Sjálfstætt trúfélag eða ríkisstofnun? - Eða hvoru tveggja?

Þjóðkirkjan skilgreinir sig með mismunandi hætti allt eftir tilefni og samhengi. Þegar gagnrýnt er að kirkjan njóti óeðlilegs stuðnings frá ríkinu og talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju leggja talsmenn kirkjunnar áherslu á að Þjóðkirkjan sé sjálfstætt trúfélag, nánast eins og hvert annað trúfélag, nema með sérstaka samninga við ríkið.

En þegar talið berst að því hvort ekki skuli klippa alveg á tengsl ríkis og kirkju og gagnrýnt að eitt trúfélag - í trúfrjálsi ríki - hafi sérstök tengsl við ríkið og njóti verndar og stuðnings ríkisvaldsins, þá er gert lítið úr trúfélagshlutverkinu og talað um kirkjuna sem einhverskonar þjónustustofnun. Hvað er Þjóðkirkjan, í eigin augum?

 

Þjóðkirkjan er opin, lýðræðisleg almannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um land allt.

 

(úr ályktun aukakirkjuþings í gær, 1. september. Í ályktuninni er hvorki minnst á að kirkjan sé sjálfstæð né trúfélag.)

 

Þjóðkirkjan er frjálst og sjálfstætt trúfélag.

 

(Frá heimasíðu Þjóðkirkjunnar, undir fyrirsögninni 'Hvað er Þjóðkirkjan'?)

Þjóðkirkjan er stofnun sem hefur á að skipa vel menntuðu fagfólki um land allt, sem er til þjónustu reiðubúið hvenær sem er, fyrir allan landslýð hverrar trúar eða trúfélags sem hann telst til.

 

(Agnes Sigurðardóttir, í bréfi til kjörmanna fyrir biskupskosningar 2012) 

 

Kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu ... Þegar nær er skoðað, þá er kirkjan sjálfstætt trúfélag að lögum, en með samninga við ríkið á ýmsum sviðum eins og gildir um fjölmörg frjáls félög. Spurningin um aðskilnað ríkis og kirkju er því tímaskekkja ...

(úr pistli séra Gunnlaugs Stefánssonar á tru.is frá 19.10.2010)  

 

Gengur þetta tvennt upp, annars vegar að vera trúfélag sem er grundvallað á mjög ákveðnum trúarkenningum, ritum og trúarjátningum, og að vera ríkisrekin þjónustustofnun sem býður öllum þjónustu, óháð trú og trúfélagsaðilld? Nú vil ég alls ekki gera lítið úr þessari þjónustu kirkjunnar, en minni á að fjölmargir vilja ekki þiggja slíka þjónustu trúfélags eða greiða fyrir hana með sköttum.   

 

Þjóðkirkjan - sjálfstætt trúfélag, ríkisstofnun, eða hvoru tveggja?

 
mbl.is Ákvæði um þjóðkirkju verði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

íslendingar verða að taka sig á og einfaldlega slíta þessa kirkju frá ríkinu, aðeins þannig getur ísland staðir undir nafni sem lýðræðis og jafnréttisríki.. amk í trúmálum.
Við erum eins og trúaðar með þessa ríkiskirkju, við erum eins og olíuhreinsistöð á þingvöllum á meðan þessi sértrúar og sérréttindasöfnuður er við lýði

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband