu miklu fleiri í hópi þeirra sem nota þjónustuna, heldur en konur í lesbískum samböndum. Sem er athyglisvert. (Ég ræddi þetta stuttlega í pistli frá 2009.)
Þegar kona fer í tæknisæðingu með gjafasæði getur hún valið annað hvort sæði gefið með fullri nafnleynd, eða sæði frá gjafa sem hefur veitt heimild til að barn getið með sæðinu megi, eftir vissan aldur, fá upplýsingar um faðerni sitt. Það er víst meira framboð á nafnlausu sæði, menn virðast tilbúnari að "gefa af sér" með þessum hætti, ef engin hætta fylgir að barn komi og leiti manns eftir 18 ár.
Nú myndu örugglega flestir taka undir að jákvætt sé fyrir sérhvern einstakling að vita um uppruna sinn. Þekkt er að ættleidd börn vilji seinna á lífsleiðinni fá vitneskju um blóðforeldra sína, og erfðafræðilega forfeður. Myndu þá ekki flestir sæðisþegar velja þann kost að barnið eigi þann möguleika, eftir 18 ára aldur, að fá vitneskju um sæðisgjafann, líffræðilegan föður sinn?
Nú veit ég ekki hvernig skiptingin er hér á landi, en vegna þess að framboðið er meira af nafnlausa sæðinu er rekjanlega sæðið einfaldlega dýrara. Rekjanlegur skammtur kostar 50.000 kr en órekjanlegt 38.500 kr. Ofan á þetta bætist kostnaður við uppsetningu og frjósemislyf og hafa ber í huga að svona meðferð þarf oftar en ekki að endurtaka 2-4 sinnum, áður en getnaður tekst. Verðið fyrir líffræðilegt faðerni barns sem getið er með gjafasæði er þannig 12.500 kr,
MEIRA HÉR
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook