13.1.2014 | 14:27
Hvað eru mörg laus stæði?
Egill Helgason bendir á í pistli um fyrirhugaða byggingu við Ásholt undarlega tilfinningasama ást bílastæðakórsins svokallaða á bílastæðum. Og viti menn nokkrir kórsöngvarar mæta til leiks og kommentera á pistilinn. Tala um að þarna sé skortur á stæðum og mikill aðsteðjandi vandi sem myndi fylgja fækkun bílastæða e leyft verður að byggja á reit sem nú er bílaplan.
Hér er mynd af umræddu svæði. Lóðin sem nú er bílastæði en til stendur að byggja á námsmannaíbúðir er vinstra megin aðeins fyrir neðan miðju (neðan við hvítu húsin merkt "A", sem mynda ferning í kringum lokaðan garð).
Hér er smá getraun fyrir lesendur. Hvað eru mörg auð bílastæði á myndinni? (Smellið á mynd til að stækka.)
Meginflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
Hvort er markmið þessa pistils að afvegaleiða umræðuna, eða að bæta hana með hlutlausri og hlutlægri umfjöllun?
Ef skrunað er um þetta svæði á korti ja.is má sjá að myndin er ekki tekin á vinnutíma. Það eru engir bílar á stæðum við fyrirtæki og stofnanir við Borgartún og Kirkjusand. Miðað við ástand gróðurs og skugga, þá er líkegt að myndin sé tekin vel fyrir hefðbundinn vinnutíma og ekki í hendi að um sé að ræða virkan dag.
Í ljósi þessa verður ekki séð að þessi mynd bæti nokkru marktæku við umræðuna.
Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 17:52
Markmið pistilsins er að sýna að það er aragrúi af bílastæðum í kringum fyrirhugaða byggingu. Vissulega blasir við að þessi mynd er tekin utan venjulegs vinnutíma, en varla eru allir íbúar svæðisins í burtu í sumarfríi samtímis? Nýting á stæðinu umrædda við Ásholt er t.d. vel innan við 50%.
Undir húsunum í Ásholti með hvítu þökin er svo myndarlegur bílakjallari. Hér er t.d. auglýst íbúð/raðhús með tveimur stæðum í bílakjallara:
http://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/659236/?q=2d22a6dd23fe534e9622aa995725c0e2&item_num=1
Einar Karl, 13.1.2014 kl. 18:11
Ég sé ekki eitt einasta reiðhjól á þessari mynd, ég skil bara ekki hvers vegna reykjavíkurborg er að eyða peningum í þessa hjólastíga.
Ekki sé ég heldur gangandi vegfarendur, það er nú barasta peningaeyðsla að vera byggja þessa göngustíga.
Og síðan ætla þeir öllum þarna bæði núverandi og komandi íbúum að labba, hjóla eða taka stræta vitandi full vel að þessi mynd sýnir það að enginn gengur þarna hjólar og ekki sé ég strætó þarna heldur.
Er ekki alltaf gaman þegar maður gerir sér upp rök fyrir sínum málstað af einhverri mynd á netinu!!!
Halldór (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 19:54
Fróðir segja mér að út frá skuggavarpi megi sjá að myndin er tekin snemma morguns, líklega mili 7 og 8, áður en fólk kemur til vinnu (eða um helgi). Þetta sýnir hvað bílastæði víða er vannýtt, þ.e. bara á hefðbundnum vinnutíma milli 9 og 5 og standa mikið til tóm þess á milli. Ef þarna væru fleiri íbúðir þyrftu íbúar ekki endilega bílastæði sem stæðu þeim til reiðu allan sólarhringinn, heldur einmitt helst UTAN vinnutíma, þegar fólk er heima hjá sér en EKKI í vinnu.
Myndin sýnir líka að umrætt stæði við Ásholt er lítið nýtt, líka þegar fólk er heima hjá sér. Enda á það fólk stæði í bílakjallara.
(Fólk sést almennt ekki vel á loftmyndum ja.is. Skoðið t.d. Laugardalslaugina.)
Einar Karl, 13.1.2014 kl. 23:55
(Fólk sést almennt ekki vel á loftmyndum ja.is. Skoðið t.d. Laugardalslaugina.)
Nýting á svæðum sést ekki heldur vel úr myndum, hvort sem þær eru teknar úr lofti eður ei.
Ég gæti eflaust beðið eftir því að þessi stæði væru full, tekið mynd af því og nýtt til að sýna hversu mikið vandamál bílastæði eru, ég gæti í raun gert það hvar sem er á landinu. Ef það á að fá nákvæma "mynd" yfir það hversu mikil eða lítil nýtingin er á bílastæðum þarna þá þarf að taka það saman yfir töluvert lengra tímabil en það sem fór í að taka þessa mynd.
Það sem ég er að reyna segja hérna, bæði með kaldhæðninni í fyrri athugasemd og í þessari hérna er, að sýna eina mynd til að halda uppi rökum á stöðu hlutar eða hluta sem eru alltaf að breytast gengur engan vegin, þú þarft að fylgjast með stöðunni í einhvern tíma og út frá því koma með niðurstöðu.
Halldór (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 01:00
Halldór,
ég er ósammála. Þó svo ein mynd segi ekki alla söguna þá gefur hún heilmiklar upplýsingar engu að síður. Hún segir:
(a) það eru FJÖLMÖRG stæði á þessu svæði, og
(b) hluta sólarhrings eru flest stæðin EKKERT nýtt!
Einar Karl, 14.1.2014 kl. 07:38
Snýst þetta ekki eins og venjulega um það að einhverjir vilja fá ókeypis bílastæði á kostnað einvers annars? Lóðin á Brautarholti 7 er nú bílastæði til frjálsra afnota fyrir nágranna og þeim finnst sumum vont að missa spón úr aski sínum.
Kannski ættu eigendur húsnæðis í grendinni bara að skaffa bílastæði á eigin lóð fyrir sína viðskiptavini og starfsfólk?
Ef málið er að þeir hafa áhyggjur af því að óviðkomandi leggi í stæði við þeirrra hús ættu þeir kannski að huga að bílastæðastjórnun fyrir sig og koma þannig í veg fyrir að óviðkomandi leggi í stæðin.
Nú ef stæðin eru í götu og tilheyra Reykjavíkurborg er lítið mál að setja gjaldskyldu á þau stæði til að koma í veg fyrir að stúdentar fylli þau allan daginn. Þeir stúdentar sem fá þarna leigðar íbúðir í framtíðínni verða einfaldlega að bera ábyrgð á sínum bílum og greiða fyrir stæði undir þá. Að sjálfsögðu ætti að vera gjaldskylda í bílastæðin við stúdentaíbúðirnar bæði fyrir íbúa þar og gesti.
Það sem slær mann þegar maður skoðar loftmyndina er líka hvað þetta er óvistlegt umhverfi. Nánast það eina á myndinni eru bílastæði, götur og hús. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta meira aðlaðandi með því að taka eitthvað af þessum bílastæðum, setja tré á gangstéttir, litla garða og götutré á milli akreina.
Árni Davíðsson, 14.1.2014 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.