11.2.2013 | 23:53
HALLÓ Moggi !!!
Þegar lögmaður er sækjandi í hvorki fleiri né færri en þremur ærumeiðingarmálum fyrir hönd mjög frægrar og umdeildrar "celeb" fjölmiðlafígúru (skv. 8. mest lesnu frétt mbl.is) þá er sá lögmaður ekki hlutlaus og heppilegur til að tjá sig á sama tíma almennt um slík mál.
"lögin eru alveg skýr" segir fjölmiðlavæni lögfræðingurinn. Já auðvitað segir hann það. Það hentar hans málflutningi fyrir sinn skjólstæðing að presentera málin sem svo að allt sé þetta kýrskýrt, skýr lög og skýr brot.
Ekki veit ég hvort þessi lög sé góð eða slæm en ef lögin eru í lagi þá er eitthvað meira en lítið í ólagi hjá dómurum og dómstólum landsins, því meiðyrðadómar sem fallið hafa undanfarin misseri eru beinlínis ógnvekjandi og varpa skugga á málfrelsi í landinu.
Mogginn mætti gjarnan ræða það vil HLUTLAUSAN lögfræðing.
Vettvangurinn skiptir engu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Vettvangurinn skiptir engu máli." Gott og vel. En hví er lögmaður þá að taka fram, síðar í greininni að ummæli á einkabloggi séu margfalt minna skaðleg en þau sem koma í kommentakerfi fjölmiðla?
Skiptir þá vettvangurinn semsagt máli?
Blaðamaður hefði mátt spyrja að því þarna í lokin.
Að öðru leyti er ég í meginatriðum sammála inntaki í færslu síðuskrifara.
Steini (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 00:07
Ætlar enginn að stefna Gills fyrir að hóta nafngreindum konum nauðgunum? Var það bara létt grín á rauðvínsfylleríi? Gott og vel. Vill hann ekki líta á kjaftháttinn í þessum þremur sem grín líka?
Blaðamaður hefði mátt spyrja að því þarna í lokin.
Að öðru leyti er ég í meginatriðum sammála inntaki í færslu síðuskrifara, eins og að framan gat. Þökk.
Steini (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.