26.12.2013 | 13:44
Hobbittinn, LOTR, stríðs-"glorification"?
Horfði á Hobbitann í gær og fór svona að velta fyrir mér, eru þessar Tolkien-myndir ekki voðalegar stríðsupphafningamyndir? Þær hverfast um bardaga og stríð, söguhetjur sýna hugrekki með því að handleika glansandi fögur sverð og ráðast að óvini með öskrum og látum undir hetjulegri tónlist, óvinurinn er ómennskur, alvondur og réttdræpur.
Ef ég væri að þjálfa upp hermenn fyrir stríð myndi ég sýna þeim LOTR myndirnar, segja þeim að óvinurinn væru Orcar og að við værum góðu gæjarnir. Því þannig er það alltaf í stríði.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Hvað þessar myndir sýna hverjum og einum fer eftir greind hans og innræti. Það er túlkunaratriði. En ef þetta er einskis vert afþví þarna sé "upphafning á stríðum" og ætti því að halda burtu frá fólki, þá ættum við að brenna 90% íslensks menningararfs á báli, því þetta eru upphafingar á stríði ýmist manna í sögunum eða "goða" í Eddu.
Lífið er stríð, hvort sem þú berst með vopnum eða öðru, og snýst um að lifa fyrir eitthvað meira en þig sjálfan, hvort sem það er konungur þinn, mannkynið eða bara fjölskyldan þín. Og þá þarf að fórna sér og sýna hugrekki, annars ertu eitthvað minna en maður. Þessu hafa flestir gleymt í dag, og lifa bara fyrir eigin neyslu, talandi í sinn illa fengna gemsa sem eitthvað barn dó að kafa eftir málum í, og ganga í sínum illa fengnu fötum úr Kringlunni sem einhverjir Asískir verksmiðjuþrælar bjuggu til, og halda samt þeir séu betri en forfeður þeirra, sem höfðu þó enga þræla, voru ekki arðræningjar og lifðu fyrir eitthvað meira en neyslu. Þeir geta því lært af þeim forfeðrum okkar sem
Ef þú værir að þjálfa hermenn fyrir stríð með þessum aðferðum, þá hefði þér greinilega verið treyst fyrir "sérdeildinni", því ekki væru þeir greindir.
Stríð geta verið nauðsynleg. Auðvitað gleyma vestrænir forréttindamenn því sem hafa stærstan hluta allra lífsgæða heims á kostnað asískra verksmiðjuþræla, og halda að lífið sé jafn einfalt og "jólaferð" í Kringluna að kaupa "made in China" vörur eftir barnaþræla handa krökkunum í jólapakkana, og enginn annar búi við aðrar aðstæður og önnur kjör en reyni samt að bjarga sínum fjölskyldum, jafnvel fara í stríð ef á þarf að halda. Eða hefði bara átt að leyfa Hitler að breyta öllum ó-arískum börnum Þýskalands áfram í ódýr sápustykki fyrir Aría? Þá hefðu allir hipparnir í bolunum með Che Guevara úr barnaþrælkunarverksmiðjunum getað verið glaðir, talandi í gemsana sína frá Norrænum fyrirtækjum sem ná í málmana sína gegnum barnaþræla sem margir hverjir deyja.
Stríð gegn neysluhryðjuverkum (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 15:33
Af tvennu illu, hvor er betri sá sem hættir lífi sínu fyrir málstað sem hann heldur að sé góður og nauðsynlegur, eða sá sem lifir af eymd og þrælkun annarra eins og vestrænn almenningur, án þess að hætta neinu sjálfur? Hvort er skárri heiðarlegur víkingur sem rænir og ruplar, eða venjulegur Svíi sem kaupir ennþá síma frá Nokia vitandi að þeir hafa notað barnaþræla, étur sitt Nestle kókómalt, vitandi að misvísandi auglýsingaherferðir Nestle um mjólkurduft, leiddu til dauða milljóna barna, kaupir skó frá barnaþrælahaldaranum Nike í jólagjöf handa börnunum sínum og "Made in China" leikföng handa krökkunum úr Hagkaup, vitandi Kína notar barnaþræla, og fer svo og verslar í sænskum búðum eins og H&M vitandi að þar hafa starfsmenn ekki mannsæmandi laun þó þeir vinni myrkranna á milli og hitti aldrei börnin sín og hrynji sumir niður úr hungri. Yfir 90% fatnaðar og leikfanga sem Íslendingar kaupa er framleiddur af Asískum verksmiðjuþrælum sem búa við margir verri kjör en þrælar í Suðurríkjunum Bandaríkjanna á sínum tíma. En svo fara þeir bara í Che Guevara bolinn, tala um frið, og setja upp helgislepjubros og þykjast betri en forfeðurnir og annað fólk sem ekki býðst sömu tækifæri til arðráns og okkur forréttindastéttarinnar? Viðbjóðslegt. Frekar vel ég heiðarlegan víking.
Stríð gegn neysluhryðjuverkum (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 15:40
Samkvæmt lögum er þjófsnautur sekur á sama hátt og þjófur og verður líka varpað í fangelsi verði hann uppvís að glæp sínum. Við erum meðsek Nokia, H&M, Nike, Nestle og öllum hinum sem framleiða 90% af illa fengna varningnum okkar framleiddum á kostnað arðráns og kúgunar.
Stríð gegn neysluhryðjuverkum (IP-tala skráð) 26.12.2013 kl. 15:42
Tolkien? Stríðsupphafning? Nah. Sá seinni helminginn af þessari Hobbita-ræmu, og þótti heldur lítið til koma.
Andstæðingarnir voru eitthvað svo linir og meinlausir að það var engin spenna.
Tékkaðu frekar á þessari: http://www.imdb.com/title/tt0386064/?ref_=fn_al_tt_1
Mikið stríð í þessu. Andstæðingarnir undirförulir og hættulegir. Fjöldamorð og leiðindi á báða bóga. Eins og þetta á að vera.
Írónía dagsins: "En svo fara þeir bara í Che Guevara bolinn, tala um frið,"
Fólk veit ekkert hver Che var, eða hvern mann hann hafði að geyma.
Ásgrímur Hartmannsson, 26.12.2013 kl. 16:59
Ég hef voða lítinn áhuga á myndum þar sem að dvergar eru í aðalhlutverki.
Þarna er bara verið að gera út á frægð fyrri mynda.
Jón Þórhallsson, 28.12.2013 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.