Var Jesús örvhentur?

Borgarstjóri ónefndrar borgar kastaði fram þeirri spurningu hvort Jesús Kristur hefði mögulega verið örvhentur. Og viti menn, hópur fólks brást hinn versti við, ásakaði borgarstjórann fyrir að niðurlægja kristindóm og kirkjuna, sögðu jafnvel að orð hans væru guðlast og brot á stjórnarskrá!

Eða hvað?

Hvað er svona hræðilegt við að vera örvhentur?

Ef einhverjum finnst það svona hræðilegt að velta því upp hvort Jesús hafi verið örvhentur, segir það ekki bara meira um viðkomandi, að hann eða hún sé með óheilbrigð og fordómafull viðhorf?

Hvaða spurningar finnst þér niðurlægjandi og niðrandi? 

  • Var Jesús rauðhærður?
  • Var Jesús lesblindur? 
  • Var Jesús blökkumaður?
  • Var Jesús arabi?
  • Var Jesús vöðvastæltur snöggklipptur Litái með tattú?
  • Var Jesús vinstrisinni?
  • Bjó Jesús í Asparfelli?
  • Var Jesús ESB-andstæðingur?
  • Var Jesús hommi? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ætli sköllóttur, blökkumaður og ESB-andstæðingur sé ekki mest móðgandi, hitt kemur allt til greina.

Rauðhærður skipt í miðju, ágætlega læs samanber upplesturinn úr Jesæja, arabi auðvita, vinstrisinni að sjálfsögðu og hommi kemur líka til greina með 7-10% líkum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.8.2013 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband