27.10.2013 | 17:58
Ayn Rand: 'Undirstaðan' - FRAMHALD
Róttæki einstaklingshyggjusinninn Ayn Rand skrifaði skáldsöguna 'Undirstaðan' (Atlas shrugged), sem þýdd hefur verið á íslensku og fjallar um að hinir ríku sem bera samfélagið á herðum sér (eins og gríski guðinn Atlas forðum) segja STOPP og stinga af, til að þurfa ekki að halda uppi alls konar aumingjum og sníkjudýrum samfélagsins.
Ýmsir frjálshyggjumenn hafa mikið dálæti á þessari bók, og telja hana einskonar framtíðarspá um það sem gæti gerst ef vestrænar ríkisstjórnir hætta ekki geigvænlegri skattpíningu á ríka fólkinu, fólkinu sem "skapar verðmætin". (Þetta með að ríkasta fólkið skapi verðmæti samfélagsins eru ekki mín orð, heldur stjórnmálafræðiprófessors við Háskóla Íslands, svo þeim ætti að mega treysta.)
Í framhaldsbókinni, 'Undirstaðan II' (sem Ayn Ran náði ekki sjálf að klára) snýr hins vegar ríka fólkið aftur tilbaka.
Í útópíska ríkafólks-landinu var nefnilega enginn til að þrífa klósett, enginn til að gera við bíla, enginn til að hirða garða og slá gras, enginn til að byggja hús, enginn til að leggja vegi, enginn til að afgreiða á kassa í matvöruverslunum, enginn til að fylla á hyllurnar, enginn til að keyra vörubíla, enginn til að vinna í verksmiðjum, enginn til að rækta korn eða slátra nautgripum, enginn til sauma föt, enginn til að setja saman iPad tölvur, enginn til að steikja hamborgara og þjóna á veitingastöðum, enginn til að keyra ruslabíl.
Það er nefnilega ekki þannig að bara ríka fólkið haldi samfélaginu gangandi og geri allt.
Farandverkamenn í Bandaríkjunum.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekkert endilega rétt hjá þér. Tök eitt dæmi. Ísrael er í dag eitt mesta fjölmenningarsamfélag heimsins og það allra fjölmenningarlegasta í sínum heimshluta. Þeir fluttu meðal annars inn hundruðir þúsunda frá fátækustu ríkjum Afríku og eiga því heimsmetið í innflutningi fólks frá þessum ríkjum heimsins allra óvelkomnasta fólks. Og enginn hafði það eins skítt í Eþíópíu og Eþíópískir gyðingar. Ísrael var þó ekki alltaf svona fjölmennnigarlegt. Í upphafi fluttu þangað mest gyðingar af Evrópsku bergi brotnir, þessir fáu en vitru sem sáu þróunina í Evrópu fyrir, og forðuðu sér áður en einn þriðji gyðinga heimsins var myrtur köldu blóði til að framleiða sápur eftir að vera orðinn óvinnufærir sem þrælar. Gyðingdómur hefur frá fornu fari, þrátt fyrir að hafa verið meinað að sækja neina opinbera menntun í hundruðir ára samkvæmt lögum flestra ríkja Evrópu, lagt mikla áherslu á menntun og því voru gyðingar fljótir að sækja sér formlega vestræna menntun líka, um leið og það varð aftur möguleiki. Trúarrit gyðinga, sem eru margfalt fleiri en Biblían, þeim ekki síður mikilvæg og sum mikilvægari, segja beinlínis mönnum að mennta sig og afla sér menntunar. Þetta varð þess valdandi að fyrstu innflytjendurnir til Ísrael voru að langstærstum hluta menntaðir. Þess vegna gerði Zionisminn í árdaga þá kröfu á menntamennina að þeir myndu "fórna sér" fyrir málstaðinn, og það gerðu þeir. Það voru doktorar í vísindum, heimspeki og háspeki sem byggðu upp landið sem áður var talið óræktanlegt og lögðu grunninn að þessu ríki. Þorri fyrstu innflytjendanna gekk sjálfviljugur í störf verkamanna og bænda og sinnti aldrei aftur í lífi sínu þeim störfum sem þeir höfðu hlotið menntun til. Stórhluti þessara manna var líka mjög vinstrisinnaður og þarna var lagður grunnurinn að samyrkjubúunum, sem eru farsælasta dæmið um sósíalíska lifnaðarhætti í heiminum. Á slíkum stöðum er enginn mannamunur, allir hafa jafnar tekjur og deila öllu, og vonast þessir menn til að skapa samfélag þar sem allir fá jafnt kaup, og enginn sinnir neinu nema af hugsjón, hvort sem er vísindastörfum eða landbúnaði, rétt eins og forverar þeirra. Þannig að hvorki ríkt né fátækt fólk þarf að vera til. Það erum við sem samfélag sem höfum valið það, en samyrkjubú og menn með 15 ára háskólamenntun á bakinu og fyrrum prófessorar sem fórna sér samt og vinna "lægstu" störfin í þágu heildarinnar, sýnir líka að enginn þyrfti að fara á mis við menntun eða tilheyra lægri stéttum, bara til að einhver fengist til að vinna á kassanum í Hagkaup eða skúra. Í samfélagi byggt á öðrum gildum hefðu allir góða menntun, sem hefur ómetanlegt gildi fyrir alla menn og allir menn ættu að búa yfir og leggja höfuðáherslu á að afla sér, en einhver myndi samt, ekki bara af fúsum og frjálsum vilja, heldur með ánægju og gleði, velja sér sjálfviljugur það hlutskipti að vinna á kassanum, þar sem einhver þyrfti að sinna því líka og það væri hagur samfélagsins.
Futurist (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 18:31
Dagbók Önnu Frank, um bráðgreinda táningsstúlku sem þrátt fyrir að fá ekki að ganga í skóla stundar sínar eigin rannsóknir á ýmsum hugaðarefnum, með skipulögðum hætti á borð við háaldraðan fræðimann, og heldur dagbók um stjórnmál og siðferðismál, lýsir mjög venjulegum unglingi af þessari þjóð. Hún hefði verið talin undrabarn eða sérvitur hjá flestum öðrum þjóðum, en svona unglingar og börn eru það algengir hjá gyðingum það þykir ekki í frásögufærnandi börnin séu svona greind frekar en brún eða græn augu eða slétt eða hrokkið hár. Það var svona fólk af þessum meiði sem af stærstum hluta flutti til Ísrael, afþví það var hrætt við að börnin þeirra lentu í þessum aðstæðum, og þetta fólk gekk sjálfviljugt í skítverkin, mokaði flór og svitnaði þrátt fyrir langskólamenntun, og leit aldrei á sig sem píslarvotta, heldur gerði þetta með gleði. Þó fáir sæu hryllinginn fyrir alveg eins ógeðslegan og hann varð, og mesta sár sem mannkyninu hefur verið veitt, því síðan hann var framinn hlýtur hver einasti maður að skammast sín fyrir sína eigin tegund og við neyddumst til að horfast í augu við að möguleikar okkar á grimmd eru án takmarka og mesta furða við séum ekki öll búin að kála hvert öðru, þá verður að segjast eins og er að þetta fólk gerði það eina rétta og sannaði að það er ekki óskynsamlegt að vera mátulega ofsóknaróður og varkár í lífinu.
Futurist (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 19:26
Ég á að sjálfsögðu við að fólkið sem flutti til Ísrael gerði það eina rétta. Arfleið Ísraels í framtíðinni verður önnur en við höldum. Í dag tala menn mest um það á neikvæðum nótum, en hlutverk Ísraels og sögu þess í framtíðinni er að vera öðrum hópum manna fyrirmynd af því hvernig þeir eigi að byggja upp eigin samfélög. Það er að segja með þeim hætti að enginn eigi að vera án menntunar, og vinnuframlag allra manna eigi að njóta jafnrar virðingar og vera metið jafn gilt. Enda neyðist enginn lengur til að skúra í upplýstu samfélagi, það verður bara hvert annað starf sem hugsjónafólk gengur í þó það langi kannski frekar að vinna við rannsóknarstörf eða annað sem það hefur menntun og færni til. Þá fyrst verður samfélagið nógu upplýst til að almennar kosningar verði ekki stórslys. Og nógu laust við illsku og mannfyrirlitningu til að stórhluti manna gangi ekki fyrir þunglyndislyfjum lengur.
Futurist (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 19:30
Nú held ég ekki að Ayn Rand hafi verið að lýsa því að hinir ríku stingi af til að stofna sósíalískt samyrkjubú. Þá væri bókin ábyggilega ekki svona vinsæl meðal róttækra frjálshyggjusinna.
Einar Karl, 27.10.2013 kl. 19:32
Eg skil nú barasta ekkert í þessari ísraelsteoríu.
Það er núþannig að eg hef verið í ísrael og hef unnið þar verkamannavinnu.
Á eg að segja fólki hvernig þeir líta á verkamenn ísraelarnir? Eins og sjitt!.
Þeir sjálfir eru flestir í hernum eða einhverri eftirlitsstarfsemi og yfirmannadjobbum - en vilja helst hafa vinnandi hendur frá Asíu eða A-Evrópu, réttindalausa og allslausa - sem þeir fara svo með eins og sjitt ef svo ber undir.
Þessu kerfi vilja sjallar helst koma á hér.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2013 kl. 20:53
Það getur vel verið að þú hafir unnið hjá einhverjum ógeðum Ómar, en þú getur ekki alhæft út frá slíkri reynslu og hún er á skjön við hugsjónir upprunalegu innflytjendanna. Það er Karl Marx og öðrum gyðingum að þakka að þú hefur NEIN réttindi yfirhöfuð sem verkamaður. Það var enginn Aríi sem nennti að standa í slíku fyrir þig, þó þú með þitt Þjóðverja ESB fetish getir auðvitað ekki skilið það. Lestu söguna drengur. Marx, Durkheim. Trotsky, öllum sem stóð ekki á sama um verkamenn, þetta voru allt gyðingar. Jesús Kristur sem sagði það ætti að koma fram við þig eins og mann líka. Þínir forfeður áttu ÞRÆLA og þú ert með 60% írskt þræla DNA. Þakkaðu bara gyðingunum fyrir að vera ekki lengur þræll. Þeir sáu nær alfarið um það einir síns liðs. Og áhrif Marx eru ALLS STAÐAR, hugmynd Sjálfstæðismanna að efnahagskerfið hafi svona rosamikið áhrif, meiri en hugmyndirnar, hvaðan kemur hún? Gettu? Verðurðu hissa? Frá Marx! Milton Friedman og allir hinir gaurarnir sem Hannes Hólmsteinn hefur sem heilagar kýr, þeir eru í grunninn að stórum hluta Marxískt copy/paste, bara búnir að snúa sumu hjá kallinum við. Að hægrisinnuð ríki og miðjusinnuð eins og Ísland hafi samt NEIN réttindi fyrir verkafólk, allt Marx og gyðingunum að þakka, því áhrifin voru svo mikil þau hafa gegnsýrt alla vestræna stjórnsýslu, og meira að segja mikið meir en hjá gerfi "kommunum" í Sovét og Kína. Enda stóð Marx bandbrjálaður upp á samkomu og öskraði "Ég er enginn helvítis Marxisti!" eins og frægt er orðið.
Revolution (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:09
Misskilningurinn hefur greinilega verið að ÞÚ værir sammála Ayn Rand. Ayn Rand var fórnarlamb misnotkunar Slavanna í Sovét á göfugum hugsjónum kommúnismans. Hún var bitur og óhamingjusöm og hafði séð kerfið fara það illa með fólk hún vildi leggja það af, fyrir utan að koma í veg fyrir menn dræpu hvern annan og tröðkuðu á hvers annars rétti. Stórhættuleg hugsjón, en skiljanleg þegar í hlut á maður frá Sovét sem bjó í Bandaríkjunum og umgengst mest fólk sem átti ættingja sem höfðu verið fórnarlömb nazista. Sovét og Nazi Germanía gengu út á að einstaklingurinn væri réttlaus og ætti að fórna sér fyrir heildina. Sem Ayn fannst réttilega ógeðslegt. Enda gengur alvöru sósíalismi alls ekki út á slíkt, en hún bara fattaði það ekki.
Revolution (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:12
Einstaklingurinn að fórna sér, reyndar, jú? En sjálfviljugur og af glöðu geði. Eða ekki. Ísrael á fyrstu árum fyrstu innflytjendabylgju síðustu aldar er dæmi um þá fórn sem við munum sjálfviljug þurfa að færa ef mannkynið á ekki að fara til fjandans, en við erum á góðri leið þangað og ólíkleg til að vera það vitlaus að færa ekki að lokum flest þessa fórn. Sumir verða ekki sammála. Þeir verða bara látnir í friði. Það eru að fara betri tímar í hönd og menn munu fá ógeð á því að vinna bara fyrir græna dollarinn og fara fram á eitthvað meira: alvöru tilgang.
Revolution (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:14
Einar, mér sýnist einhver vera að trölla þig. Fann einusinni eintak af Atlasinum gefins fyrir utan blokkina mína í Princeton. Reyndi að lesa hana en gafst upp. Skilaði henni. Skammaðist mín alltaf aðeins fyrir að nenna ekki að klára hana. En síðar sá ég að William F. Buckley (http://www.youtube.com/watch?v=5KmPLkiqnO8) notaði orðalagið "had to flog myself" um lestur þessarar bókar og þá áttaði ég mig á því að ég er bara ekki nægilega mikill meinlætamaður.
Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:46
Þetta eru áhugaverðar hugleiðingar. Fyrirbærið "ómenntaður maður" á engan rétt á sér, ekki frekar en "ófleygur fugl". Að veita sumum mönnum menntun en öðrum ekki er eins og að klippa af sumum fuglum vængina, nema verra því það er grimmd gagnvart eigin tegund. Menntun, fróðleiksfýsn, þetta er það sem aðskilur manninn frá dýrunum og er hans eðli. Samfélag þar sem hver einasti skúringarmaður, öskukall og verkamaður er ekki með svipaða menntun og aðrir, á því engan rétt á sér frekar en samfélag fugla þar sem vængirnir væru bitnir af sumum fuglunum. Slíkt samfélag er viðbjóðslegt og hlýtur að líða undir lok. Allir menn eiga að hafa grunnþekkingu á sögu, vísindum og öllum andlegum verðmætum. Síðan ættu hæfustu að veljast úr til að sinna þessum störfum sérstaklega, út frá persónuleikaeinkennum. Til dæmis þarf skurðlæknir að vera mjög rólegur og yfirvegaður svo hnífurinn fari ekki að titra við að sjá blóð. Skemmtikraftur þarf að geta komið fólki til að hlægja. Forstjóri að vera mátulega varkár og hafa vit á viðskiptum. Mannamunur á ekki að vera til að öðru leyti en þessu, og það á að líta á það sem forréttindi að fá að þjónustu meðborgara sína, en ekki eitthvað til að hrokast og miklast yfir.
Ingólfur (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:51
Atlas Shrugged er skáldsaga. Hún lýsir að einhverju leyti skoðunum höfundarins, alveg eins og Sjálfstætt Fólk kemur upp um kommúnisma Laxness. En það breytir því ekki að hún er skáldsaga og á ekki að dæma út frá öðrum forsendum en sem slíka. Ég hef ekki lesið hana en finnst fáránlegt til séu menn sem líti á skáldsögu eins og eitthvað til að grundvalla líf sitt á.
Ingólfur (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 22:56
Revolution, sjáðu til, Kibbutzmenningin upphaflega var náttúrulega þess eðlis að það þurfti skipulag til að halda fengnum hlut sem menn tóku sér. Það er barasta allt annað dæmi og önnur umræða.
En eg er engu að ljúga í sambandi við hvernig Israel nútímans er. Margir neita að trúa mér þegar ég lýsi háttalaginu. Eg hafði allt aðrar hugmyndir um Israel - þangað til eg fór og kynnti mér þetta. Eg var í 9 mánuði verkamaður í Israel.
Eg vann með Indverjum, Palestínumönnum, Suður-Afríkönum, Búlgörum, rúmenum, rússum. Sumir þessara manna voru ólöglegir verkamenn aðrir höfðu eitthvað leyfi í gegnum atvinnurekandann. Þetta er oft þannig í Israel að atvinnurekandinn sér fyrir húsnæði og jafnvel fæði - og þá hefur hann bara aææa stjórn í raun á verkamönnunum sem eru á stöndum eins og þrælar. Þeir fá ekkert frí! Halló. Eg vann með muslimskum indverja sem hafði unnið 12-16 tíma hvern einasta dag í 5 ár! 5 ár hvern einasta dag. þetta er bara þrældómur.
Og þó þeir verkamenn sem voru löglegir og inní israelska kerfinu - að réttindin voru eitthvað voðalega skrítin og ólík því sem við eigum að venjast og lítum á sem sjálfsögð.
Þessvegna fer alltaf hrollur um mig, ískaldur hrollur, þegar sjallar vara að tala um verkalýðsmál.
Stéttaskiptingin í Israel er alveg svakaleg. Þar eru palestínumenn lægstir og eg vann með palestínumönnum sem fæddir voru og uppaldir í Israel - sem hvorki voru læsir eða skrifandi. Gyðingar sem koma frá Etópíu og víðar úr afríku eru líka með þeim lægst settu en aðeins ofar en Palestínumenn o.s.frv. Alveg hrikaleg stéttaskipting.
Síðan er mjög í tísku meðal ungs fólks víða að úr heiminum, td. Evrópu, að ferðast til Israels og nota það sem svona stoppistöð, vinna í smá tíma og ferðast svo áfram etc. - það höfðu allir sömu sögu að segja og ég!
Sumir jafnvel festast þarna í einhverri vitleysu. Passa sig ekki nógu vel á Israelunum. Að þarna er auðvitað allt önnur menning en við eigum að venjast.
Oft er talað hér um ágengt fólk o.s.frv. og það þykir þreytandi etc. Í Israel er þetta bara í menningunni. Að ef israeli segir eitthvað eða fer fram á eitthvað við þann sem hann er að tala við og viðmælndinn samþyggir það eða segir ekkert - þá eru miklar líkur til að í næsta skipti gangi israelinn lengra.
Þ.e. það er í menningunni einhvernveginn svona ágengni og frekja. (Og þetta eru ekkert fordómar gegn gyðingum neitt. Eg er bara að lýsa því hvernig israel og israelinn er.)
Þessvegna að ef israeli segir eitthvað - þá á alltaf að segja nei! Í fyrstu. Aldrei að samþyggja neitt án skilyrða. Alltaf að malda í móinn og helst rífast aðeins við þá. Þeir skilja ekkert annað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.10.2013 kl. 23:33
Þetta hljómar hryllilega. Þú getur samt ekki alhæft um þína eigin reynslu og sagt "sko allir sem ég hitti segja að allir negrar séu óþverrar". Þannig talar bara rasisti, en það er öllum löngu ljóst að þú ert rasisti, afhverju annars þessi obsession yfir ljóshærðum sígunum? Sick bara. En það sem þú upplifðir eru líklega áhrif frá nágrannalöndunum ef rétt reynist. Í Saudi Arabíu lifa allir innfæddir lúxuslífi með erlenda þræla. Sama í öllum efnaðri löndum á svæðinu. Þar eru fleiri vandamál en í Ísrael eins og að kvenkyns vinnuafli er oft nauðgað og fer í fangelsi fyrir vikið fyrir "siðleysi". Í Ísrael er aftur á móti ein strengsta nauðgunarlöggjöf heims, og eru 30 ár algjör lágmarksrefsing og nauðgarar mun oftar dæmdir sekir en í öðrum löndum. Enda er þetta eina landið á svæðinu með nein kvenréttindi, og margir helstu frömuðir kvenréttindahreyfingarninnar í árdaga, karlmenn sem konur, voru einmitt gyðingar og skal engan undra. Þorri Ísraela er alla vega ennþá venjulegt fólk, ólíkt Saudíu. Og þó ófullkomið þurfi að vera þá er Ísrael lýðræðisríki og það er fólk af Palestínskum uppruna (sem reyndar kallast ekki Palestínumenn í daglegu tali ef það býr ekki á sjálfstjórnarsvæðunum) á þingi og víðar og hefur öll réttindi. Það hefur aldrei verið neitt annað lýðræðisríki á þessu svæði. En helsti dragbýtur Ísraela er of mikið af innflytjendum af gyðingaættum frá arabalöndum sem hafa tekið upp arabíska siði og misstu af Marx í Austur Evrópu.
Ingólfur (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 00:57
Síðan er alveg sama hvernig þú ferð í kringum það, þú átt þessu fólki allt að þakka, trú þína og siðferði að stærstu leyti. Þeir eiga þér ekkert að þakka þó þú hafir unnið tímabundið fyrir einhvern villimann þarna og þakkir fyrir þig með alhæfingum um heila þjóð. Bíddu bara eftir Merkel og Evrópusambandinu þínu og þú verður færður á bak við lás og slá fyrir að kynda undir "kynþáttahatri" fyrir svona ummæli sem alhæfa upp á heila þjóð. Það er lögbrot í Þýskalandi.
Ingólfur (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 01:00
Mér var aðeins of heitt í hamsi og biðst afsökunar á því. Myndi mæla með því þeir sem fara til annarra landa, en vegna persónuleikabresta tengjast ekkert fólkinu og eignast enga vini, þegji bara yfir því sem þeim finnst um "alla" sem búa þarna, frekar en básúni fordómum. Það er ALLTAF ömurlegt að vera verkamaður. Í dag var frétt um að afgreiðslustúlka fór að gráta á kassanum hér á Íslandi út af dónaskap og fylgdi sögu að það er daglegur viðburður í verslunum hér á landi. Maður hittir ógeð alls staðar ef maður er bara nógu lengi, alla vega ef maður er verkamaður. En sá sem á bara einn alvöru vin eða einn ættingja sem er svartur talar ekki illa um svertingja og segir ekki "au þessir svertingjar". Þannig er það bara og þeir sem hafa farið eitthvert en ekki myndað nein mannleg tengsl eiga ekki að tjá sig mikið. Sérstaklega ekki ef þeir unnu sem verkafólk. Ég þekki marga útlendinga sem vinna á kössum hér heima og þeir bera landi og þjóð allir söguna einstaklega illa. Pólverjar hafa margir tekið þá afstöðu að vilja ekki læra íslensku, afþví viðmót landans er svo ömurlegt og kurteisin engin miðað við það sem þorri Evrópubúa á að venjast. Ég má alhæfa um mína þjóð. Ég hef farið víða og mætt slæmu sem góðu viðmóti og myndi þó aldrei láta hvarfla að mér að alhæfa um þær þjóðir. Er bara ekki nægilega greindarskertur.
Ingólfur (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 01:21
Ingólfur, þýðir ekkert að spila rasistaspilinu. Eg var þarna og ég veit alveg hvernig þetta var. Eg umgekkst fjölda ungs fólks frá Evrópu sem voru í svipuðum sporum og ég - og það höfðu allir sömu sögu að segja. En ok. fólk á erfitt með að trúa þessu ef það hefur ekki reynt það sjálft. Sérstaklega ef haft er í huga hvernig umræðan í vestrænum fjölmiðlum er um Israel. Þá er bara talað yfirleitt eins og um vestrænt ríki sé að ræða. Það er langt frá því.
Vegna áðurlýsts, þá er stórvarasamt þegar Bandaríkin eru hvað eftir annað að gefa Israelum svo frjálst spil gagnvart nágrönnum sínum og raunin er. Afleiðingin er yfirgengileg harka, ásælni og ágengni gagnvart nágrönnum.
En með verkamenn, að viðhrfið gagnvart þeim er álíka og var á Íslandi barasta fyrir alla verkalýðshreifingu. Það tók td. mikla baráttu á Íslandi að ná því fram að sjómenn fengju hvíldartíma. Það tíðkaðist að þeir vöktu í marga sólarhringa. Það kostaði mikinn slag við Sjalla að ná fram þessum réttindum. ll réttindi nútímans varðandi verkamenn á Ísandi hafa fengist fram eftir mikinn mikinn slag við Sjalla.
Sjallar bíða bara eftir því að snúa þessu öllu afturá bak þar til þetta verður eins og í Israel.
Eg var stundum að segja fólki þarna frá réttindum verkamanna á Íslandi td. veikindafrí og það fengi ákveðna veikindadaga borgaða - fólk góndi bara á mig og hélt eg væri að ljúga.
Mannsal og ill meðferð á verkamönnum er vel þekkt í Israel. Wiki stafestir mitt mál: ,,Human trafficking in Israel includes the trafficking of men and women into the country for forced labor and commercial sexual exploitation. Low-skilled workers from China, Romania, Africa, Turkey, Thailand, the Philippines, Nepal, Sri Lanka, and India migrate voluntarily for contract labor in the construction, agriculture, and health care industries. Some, however, subsequently face conditions of forced labor" http://en.wikipedia.org/wiki/Human_trafficking_in_Israel
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2013 kl. 01:28
Mannsal er alþjóðlegt vandamál. Og er stundað á Íslandi líka. Stórtækast í Þýskalandi, Kína og Bandaríkjunum. Þeir sem fara að klessa því yfir á einhvern einn þjóðflokk eiga eiginlega ekki skilið að anda að sér súrefni og hljóta að vera einhvers konar mistök náttúrunnar.
Hrafn (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 03:38
Enn í dag er bágborin staða Indjána Ameríku, Afrískra Svertingja, Afríkana yfirhöfuð, Araba, Síguna og fleiri og fleiri og fleiri, og glæpatíðni þar sem hún er há og grimmdarverk hvers konar, afsökuð með ofríki hvíta mannsins, heimsvaldastefnu hans, þrælahaldi hans og kynþáttahatri hans. Nema í tifelli þeirra sem hann hataði mest og þurrkaði næstum út. Þeir eru alillir fyrir að vera einungis mennskir menn rétt eins hvíti maðurinn og hin fórnarlömb hans. Það er ótrúlegt þjóð sem var bryjuð niður svo bara 2/3 voru eftir og líkunum þeirra breytt í sápu sé yfirhöfuð starfhæf, hafi ekki algjörlega afmennskast og sé að standa sig slatti vel, leiðandi í tæknigeiranum, netinu, vísindum, eðlisfræði, líftækni, lifandi og skapandi, ennþá, þrátt fyrir að hafa margoft næstum horfið af sjónarsviðinu og verið settar þannig skorður víðast hvar í Evrópu öldum saman að hún mátti nær enga vinnu vinna og var bannað að sækja sér menntun. En nei, einhvern veginn eru þeir alillir í augum manna eins og Ómars, en hinir allir góðir og sætir vesalings grey eins og sígunarnir hans.
A: "WDNF WDNF" (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 03:47
"...segja STOPP og stinga af, til að þurfa ekki að halda uppi alls konar aumingjum og sníkjudýrum samfélagsins."
Eitthvað skyldi ég þessa bók öðruvísi en þú. Málið var ekki að þeir vildu ekki halda uppi aumingjum og snýkjudýrum; þeir vildu ekki að aumingjarnir og snýkjudýrin fengju fyrirtækin þeirra afhent á silfurfati og keyrðu þau svo niður í svaðið.
En þetta sjáum við aftur og aftur í íslenskri pólitík, að mishæfir einkavinir fá að ráðskaðst með hluti sem þeir ráða ekki við.
Billi bilaði, 28.10.2013 kl. 10:17
Billi:
kannski rétt hjá þér. En mér finnst það ekki skipta máli í minni gagnrýni, sem snýst um þessa undarlegu hugmynd að lítill hluti manna "haldi uppi" samfélaginu. Það er einhver Nietsche-iskur ofurmannatónn í þessu.
Kannski átti þessi langlokubók eitthvert erindi sem gagnrýni á Sovét-Stalínisma, en ég skil ekki dálæti frjálshyggjumanna á henni.
Á hverju ætluðu þeir ríku að lifa? Hver átti að skafa þeim mat á borðið? Ætluðu þeir að sleppa öllum lúxusvarningi sem bláfátækir Asíubúar framleiða í verksmiðjum fyrir okkur, og ávöxtum sem mexíkóskir farandverkamenn tína?
Ef við snúum þessu uppá íslenskan raunveruleika, eru útgerðareigendur sem skipta ÖLLU máli? En hásetar á togurum og fiskverkafólk skipta engu máli?
Einar Karl, 28.10.2013 kl. 12:05
"skaffa þeim mat" ... átti þetta að vera.
Einar Karl, 28.10.2013 kl. 12:57
"Þetta eru ekki fordómar gegn gyðingum eða gyðingum neitt, ég er bara að lesa því hvernig Ísrael og Ísraelinn er" Ísraelar eru 1/3 allra gyðinga heims. Vegna þess að gyðingahatur hefur náð sögulegu hámarki síðan á tímum helfararinnar, þá fjölgar þeim sífellt sem telja sig þó öruggari þar en annars staðar, og sýnir best hversu mikið öryggisleysið er. Í Malmö var þar til nýlega rótgróðir sænskt gyðingasamfélag. Malmö er nú nær tæmd af gyðingum, út af reglulegum árásum arabískra innflytjenda, jafnvel á börn á leið í skólann, árásir sem stjórnvöld láta að mestu óáreittar, ólíkt London og París, þar sem allir gyðingaskólar eru nú vaktaðir dag og nótt, út af sprengjuógninni, af lögregluyfirvöldum, síðan morðin á grunnskólabörnum í Frakklandi áttu sér stað fyrir bara örfáum árum. Trúleysi bjargar engum gyðingi frá gyðingahatri, og stærstur hluti þeirra gyðinga sem er að flýja til Ísrael frá "siðmenntuðum löndum" sem neita að veita þeim lágmarksöryggi, eru algjörlega trúlausir. Meira að segja trúskiptingar frá Gyðingdómi yfir til Islam verða reglulega fyrir ofbeldi og árásum, sem sannar best að þetta er kynþáttahatur fyrst og fremst, en Mein Kampf er allra mest selda bókin í ótal Arabaríkjum, og á lista yfir mest seldu bækur okkar tíma meira að segja í Tyrklandi, sem á að vera "hófsamt" land.
Will you ever wake up? (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 22:43
"Íslendingar eru viðbjóðir og aumingja upp til hópa. Eða sko, ég meina bara íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins, þar sem búa tómir siðlausir viðbjóðir sem láta sér slétt sama á standa um þrælahald. Gott ef þeir eru ekki allir barnanýðingar líka. Alla vega menn sem við öll ættum að fyrirlíta. En ekki segja ég sé rasisti. Ég hata bara íbúa Stór-Reykjavíkursvæðisins, og þar með er ekki hægt að segja ég sé rasisti. Ef að ég hataði alla íbúa Norður Asíu, en ekki Suður Asíu né Mið-Asíu, bara svona sirkabout 1/3, bara Kóreubúa, Kínverja og Japana og allt það fólk, þá væri ekki hægt að segja ég væri "Asíubúa-hatari" er það nokkuð? Maður sem hatar bara og fyrirlítur og óskar öllu illu öllum íbúum Suður Afríku, en er alveg afslappaður gagnvart Norður Afríkukönum, hann er ekki Afríkubúahatari. Og maður sem hatar Ísraela, bara einn af hverjum þremur gyðingum í heimi, mest fólk sem fór þangað afþví einhver hataði gyðinga, eða afkomendur fólks sem var að flýja hatur, hann er ekki gyðingahatari, bara Ísraelahatari, því það er alveg siðsamlegt, venjulegt, geðheilbrigt og í alla staði ásættanlegt að hata þriðja hvern mann og alhæfa um af hóp sem skiptir milljónum og sýnir það er allt í lagi með mann og maður er með fulle femm!
Ómar Þvaðri (IQ 50 - Heart-bypass-survivor) (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 22:49
Jæja. Þetta er orðið gott. Frekari kommentum um Ísrael og annað alveg ótengt pistlinum verður eytt.
Einar Karl, 28.10.2013 kl. 22:54
Ayn Rand var bara skáldsagnahöfundur í hlutastarfi. Hún var kenningasmiður. Vilji menn dæma hugmyndir hennar er gáfulegra að hlusta á hana sjálfa en lesa skáldverk eftir hana, sem eins og skáldverka er siður, bjóða upp á mistúlkun og skrumskælingu. Góður siður sem má temja sér er að leita að vitglórunum jafnvel í kenningum pólítískra andstæðinga, fremur en bara ágöllunum. Til þess þurfa menn að geta sett sig í spor manna og séð hlutina frá þeirra sjónarhorni, ekki til að vera sammála þeim, heldur til að vera fær um að leggja dóm um leið og maður fer ekki á mis við það sem vit er í. http://www.youtube.com/watch?v=7XiBU8geK08
Third Way (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 02:02
Það er alveg hægt að hafa skoðun á bók án þess að "setja sig í spor" höfundar, eða lesa annað eftir sama höfund.
Og það er hægt að hafa skoðun á þeim sem hampa furðulegri skáldsögu sem mikilvægu innleggi í stjórnmálaumræðu án þess að stúdera uppruna og bakgrunn Ayn Rand. Þessi pistill er alls ekki um persónuna Ayn Rand.
"Aðdáun" á kenningum hennar og þessari langlokuskáldsögu (þar sem m.a. 70 síður fara í eina ræðu aðalsöguhetju) er býsna galin, það kemur hennar persónu ekkert við.
Einar Karl, 29.10.2013 kl. 13:05
Aðdáun á manni er næstum undantekningalaust slæm og óþörf til að læra af honum. Yfirleitt er aðdáun bara hindrun. Framlag manns felst ekki endilega í þeim kenningum sem hann setur sjálfur, heldur í þeim keðjuverkandi áhrifum sem framsetning kenninga hans hefur. Og verður ekki síður mikilvægt þó hann nái eingöngu að framkalla næga óvild og andstöðu til að breyta heiminum. Meira að segja eru til menn sem taka sjálfviljugir að sér það hlutverk, og þeir eru mun virðingarverðari en "dýrlingarnir" sem fá lof og er hampað, en hafa lítið fram að færa annað en bergmál ríkjandi skoðanna. Ég er ekki að gefa í skyn hún sé beinlínis í þeirra hópi. En það búa aðrar hvatir bak við þessar kenningar hennar en yfirborðslegt fólk sér, og annars eðlis en þær sem hvetja áfram meirihluta Tea Party eða fylgismanna hennar hér heima í Heimdalli. Uppruni kenninganna eru ekki eðlishvatir þessara fylgismanna hennar eða útfærsla þeirra á þeim.
Third Way (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 18:27
Samúð og að setja sig í spor kenningasmiðs eiga líka ekkert skilt við hvert annað. Að setja sig í spor annars fólks er lykillinn að því að geta skilið mannlegt samfélag og mannkynssöguna, alveg eins og Max Weber benti á og byggði kenningar sínar á. Hann gerði það ekki með tár á hvarmi, heldur bara afþví það er eina leiðin. Ef Íslendingur stendur út á götu með mótmælaspjald sem stendur á "Burt með Islam" er það sennilega tjáning óumburðarlyndis og rasisma. En ef þetta er maður frá Saudi Arabíu þá erum við að tala um eitthvað allt annað. Ayn Rand ofbauð afmennskun Sovétríkjanna þar sem hún var alin upp og viðbrögðin voru að sveiflast lengst til hægri. Þú dæmir hana ekki eftir sömu mælistiku og litlu fylgismenn hennar úr Garðabænum með slaufurnar og mjólkurskeggið í Heimdalli eða tölvukallana í Kaliforníu.
Third Way (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.