Þjóðkirkjan var ríkisvædd á 20. öld

Enn og aftur sprettur upp umræða um hvort aðskilja skuli ríki og kirkju, nú í tengslum við stjórnlagaráð. Og eins og vanalega svara margir kirkjunnar þjónar að slíkt sé í raun formsatriði, þar sem kirkjan sé þegar sjálfstæð stofnun, óháð ríkisvaldinu. Sumir þeirra virðast taka undir aðskilnað, eins og séra Örn Bárður Jónsson, stjórnlagaráðsfulltrúi. Hann segir að þar sem kirkjan sé ekki háð ríkisstyrkjum ætti hún að vera sjálfstæð og óháð ríkisvaldinu með öllu. Örn Bárður virðist styðja að taka megi út ákvæði í stjórnaskrá um Þjóðkirkjuna, þar sem hún þurfi ekki "stjórnarskrárvernd" (hvað sem það nú þýðir...)

Frétt visir.is frá 8.7. sl. hefur eftir Erni Bárði að ríki og kirkja hafi gert með sér samning árið 1997 sem í raun hafi aðskilið ríki og kirkju. „Sá samningur aðskildi í raun og veru ríki og kirkju. Hann er mjög áþekkur, er mér sagt, þeim samningi sem gerður var í Svíþjóð árið 2000 og Svíar kalla aðskilnað ríkis og kirkju,“

Hjalti Hugason prófessor skrifar grein 14.7. sl. þar sem hann tekur ekki undir að kirkjan sé þegar í raun aðskilin frá ríkinu. Hjalti segir þó að:

... frá 1998 má segja að þessar tvær stofnanir séu að fullu aðgreindar stofnunarlega séð. Þjóðkirkjan er nú skilgreind sem sjálfstætt trúfélag og persóna að lögum með sjálfstæða eignhelgi. Þá hefur fjárhagsleg aðgreining ríkis og kirkju einnig átt sér stað miðað við það sem var ungann úr 20. öldinni. Sú aðgreining varð með samningi um afsal fornra kirkjueigna í hendur ríkisvaldsins gegn því að það standi skil á launagreiðslum tiltekins fjölda kirkjulegra starfsmanna að teknu tilliti til fjölda þeirra sem í þjóðkirkjunni eru. Þetta þýðir ekki að aðskilnaður hafi orðið. Til þess að svo verði þarf ekki aðeins að fella niður 62. gr. stjórnarskrárinnar heldur og að nema úr gildi sérstök lög um þjóðkirkjuna og fella hugtakið þjóðkirkja almennt úr lögum.

 

Það er ósköp lítill blæbrigðamunur á skoðun Arnar Bárðar og Hjalta. Báðir telja þeir hálfgert formsatriði að aðskilja að fullu Þjóðkirkju frá ríki og minnast báðir á fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar, og samning kirkjunnar og ríkisins frá 1997 sem tryggði þetta sjálfstæði. Þennan samning segir Örn Bárður að „sé samningur tveggja lögaðila sem hvorugur geti sagt upp einhliða.“ Sem sagt, samkvæmt Erni Bárði getur ríkið ekki sagt þessum samningi upp, nema með samþykki kirkjunnar, hún hafi þannig tryggt sitt „fjárhagslega sjálfstæði“ um aldur og ævi!

Það er rétt að rýna betur í þennan merka samning. Hvert var andlag hans? Jú, eins og fram kemur að ofan voru kirkjujarðir færðar til eignar ríkisins, gegn því að ríkið skyldi standa straum af launakostnaði presta. Hversu mikil upphæð er það, sem ríkið greiðir samkvæmt þessum samningi á ári hverju? Samkvæmt fjárlögum eru það alls um 1.278 milljónir* (1,278 milljarður) sem renna úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar (*sóknargjöld ekki meðtalin).

Kirkjujarðirnar sem runnu til ríkisins hljóta að vera mikils virði, til að standa undir árlegri arðgreiðslu upp á meira en milljarð. Hversu mikils voru þær metnar, árið 1997 þegar samningurinn var gerður?

Það var ekki skoðað.

Ótrúlegt? Svona var það nú samt. Þrír þingmenn, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Ögmundur Jónasson, lögðu fram breytingatillögu þess efnis að þingið skyldi binda þenna samning til 15 ára, meðal annars til að nota mætti þann tíma til að verðmeta þær eignir sem um var að ræða. En meirihluti þingmanna vildi ekki gera það.

Meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má telja ríki á annarri hönd sem nauðga þjóð sinni með þjóðkirkjum. Hver sá þingmaður sem ekki vill taka á því að enda þennan ósóma, hann er óvinur lýðræðis og jafnréttis.

Ég veit að á endanum mun almenningur krefjast þess að kirkjan verði tekin niður, mig hlakkar til vegna þess að þá mun rétta andlit kirkjunnar koma í ljós, þar sem hún mun reyna að nauðga peningum af þjóðinni fyrir stolnar jarðir og eignir sem hún hefur logið og svikið út í gegnum aldirnar

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband