Þjóðkirkjan hefur EKKI tekið skýra afstöðu með hjónabandi samkynhneigðra

Ótal sinnum síðustu daga og vikur hef ég séð Biskup Íslands endurtaka þau orð, að Þjóðkirkjan hafi tekið "skýra afstöðu með samkynhneigðum, réttindabaráttu þeirra, fjölskyldum og hjónabandi" (t.d. hér á heimasíðu Biskupsstofu.)

Þjóðkirkjan sem stofnun hefur alls ekki tekið "skýra afstöðu" með hjónabandi samkynhneigðra. Þjóðkirkjan leyfir starfsmönnum sínum, prestum kirkjunnar, að vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra og heimilar prestunum að sýna slíka andstöðu í verki í starfi sínu með því að neita samkynhneigðum um hjónavígslu.  

Þetta er kallað að prestar hafi "samviskufrelsi" til að vera mótfallnir hjónabandi samkynhneigðra.

Það er í mínum huga Orwellskt "Newspeak" - öfugmæli - hjá Biskupi, að segja að kirkjan hafi tekið skýra afstöðu með hjónabandi samkynhneigðra, þegar sannleikurinn er sá að kirkjan hefur alls ekki gert það!

Franklin Graham gæti eflaust orðið fínasti Þjóðkirkjuprestur. Maðurinn er elskulegur, sanntrúaður og góður predikari. Hann er vissulega mikið á móti hjónabandi samkynhneigðra, en það er engin fyrirstaða gegn því að vera Þjóðkirkjuprestur. Þjóðkirkjuprestar mega vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra og mega neita samkynhneigðum um þjónustu.

Þetta er svona pínu svipað eins og ef bandarískt rútufyrirtæki árið 1963 hefði sagt: "Við höfum tekið skýra afstöðu með blökkumönnum og réttindabaráttu þeirra", en gefið bílstjórum sínum "samviskufrelsi" til að neita að aka með svarta farþega.


mbl.is „Hver einstaklingur er dýrmætur í augum Guðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þess má kannski til gamans geta að ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Franklin Graham hafi rétt á eftir þessari ræðu biskupsins sagt í ræðu sinni að allt kynlíf utan hjónabands karls og konu væri synd.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.9.2013 kl. 18:14

2 Smámynd: Aztec

Ef svo er, Hjalti, þá fæddist Jesús í synd, því að hann fæddist utan hjónabands. Þ.e. María og Jósef stunduðu kynlíf, áður en þau voru gift, gátu ekki setið á sér. Af þeim þrem einstaklingum sem hér koma við sögu, María, Jósef eða Jesús, hver er þá sá syndugi?

Því að sama reglan getur ekki verið í gildi fyrir suma en aðra ekki. Þessi Franklin Graham minnir dálítið á Ted Haggart, gaurinn sem bölsótaðist út í samkynhneigða og aðra "syndgara", en var svo sjálfur tekinn með buxurnar á hælunum með karlmanni. Hræsnin í fyrirrúmi.

Aztec, 29.9.2013 kl. 21:28

3 identicon

Er hjónabandið ekki tímaskekkja? Afhverju þarf fólk sem elskar hvert annað, í raun og veru, að fá löggjöf um hvernig það deili arfi, og hvað það græði mikið á því fjárhagslega, við húsnæðiskaup og fleira, að taka saman, og annan afslátt sem hægt sé að fá, miðað við einstaklinga? Og ef það treystir hvert öðru í alvörunni, afhverju þarf þá klausu um "hjúskaparbrot"? Og ef það aðhyllist einhverja siði eða trúarbrögð og vill fá einhvern helgan mann til að blessa sig, eða "bara einhvern" til að segja til hamingju á formlegri hátt og halda svo veislu, afþví það er svo "íhaldsamt", afhverju á það að koma ríkinu við? Á ríkið að skipta sér af því hvað fólk gerir í svefnherberginu og setja um það sérstök lög, fyrir utan að banna nauðganir? Er hjónaband ekki bara óþarfi. Og ef þér finnst það ekki, geturðu ekki sjálfur ráðið einhvern gúrú til að gifta þig, í friði fyrir ríkisvaldinu?

? (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 21:49

4 identicon

Erum við ekki vaxin upp úr því, sem samfélag, að kóngsi og drottningin þurfi sérstaklega að blessa og samþykkja allt okkar háttalag? Erum við fullorðin eða þarf að biðja mömmu og pabba um leyfi? Erum við frjáls, eða þarf að biðja landeigandann um leyfi? Afhverju vill fólk gifta sig? Afhverju vilja þeir sem vilja aðskilja ríki og kirkju samt lögfesta sem fastast öll sambönd? Er ekki betra að ganga lengra og aðskilja ríki og einkalíf, nema um sé að ræða alvarlega glæpi?

? (IP-tala skráð) 29.9.2013 kl. 21:52

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Aztec, kristnir menn trúa nú almennt á meyfæðinguna, og ég er nokkuð viss um að Franklin Graham geri það líka. Þannig að hann myndi ekki samþykkja það að María og Jósef hafi stundað kynlíf fyrir hjónaband.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.9.2013 kl. 00:04

6 Smámynd: Aztec

Það er alltaf hægt að hagræða sannleikanum, en þá verður hann lygi. Veit Fr. Graham, að á þessum tíma voru konur sem enn ekki voru giftar kallaðar meyjar? Það þýddi ekki að þær höfðu órofið meyjarhaft.

Auk þess er meyfæðing í dýraríkinu (sem mannfólkið tilheyrir) ekki mögulegt meðal æðri dýrategunda, nema vegna fæðingargalla (mistaka í móðurlífi).

Það sem María og Jósef gerðu var gott, gamaldags kynlíf milli fullkomlegra hraustra einstaklinga, sem gátu ekki beðið. Enda verið trúlofuð árum saman. Enginn veit hvort þau höfðu stundað kynlíf áður og notað coitus interruptus, en í þetta sinn varð óvænt getnaður sem skapaði vandamál, því að þau voru enn ekki gift.

Aztec, 30.9.2013 kl. 00:34

7 Smámynd: Aztec

Þótt Jesús hafi ekki haft yfirnáttúrulega hæfileika, en verið af holdi og blóði og mannlegur sem slíkur, rýrir það hvorki manngildi hans né þýðingu hans fyrir samtíð sína, síður en svo. 

Aztec, 30.9.2013 kl. 00:54

8 Smámynd: Einar Karl

Ég tók út athugasemd eftir Jón Val Jensson.

Hann hefur ekki leyft mér að skrifa athugasemdir á sinni síðu í mörg ár.

Einar Karl, 30.9.2013 kl. 15:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú skrifaðir athugasemdir á mína síðu í mörg ár, án þess að ég væri að skrifa neinar athugasemdir sem heitið gætu á þína síðu. Svo fórstu yfir strikið í stóryrðum, eins og við var að búast, og varðst að víkja, eins og á er skilið í skilmálum innleggja hjá mér. Nú varstu bara að hefna þín, sýnist mér!

En viðkvæmur ertu kannski umfram allt fyrir minni gagnrýnisrödd, það er "skiljanlegt". Innleggið er hér, ég geymdi það í afriti:

http://patent.blog.is/blog/patent/entry/1317201/#comment3468128

Þvílíkt rugl og guðlast sem þú setur hér á þessa síðu, María Guadalupe Palma Rocha, en svo heitirðu skv. þinni höfundarsíðu (http://aztec.blog.is/blog/aztec/about/). Og ekki gefurðu þeirri, sem þú dregur í raun nafn þitt af, mikinn heiður hér, heldur skrifarðu þvert gegn heimildunum um hana, Jósef og Jesúm frá Nazaret.

Svo er kannski rétt að spyrja: Fyrst þú kallar þig "Aztec" hér, um leið og þú hnjóðar með grófum hætti í kristna trú, finnst þér þá sæmd í því að minnast milljóna beinna mannfórna Azteka gegnum aldirnar? Þetta stöðvaði kristindómurinn, en þú mættir þér til upplýsingar lesa t.d. þetta: latinamericanstudies.org/aztecs/sacrifice.htm og þetta: wynja.com/arch/aztec.html og dsc.discovery.com/news/briefs/20050124/aztec.html á netinu.

Hjalta get ég hins vegar frætt um hitt, að hvergi í allri dagskrá Hátíðar vonar í gær var eitt aukatekið hnjóðsyrði mælt um samkynhneigða, jafnvel ekki vikið að þeim! (ég var þarna). So what's all this fuzz about?!! En það er ekki að spyrja að Einari Karli!

Jón Valur Jensson, 30.9.2013 kl. 15:15

Jón Valur Jensson, 30.9.2013 kl. 17:29

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var reyndar á Hátíð vonar í fyrradag.

Jón Valur Jensson, 30.9.2013 kl. 17:32

11 Smámynd: Aztec

Jón Valur, fyrst þú skrifar um mannsfórnir, hvað með ódæðisverk kaþólskra Jesúíta á frumbyggjum á eyjum í Karíbahafi þar sem 12 milljónir indíana voru pyntaðir og myrtir í nafni Jesú Krists? Ekki var Jesú sýndur mikill heiður með því. Og sem kaþólska kirkjunni fannst alveg sjálfsagt, því að skrifleg kvörtun frá Bartolomeo de las Casas varðandi fjöldamorðin til biskupa á Spáni var hunzuð.

Eða hvað með morðin á fleiri hundruð þúsund kristinna manna, kvenna og barna í Suður-Frakklandi, sem páfinn í Róm fyrirskipaði að ætti að drepa einungis vegna þess að fólkið vildi ekki fylgja páfanum að málum? Það er kaþólska kirkjan sem hefur einar blóðugustu hendur í mannkynssögunni. Þessi ódæðisverk kirkjunnar manna voru mörgum sinnum verri en mannsfórnir Azteca.

Að skrifa sannleikann um hinn raunverulega Jesú er kannski guðlast í þínum augum, en við sættum okkur fyllilega við það.

Aztec, 30.9.2013 kl. 18:08

12 Smámynd: Aztec

Jón Valur, það sem við höfum skrifað og sem eru tilvitnanir í bók Barböru Thiering rýrir á engan hátt manngildi Jesú né þýðingu hans fyrir samtíma sinn, enda var hann mjög merkur maður. En yfirnáttúrulegur var hann ekki, hann var mannlegur eins og allir aðrir.

Barbara Thiering er guðfræðingur og rannsakaði öll skjöl frá þessum tíma yfir tveggja áratuga skeið áður en hún gaf út bók sína, þar sem ýtarleg skírskotun er til heimilda, flest af þeim sömu heimildir sem NT var byggt á, en túlkuð á veraldlega vísu. Aðrir guðfræðingar ættu að taka sér sannleiksást hennar og heilindi til fyrirmyndar.  

Aztec, 30.9.2013 kl. 19:00

13 Smámynd: Einar Karl

Þessi pistill fjallar reyndar ekki um hátíð vonar, heldur um yfirýsingar biskups Íslands sem standast ekki skoðun.

Það er vissulega minnst á bókstafstrúarpredikarann Franklin Graham, sem barist hefur ákaft í sínu heimalandi gegn öllum hjónavígslum samkynhneigðra, hvort sem vígslur fari fram borgaralega eða undur trúarlegum formerkjum.

M.ö.o., Franklin Graham er á móti borgaralegum réttindum samkynhneigðra.

Einar Karl, 30.9.2013 kl. 23:14

14 Smámynd: Aztec

Þá er óhætt að segja, að athugasemdir okkar sumra falla langt út fyrir efni færslunnar.

En er það ekki rökrétt að álykta, að fyrst Alþingi hefur samþykkt lög um að samkynhneigðir megi gifta sig í kirkju, þá verði ríkiskirkjan, sem hefur fengið umboð til að vígja hjón saman, að leyfa þannig hjónavígslur í öllum kirkjum alveg óháð mómælum sumra presta eða sleppa ríkisspenanum að öðrum kosti? 

Aztec, 30.9.2013 kl. 23:59

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalta get ég hins vegar frætt um hitt, að hvergi í allri dagskrá Hátíðar vonar í gær var eitt aukatekið hnjóðsyrði mælt um samkynhneigða, jafnvel ekki vikið að þeim! (ég var þarna). So what's all this fuzz about?!! En það er ekki að spyrja að Einari Karli!

Jón Valur, ég var þarna líka. Sá þig þarna í miðri stúkunni. Hann notaði ekki orðið "samkynhneigð", en það var augljóst hvað hann var að tala um á einum tímapunkti.

Aztec, ég geri mér alveg grein fyrir því að það þarf tvo til. En kristið fólk trúir því ekki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2013 kl. 00:30

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þá veiztu það eins vel og ég, Hjalti, að hann Graham mælti ekki eitt aukatekið hnjóðsyrði um samkynhneigða -- engar árásir né skammir. Hitt er vitaskuld rétt, að hann hvikar ekki frá því, að kynlíf sé innan hjónabandsins (og þá hjónabands að fyrirsögn Guðs og Jesú Krists: milli manns og konu. Í vörnum hans fyrir þessu er hann reyndar með "linari vörnina" í málinu, og mættu þá sumir ætla, að hann telji samkynja mök engu meiri synd en önnur mök utan hjónabands; en annað segir Ritningin.

Einar Karl, með því að meina samkynhneigðum hjónaband er ekki frekar verið að svipta þá eðlilegum mannréttindum heldur en t.d. þegar systkinum, feðginum eða mæðginum er bannað hjónaband -- eða blindum meinað að fá bílpróf. Persónuleg virðing viðkomandi lætur ekki á sjá við þetta eðlilega skipulag flestra þjóða.

"Aztec" þú svaraðir ekki spurningu minni: "finnst þér þá sæmd í því að minnast milljóna beinna mannfórna Azteka gegnum aldirnar?" Þessi trúarbrögð iðkuðu það jafnvel að drepa 25.000 manns á hverju ári í beinum, trúarlegum MANNFÓRNUM.

Kristin kirkja hefur ALDREI stundað trúarlegar mannfórnir, en það gerðu Aztekar og eins ásatrúarmenn, jafnvel hér á Íslandi.

Stríð (norður-)franskra manna gegn Albígensum og Valdensum komast aldrei í hálfkvisti við beinar mannfórnir Aztekanna, sem þú vilt þó draga nafn af! (hvers vegna?).

Fullyrðing þín um "morðin á fleiri hundruð þúsund kristinna manna, kvenna og barna í Suður-Frakklandi, sem páfinn í Róm fyrirskipaði að ætti að drepa einungis vegna þess að fólkið vildi ekki fylgja páfanum að málum," ber ekki aðeins vitni um einföldun þína á flóknari sögulegum atburðum, heldur er þessi tala, sem þú nefnir, hvergi staðfest af heimildunum. Hertaka og slátrun fólksins í borginni Béziers, þar sem 15-20.000 voru drepnir, allir íbúarnir (jafnvel kaþólskir líka), kemst hins vegar lengst í grimmdinni, ásamt því, að nokkur hundruð munu hafa verið brennd (annars staðar).

Ýmsir páfar hafa vissulega brotið af sér á stundum gegn fólki og þjóðum, því er ég ekkert að neita. En það er ekki partur af kaþólskri trú né trúariðkun.

Jón Valur Jensson, 1.10.2013 kl. 05:04

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varðandi þessa Barböru Thiering, sem "Azrec" metur svo mikils, er óvitlaust að vitna hér í Wikipediu-greinina um hana:

While Thiering's thesis attracted some controversy in the media when Jesus the Man was published in 1990, her ideas have not received acceptance by many of her academic peers. In a response to a letter Thiering wrote to The New York Review of Books, objecting to a review by Dead Sea Scrolls and Jesus scholar Géza Vermes, Vermes outlined the academic reception of her work stating:

"Professor Barbara Thiering's reinterpretation of the New Testament, in which the married, divorced, and remarried Jesus, father of four, becomes the "Wicked Priest" of the Dead Sea Scrolls, has made no impact on learned opinion. Scroll scholars and New Testament experts alike have found the basis of the new theory, Thiering's use of the so-called "pesher technique", without substance."[2]

In 1993 N. T. Wright, New Testament historian and former Bishop of Durham, wrote:[3]

It is safe to say that no serious scholar has given this elaborate and fantastic theory any credence whatsoever. It is nearly ten years since it was published; the scholarly world has been able to take a good look at it: and the results are totally negative.

James F. McGrath, an Associate Professor in the Religion and Philosophy department at Butler University in his 1996 review of the book states that Thiering's thesis lacks proof ... 

Jón Valur Jensson, 1.10.2013 kl. 05:13

18 Smámynd: Einar Karl

Jón Valur talar eins og hernám og landrán Spánverja í Mið- og Suður-Ameríku hafi verið hrein manngæska. Það verður að teljast æði sérstök söguskoðun.

En ég skal leyfa þér að skrifa hér á síðu minni, Jón Valur.

Einar Karl, 1.10.2013 kl. 10:51

19 Smámynd: Aztec

Jón Valur, lestu þetta:

"From 1208, a war of terror was waged against the indigenous population and their rulers: Raymond VI of Toulouse,  Raymond-Roger Trencavel, Raymond Roger of Foix in the first generation and Raymond VII of Toulouse, Raymond Trencavel II, and Roger Bernard II of Foix in the second generation. During this period an estimated 500,000 Languedoc men women and children were massacred - Catholics as well as Cathars. The Counts of Toulouse and their allies were dispossessed and humiliated, and their lands annexed to France.  Educated and tolerant Languedoc rulers were replaced by relative barbarians;  Dominic Guzmán (later Saint Dominic) founded the Dominican Order and soon afterwards the Inquisition, manned by his Dominicans, was established explicitly to wipe out the last vestiges of resistance. Persecutions of Languedoc Jews and other minorities were initiated;  the culture of the troubadours was lost as their cultured patrons were reduced to wandering refugees known as faidits."

Heimild: http://www.cathar.info/

Aztec, 1.10.2013 kl. 11:28

20 Smámynd: Aztec

Þessi fjöldamorð voru fyrirskipaðar af páfanum í Róm, Innocentius III.

Aztec, 1.10.2013 kl. 11:30

21 Smámynd: Aztec

"James F. McGrath, an Associate Professor in the Religion and Philosophy department at Butler University in his 1996 review of the book states that Thiering's thesis lacks proof ... "

Orð hlutdrægna manna, sem þessi prófessor er, er ekki hægt að taka alvarlega. Það eina sem dugar eru hlutlausir aðilar með þekkingu á efninu, sem ekki hafa myndað sér skoðun fyrirfram, og sem geta komið með mótrök. Hér er því ekki til að dreifa. Hefðbundnir guðfræðingar, sem hafa það sem útgangspunkt og trúa því einlæglega, að allir þessir yfirnáttúrulegu hlutir í Nýja Testamentinu gerðust í raun og veru, geta aldrei verið hlutlausir og áreiðanlegir heimildamenn. Því að þeir eru og verða alltaf á móti öllum skrifum sem grafa undan viðteknum kenningum kirkjunnar.

Aztec, 1.10.2013 kl. 11:41

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi "heimild" þín, Aztec, um "estimated 500,000 Languedoc men women and children were massacred", stenzt ekki og fær engan hljómgrunn í sagnfræðiritum. Og jafnvel Níels Dungal, í allri sinni neikvæðni gagnvart kaþólsku kirkjunni (og notandi rit sem gagnrýndu hana), segir jafnvel, um krossferðina gegn Albigensum og Kathörum, í sinni Blekkingu og þekkingu, s. 278: "Kaþólska kirkja höfðar stríð á hendur villutrúnni, og veit enginn, hve mörg þúsund manna hafa verið drepin þarna."

Krossferðin var fyrirskipuð af páfanum í Róm, Innocentiusi III, en ekki slátrun allra í Béziers, þ.m.t. kaþólikka. Innocentius bar þarna sína þungu ábyrgð, ekki kirkjan sem slík.

Og Einar Karl, ég hef hvergi "tala(ð) eins og hernám og landrán Spánverja í Mið- og Suður-Ameríku hafi verið hrein manngæska." Ég benti hins vegar á, að árleg mannblót Azteka lögðust þá af.

Ennfremur hef ég ritað, að "þau 'theokratísku' (Guðsríkis-) samfélög, sem Jesúítar skópu í Paragúay og Úrúgúay á 17. og einkum fyrri hluta 18. aldar, voru ... mikið framfara- og manngæzkuríki, þar sem frumbyggjarnir stunduðu nytsamar iðnir undir leiðsögn Jesúíta-trúboðanna og allir deildu með sér eigum sínum, unz efnishyggja og gróðafíkn veraldlegra höfðingja gerði áhlaup á það samfélag."

Jón Valur Jensson, 2.10.2013 kl. 13:59

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar Karl, það er alveg rétt hjá þér, að "yfirýsingar biskups Íslands" um hjónaband samkynhneigðra "standast ekki skoðun," og það sem verra er, þær standast ekki prófraun Ritningarinnar og kristinnar trúar síðustu 20 aldir (sbr. marga ritningartexta í NT einu saman, einnig Didache o.fl. rit.

Frú Agnes hefur enga kristilega heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband.

Uppreisnarlið róttækra líberalista og illa upplýstra sauða í prestastétt (þetta er ekki niðrunarorð: sauðir, því að sauðirnir eiga að vera leiðandi, og íslenzkir forystusauðir a.m.k. eru fluggáfaðir! -- a.m.k. með betri náttúrugáfur en líberalistaprestarnir!) vann beint gegn kristnum sið og orðum Krists og postulanna með þessum gerningi og fór sínu fram með því að sniðganga um leið algerlega hjörð hinna trúuðu -- leikmenn voru einskis spurðir!!!

Þegar menn fara að átta sig á ófarsælum áhrifum gerningsins frá 2010, verður trúlega uppreisn innan Þjóðkirkjunnar vegna þessara mála. En það er vonlaust að gera ráð fyrir henni frá "elítunni" sem fekk að ráða 2010, makráðum hálaunaprestunum, spilltum eða knosuðum af tengslum við ríkisvaldið.

Jón Valur Jensson, 3.10.2013 kl. 01:34

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar minn Karl, ég veit að það er áraun fyrir þig að hafa mig hér sem gest, svo að ég vil þá gjarnan draga mig í hlé; aðrir geta þá kannski svarað í stað mín.

Þakka umræðuna.

Jón Valur Jensson, 3.10.2013 kl. 01:50

25 identicon

Ég er efnislega sammála þessum pistli þínum Einar Karl, skýr afstaða er ekki hjá þjóðkirkjunni heldur hjá nokkrum, kannski meirihluta og stjórn þjóðkirkjunnar varðandi hvort vígja eigi í "hjónaband" samkynja fólk. Trúlega fengir þú sömu niðurstöðu hjá málfræðingum ef orðið hjónaband yrði krufið þá kæmust þeir að þeiri niðurstöðu að aðeins væri um samband karls og konu að ræða. Þessu er samt þvíngað uppá almenning að breyta merkingu orðsins "hjónaband"!

Prestar lögðu til á Húsavíkurráðstefnunni að kenninganefnd kirkjunnar færi yfir málið og skilaði niðurstöðu. Kenninganefdnin fékk aldrei málið til umfjöllunar heldur tók biskup við málinu og "kláraði" en hann einn hefur ekki kennivaldið.

Svo vegna þeirrar umræðu sem aðrir hafa lagt til varðandi Yngismærina, getnað Jesú og kynlíf utan hjónabands þá vil ég segja þetta. Hin postulega tilskipun þar sem siðum kristninnar er skilað til safnaðarins þá er þetta sagt: "Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður enn það sem nauðsynlegt er. Þið skuluð halda yður frá kjöti, fórnað skurðgoðum, kjöti af köfnuðum dýrum, blóði og saurlifnaði (pornea). Ef þér varist þetta þá vegni yður vel!"

Orðið Pornea/ saurlifnaður á við um hverskonar kynferðissaband sem er utan hjónabands. Þá erum við að tala um mjög vítt háttarlag. Kynferðissambandið sem Guð lagði til við hinn fyrsta mann náði aðeins til konu hans. Guð skapaði honum ekki kvennabúr, börn, frillur, stráka/menn eða dýr af því að hann var í Paradís. Guð gerði sín verk skv. sínum vilja. Það er kenning kirkju og kristni.

Að Jesús skuli hafa fæðst af mær er eitt af tóknunum eða spádómunum sem sönnuðu að Jesús væri til kominn á yfirnáttúrulegan hátt. Í Jesaja er þessu spáð og þá er notað orðið "alma" sem þýðir, ung stúlka, mær, óspjölluð stúlka. Ef einhver heldur að engu skipti um meyjarhaft eða hvort Jósef og María hafi ekki verið byrjuð að eiga kynlíf þá kemur það inní söguna þegar Jósef vildi skilja við hana af því að hún var með barni. Hefði hann viljað skilja ef þau hafi verið saman áður?

Svörin við hugdettum (bulli á stundum) liggja í hinum fornu textum sem þið megið alveg kynna ykkur og tefla þeim fram ykkur til upplýsinga.

k.kv

Snorri í Betel

snorri (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 14:18

26 Smámynd: Aztec

Snorri, það fyrirliggur engin sönnun fyrir því að Jesús væri kominn til á yfirnáttúrulegan hátt. María var ekki börnuð af neinum "heilögum anda", heldur af Jósef, sem hún var trúlofuð. Og hvar stendur, að Jósef hafi viljað skilja við hana af því að hún hafi verið ólétt? Af barninu hans sjálfs, sem því miður kom undir áður en þau næðu að gifta sig (og sem varð þrætuepli í mörg ár um hvort Jesús, sem var þannig óskilgetinn (þ.e. var getinn utan hjónabands) ætti að erfa "konungdæmi gyðinga" eða hvort það yrði yngri bróðir Jesú.

Hið rétta er að skv. siðvenjum Essena, sem Jósef og María tilheyrðu, þá fóru menn sem gegndu mikilvægum hlutverkum innan trúarhreyfingarinnar, eins og Jósef gerði, og lifðu nokkur ár í skírlífi aðskildir frá fjölskyldunni eftir fæðingu frumburðarins og þangað til þeir sneru aftur til eiginkvenna sinna eftir 3 eða 6 ár. Svo að um þannig skilnað hefur verið að ræða, en ekki lögskilnað.

Aztec, 3.10.2013 kl. 19:20

27 Smámynd: Einar Karl

Inntak orða breytist þegar fyirbærin sem orðin lýsa þróast og breytast. Hugtakið HJÓNABAND er auðvitað fyrst og fremst lýsing á fyrirbæri í samfélaginu, það fyrirbæri er ekki skilgreint af málfræðingum.

Alveg með sama hætti getur verið forvitnilegt að velta fyrir sér orðinu 'brúðkaup' sem samkvæmt málfræði og orðanna hljóðan virðist lýsa kaup á brúði, en ekki vígslu og sáttmála tveggja jafnrétthárra einstaklinga, sem er það sem fyrirbærið brúðkaup er í dag.

Það er ekki verið að þvinga almenning til eins né neins. Mikill meirihluti almennings felst á sjálfsagðar kröfur samkynhneigðra að fá að giftast.

Þú fékkst að gifta þig; Snorri Óskarsson, af hverju ættir þú að vilja meina öðrum það?

Einar Karl, 3.10.2013 kl. 21:30

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru líklega þín Barböru Thiering-fræði, Aztec.

Og af hverju ertu svona hrifin af Aztekum?

Þú dæmir hér um heimildirnar um Jesúm, er virðist ekki sjá það, sem blasir við á fyrstu bls. í hverju Nýja testamenti, Mt.1.18 o.áfr.:

"Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar [orðrétt: réttlátur], vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda."

Þarna sérðu nú orð þín (" Og hvar stendur, að Jósef hafi viljað skilja við hana af því að hún hafi verið ólétt?") afsönnuð.

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 01:18

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

b>en virðist ekki sjá það ...

átti að standa hér.

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 01:19

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

en !

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 01:20

31 Smámynd: Einar Karl

Varðandi meinta meyfæðingu þá er óþarft að rífast um það. Þetta er goðsögn og sem slík falleg, ef maður lítur á kynlíf sem eitthvað óhreint, og alveg sérstaklega kynlíf kvenna.

Líffræðin útilokar að svona geti gerst í alvörunni.

Einar Karl, 4.10.2013 kl. 07:38

32 Smámynd: Aztec

Jón Valur, að það standi í NT er ekki nein sönnun. Aftur á móti hefur Barbara Thiering með áralöngum rannsóknum sínum sýnt fram á rangfærslurnar í NT, vegna þess að það á ekki að skilja bókstaflega það sem stóð í þeim skjölum sem liggja til grundvallar NT, enda skrifað á táknrænu máli. Það sem liggur bak frásögnunum, sem er mun jarðbundnara, er það sem er sennilegra. Við höfum áður vitnað í bók Thierings og munum gera það aftur í sambandi við meint atvik, enda hefur enginn getað sannað með óyggjandi hætti nein ósannindi í bók Thierings. Við höfum sjálf aldrei séð heimildarrit sem er svo sjálfum sér samkvæmt og með svo ýtarlegum tilvísunum í heimildir, þótt það sé byggt á gríðarlega flókinni menningu gyðinga og flestir fræðimenn myndu gefast upp á öllum þessum flækjum varðandi helgisiði, sífelldu hringli með tímatal o.fl.  

Tilvísun í NT er auðvitað engin sönnun gegn riti Thierings, sem hefur sýnt hvernig NT er byggt á rangtúlkun á Dauðahafsrullunum og öðrum skjölum, því að það myndi vera svipað og að staðhæfa, að allt sem stæði í Íslendingasögunum væri dagsatt, því að það stæði í Íslendingasögunum.

Ég skora á þig, Jón, að taka eitthvað atriði úr bók Thierings og með vísan í staðreyndir (ekki biblíuna) sýna fram á það að hún hafi rangt fyrir sér.

Aztec, 4.10.2013 kl. 12:57

33 Smámynd: Aztec

Hins vegar er þetta blogg sennilega ekki vettvangurinn fyrir þessa umræðu, því að eins og eigandi síðunnar, Einar, hefur bent á, þá fjallar færsla hans um allt annað. En við getum haldið áfram hér ef hann leyfir það.

Aztec, 4.10.2013 kl. 13:02

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Líffræðin getur ekki útilokað kraftaverk Skaparans sjálfs, Einar Karl.

Og kraftaverk hans eru mörg.

Meyfæðingin ber ennfremur EKKI einkenni goðsagna, eins og evrópskir guðfræðingar gætu kennt þér, "Aztec".

Barbara Thiering er eðlilega ekki hátt skrifuð í Nýjatestamentisfræðum, og fullyrðingar hennar eru ævintýralegri en jafnvel bókstafstrú á Nýja testamentið (NT) gæti nokkurn tímann kallazt.

Og svar þitt er ekkert svar við þeirri staðreynd, sem ég benti þér á, að strax á 1. bls. NT er afneitun þín á því, að Jósef hafi viljað skilja við Maríu af því að hún hafi verið ólétt, hrakin í guðspjallinu. Þú hefur ekkert svar við ábendingu minni.

Og hvað dregur þig svona að Aztekum? Ef þú ert ættuð frá þeirra svæði, má koma hér með hliðstæðu: Ætti þá ungur Þjóðverji í dag að dragast að nazisma?!

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 13:27

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna var ég reyndar enn að svara Einari Karli í 2. málsgrein minni og hefði ekki átt að ávarpa Aztec þar, heldur í þeirri næstu á eftir.

Jón Valur Jensson, 4.10.2013 kl. 13:28

36 Smámynd: Aztec

Bara af því að ég hef valið Aztec, þýðir ekki að ég sé hlynnt mannsfórnum. Hins vegar rennur Aztecablóð í æðum mínum og það skammast ég mín ekkert fyrir, enda var menning Aztecanna háþróuð (burtséð frá mannsfórnunum).

Aztec, 4.10.2013 kl. 13:39

37 identicon

Viva Mexico!

Allar þjóðir hafa gerst sekar um glæpi, heimsku og villimennsku.

Mexíkó er ein merkasta þjóð sögunnar og það er dæmi um heimsku og þröngsýni Íslendinga að ráðast að þér með svona athugasemdum og dæma heila menningu út frá svona atriði.

Hér kemur Jón Valur líka upp um sig, því ef hann væri "sannur kaþólikki" þætti honum fóstureyðingarnar á Íslandi ekkert fallegri en mannfórnir og enginn raunverulegur stigsmunur þar á.

P (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 01:52

38 identicon

Það er annars sannað að sumir ættbálkar kelta, forfeðra vorra, stunduðu mannfórnir, og norrænir menn gerðu það líka, þó það virðist hafa verið sjaldgæfara. Vitað er með vissu að þær voru stundaðar í Þýskalandi og víða í Mið-Evrópu líka. Það þarf ekki mikinn snilling til að sjá að þar voru þær reyndar síðast stundaðar fyrir örfáum áratugum, og þá bara kallaðar eitthvað annað. En villimennskan var söm við sig, bara klædd í hræsni, og ekki halda það gæti ekki gerst aftur, strax á morgunn. Aldrei treysta "Evrópumönnum".

P (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 01:55

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér þykja fóstureyðingarnar á Íslandi engu skárri en mannfórnir, P.!

Reyndar birtist ótrúleg grimmd í þessum mannfórnum. Í fósturvígum reyna menn hins vegar að fela fyrir sér, hvað verið er að gera þar, og margir lifa í blekkingu.

Ég birti eitt sinn á Moggabloggi mynd af sundurtættu fóstri, þar sem líkamshlutunum hafði verið raðað saman. Það var mér "verðlaunað" af blog.is með því að viðkomandi vefsíða var sett í refsibann í nokkrar vikur. Ég birti svo sömu mynd á Kirkjunetinu, HÉR, og þar sást myndin (ásamt annarri af fóstri í líknarbelg) um tíma, en síðar mun vefsíðan, sem myndin var tekin af, hafa verið lögð niður, þannig að fyrri myndin hvarf af Kirkjunetinu.

Þetta eru dæmi um feluleik manna með fósturdeyðingar. Allt samfélag okkar er hins vegar ábyrgt fyrir þessum barna- og fósturfórnum, með ýmsum hætti; og jafnvel þögnin hrópar!

PS. Fr. Palma Rocha (Aztec), ég vil á engan hátt gera lítið úr þjóðerni þínu né ætterni, og gangi þér allt til góðs hér á Íslandi.

Jón Valur Jensson, 7.10.2013 kl. 00:20

40 identicon

Hvað er verra við að kalla sig Aztec en "Víking". Aztec var alvöru nafn á alvöru þjóð, sem er ekki til lengur frekar en Assýríumenn, Föníkíumenn, eða nokkur önnur fornþjóða Biblíunnar (með einni einustu undantekningu), Gotar, Prússar eða Piktar. Aztecar voru þjóð af svipuðu tagi og Þýskaland, það er að segja merk menningarþjóð sem bar höfuð og herðar yfir aðra, sem úrkynjaðist siðferðilega og hafði óendanlegan viðbjóð og myrkraverk á samvisku sinni. Sú þjóð er ekki lengur til í sömu mynd, eins og fer alltaf fyrir þeim sem lifa ekki í samhljóm við ákveðin lögmál, þær hverfa, og aðeins þessar fáu sem lifa í samhljómi við þau, umfram aðra, þó á ófullkominn hátt sé, fá að vera hér áfram, og því eru flestar fornar þjóðir löngu horfnar. Flestar þjóðir nútímans munu líka hverfa og það fyrr en við höldum, á tímum hraðari breytinga en áður. Mexíkani er ekki það sama og Azteci, nei, því Aztecar eru horfnir. Það er þó virðulegra og flottara að kalla sig Azteca en "víking", því "víkingur" stendur ekki fyrir nokkurn þjóðflokk, þjóð eða menningu, enda var þorri manna hér aldrei "víkingar", heldur var það orð eingöngu notað um þá sem "fóru í víking", sem merkti að þeir rupluðu, rændu og nauðguðu, frömdu mannrán og hnepptu menn í þrælahald, og því teiknuðu Írar þá með horn á höfðinu (í reynd höfðu víkingar aldrei horn á hjálmunum). Samt kalla sumir Íslendingar sig "víkinga" af hálfvitahætti og grínast með þetta við ferðamenn eins og þetta sé eitthvað fyndið. Aldrei dytti Ítölum í hug að kalla sig "Mafíósa", er það? Það mætti halda við Íslendingar hefðum annað hvort enga sjálfsvirðingu eða afskaplega takmarkaða greind. Það er ekki okkur sjálfum að þakka að við erum enn til sem þjóð.

[][][] (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband