Eilífðin er ekki eilíf

Svo upplýsti Guðfræðingur í Fréttablaðinu í gær:

... með „eilífð“ er ekki átt við endalaust magn af tíma.
 

Ekki það? Þetta hefur maður haldið hingða til að eitthva sem varir að eilífu er endalaust. Pistalhöfundur skýrir svo frekar

“Eilíft líf er andlegt líf sem er eðlisólíkt jarðnesku og veraldlegu lífi, ný og guðdómleg vídd tilveru.

 

Einmitt það. Segir manni mikið. Eða þannig. Þetta er ein ástæða þess að við þurfum Guðfræðinga. Til að fræða okkur um svona speki og skýra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar "Biblíusögufræðingar", svona al'a Harry Potter fanboys.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 15:19

2 Smámynd: Einar Karl

Menn mega gjarnan stúdera biblíusögur og önnur fornrit frá botni Miðjarðarhafs, stórmerkilegur og heillandi bókmenntaarfur.

En þegar guðfræðingarnir fara að beita fyrir sig svona frösum til að svara flóknum spurningum og frasarnir eru ekkert nema þokukennd heimspeki sem segja í raun ekki neitt, ég hef bara ekki þolinmæði í svoleiðis.

Einar Karl, 17.10.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband