Páll vill ekki Rás 1

Nú rúmri viku eftir fjöldauppsagnir á Ríkisútvarpinu ţar sem m.a. helmingur af dagskrárgerđarfólki á Rás 1 var látinn fara, langflestir samstundis, hefur útvarpsstjóri Páll Magnússon loksins gefiđ einhverjar skýringar á ţessu, af hverju Rás 1 var reitt ţetta bylmingshögg ţegar rásin - fyrir ţessa helmingun hennar - kostađi ađeins til sín 7% af tekjum stofnunarinnar.

Páli finnst Rás 1 ekki höfđa til nógu margra. Dagskráin er of "ţröng" og sérviskuleg segir útvarpsstjórinn.

Ţađ má ekki hafa skírskotunina of ţrönga, ţetta heitir almannaţjónustuútvarp, ţetta er ekki fámannaţjónustuútvarp og út á ţađ gengur skilgreiningin á ţessari starfsemi alls stađar í kringum okkur, ... ţađ verđur ađ vera almenn skírskotun í dagskrárgerđ, en ţađ má ekki breyta ţessu í einhverja sérviskulega, ţrönga dagskrá sem hefur ekki almenna skírskotun 

Ţetta er nú ekki mjög skýrt hjá útvarpsstjóranum, frekar lođiđ satt ađ segja, en altént einhverskonar hálfgildings skýring* á ţví af hverju hann (og, samkvćmt honum, einhverjir enn ónafngreindir og ósýnilegir "sviđsstjórar") ákváđu ađ henda út helmingnum af Rás 1. Viđ getum spurt okkur af hverju hann kemur međ ţessa skýringu fyrst núna, 10 dögum eftir uppsagnirnar.

*[viđbót, í viđtalinu sagđi hann víst líka "Ţađ er ákveđin týpa af dagskrárgerđ sem viđ erum ađ hverfa frá".]

En bíđum nú hćg. Er ţetta hlutverk Páls Magnússonar? Ađ ákveđa hvernig dagskrá Rásar 1 skuli vera? Og reka fólk ef dagskráin er ekki nógu alţýđleg ađ hans mati? Ég heyrđi sjálfur ekki ummćli Páls, en mér skilst ađ hann hafi ekki komiđ međ nein dćmi um ţađ sem honum fannst of "ţröngt og sérviskulegt" á Rás 1.

Stjórnarformađur stjórnar RÚV virđist hins vegar ekki sammála ţví ađ ţađ ţurfi ađ gera meirháttar uppstokkun á efni og efnistökum RÚV, hann segir ţađ vera "skýra stefnu stjórnar ađ engar meiriháttar breytingar verđi gerđar á áherslum Rásar 1".

Hvađ á stjórnin ađ gera viđ útvarpstjóra sem gengur í berhögg viđ stefnu stjórnarinnar?? 

Hvađ fannst Páli vera of sérviskulegt á Rás 1? Beinar útsendingar af Sinfóníutónleikum? Verđlaunađir vísinda- og frćđsluţćttir Péturs Halldórssonar, tónlistarumfjöllun Lönu Kolbrúnar Eddudóttur, Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur og fleira fólks, sem látiđ var fara?

Eđa á dagskráin ađ vera minna "sérviskuleg" og höfđa meira til fjöldans? Kannski bara spila vinsćldalista hverju sinni og segja hvađ klukkan sé á milli laga?

Ţetta er ekki í lagi.

Ţetta er mitt ríkisútvarp, jafn mikiđ og Páls Magnússonar. Hann má ekki sitja og skemma menningarstarf ríkisútvarpsins, bara af ţví ađ honum finnist ţađ ekki samrćmist hans hugmyndum hvernig skuli reka "fyrirtćki". RÚV á ađ vera miklu meira en ţađ.

Björgum Rás 1. 

ekf-ruv 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forkastanlegt!!!!

Arnbjörg Ísleifsdóttir (IP-tala skráđ) 8.12.2013 kl. 21:44

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eina ţrönga viđ ţetta mál er hausinn á útvarpsstjóranum. Ţröngsýnin er alger.

Villi Asgeirsson, 8.12.2013 kl. 22:45

3 identicon

Hér má skrifa undir áskorun til stjórnar Ríkisútvarpsins: http://www.change.org/petitions/stj%C3%B3rn-r%C3%ADkis%C3%BAtvarpsins-vi%C3%B0-undirritu%C3%B0-skorum-%C3%A1-stj%C3%B3rn-r%C3%ADkis%C3%BAtvarpsins-a%C3%B0-framlengja-ekki-r%C3%A1%C3%B0ningarsamning-vi%C3%B0-n%C3%BAverandi-%C3%BAtvarpsstj%C3%B3ra?share_id=UDegmYNViV&utm_campaign=mailto_link&utm_medium=email&utm_source=share_petition#

Melkorka (IP-tala skráđ) 9.12.2013 kl. 09:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband