17.9.2011 | 00:08
Um sóknargjöld
Gott mál að innanríkisráðherra sé að skoða þetta sjálfsagða sanngirnismál. Fólki er frjálst að trúa - eða trúa ekki. Það getur ekki talist eðlilegt í nútímasamfélagi að ríkið styrki í stórum stíl tiltekna trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri, jafnvel þó svo í nafni þeirrar trúar sé rekin ýmiskonar falleg og gagnleg samfélagsþjónust
Í svari ráðherra við fyrirspurn varaþingmannsins segir m.a.
stjórnvöld styrki enn fremur eiginleg trúfélög beint með innheimtu sóknargjalda en veraldleg lífsskoðunarfélög, sem vilja veita sömu þjónustu til sinna félagsmanna, fái engan stuðning.
Blessuð sóknargjöldin já. Þau eru jú ekki innheimt sem slík, heldur hluti tekjuskatts og hafa verið síðan staðgreiðslukerfi var komið á. Það er ekki innheimt sérstakt sóknargjald, trúfélög fá einfaldlega greidd sóknargjöld úr ríkissjóði í hlutfalli við sóknarbörn, án tillits til þess hvort þau sóknarbörn greiði tekjuskatt eða ekki.Nú má vera að þegar tekjuskattsprósentan var ákvörðuð við innleiðingu staðgreiðslukerfisins hafi tiltekinn hluti hennar verið hugsaður sem sóknargjöldin, en það breytir því ekki að sóknargjöldin eru einfaldlega greidd úr rikissjóði. Með sama hætti mætti segja að greidd séu skólagjöld í grunnskóla, þau séu einfaldlega innheimt sem hluti tekjuskatts.
Ef ríkið vill áfram veita trúfélögum þessa þjónustu, að "innheimta" sóknargjöld í gegnum skattkerfið má það svo sem gera það, en í guðanna bænum, ekki innheimta líka sóknargjöld af þeim sem ekki eru í neinni sókn og standa utan allra trúfélaga.
Meira um þetta hér: Ég styð Krossinn
Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Kjaramál, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eina hlutverk ríkisins getur bara verið að hafa eftirlit með hvort er verið að blekkja fólk.. og það er vissulega málið í trúarbrögðum; Trúarbrögð eru blekking.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.