Óttuðust neytendur írskt smjör?

Nei.

Neytendur óttuðust alls ekki írska smjörið. Umræðan var ekki um það. Mér vitanlega er Guðni Ágústsson, sérlegur lobbýisti íslenskra mjólkurframleiðenda (MS og tengdra félaga) eini maðurinn sem hefur haldið því fram að írska smjörið væri öðruvísi og verra en íslenskt smjör.

Írskt smjör þykir einstök gæðavara og er selt m.a. til Bandaríkjanna, enda bíta írskar kýr gras á eyjunni grænu, á meðan kynsystur þeirra vestanhafs fá kornfóður. Í sumum amerískum uppskriftum er sérstaklega tekið fram að nota skal "Irish Butter"!(Sjá m.a. umræðu hér.)   

Íslenskum neytendum, og ekki síður fjölmiðlum, fannst forvitnilegt að MS ætlaði sér að lauma útlensku smjöri í sinn rjóma, þegar íslensk landbúnaðarpólitík hefur alla tíð gengið út á að ekki megi flytja inn mjólkurvörur svo sem smjör og mjólk, nema í algjörum undantekningum.

Það er sérstakt að það sé stundum í lagi að flytja inn útlenskt gæðasmjör, en að það sé í höndum MS að ákvarða það. 

KerryGold_Irish_Butter 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband