Spurning til Sigmundar Davíðs

Finnst forsætisráðherra í lagi að oddviti flokksins í höfuðborg landsins í sveitarstjórnarkosningum sé á móti almennum mannréttindum og trúfrelsi?

 

Úr stefnu Framsóknarflokksins:

II. Mannréttindi

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

http://www.framsokn.is/stefnan/ 


mbl.is Kosið verði um lóð undir mosku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hélt að málið snerist um lóðaúthlutun en ekki trúarbrögð ???

Undarlegt hvernig einfaldir hlutir geta snúist á haus hjá fólki.

Kannski skil ég þetta ekki vegna þess að ég iðka engin trúarbrögð...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2014 kl. 22:57

2 identicon

X-B hjá mér í þetta sinn í bæjarstjórnarkosningunum komandi.

Númi (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 23:29

3 Smámynd: Einar Karl

Málið snýst um lóðaúthlutun FYRIR trúarbrögð. Svo málið snýst vissulega líka um trúarbrögð.

Oddvitinn hefði aldrei farið að stinga uppá almennri atkvæðagreiðslu allra borgarbúa um lóð fyrir elliheimili eða leikskóla.

Einar Karl, 23.5.2014 kl. 23:30

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég gæti trúað því að sdg sé sammála oddvita framsóknar í rvk. þjóðremba að mínu mati finnst mér

Rafn Guðmundsson, 23.5.2014 kl. 23:52

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held þetta mál snúist um útlenska hrægamma.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.5.2014 kl. 00:08

6 identicon

Þetta er alveg skuggalegur poppúlismi hjá henni!

Skúli (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 00:33

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Fyrrum ímám og grunnskólakennari, Ahmed Akkari, segir í bók sinn 'Min afsked med islamismen', að um fjórðungur múslima í Danmörku aðhyllist öfgahópa múslima, á borð við islamista, jihadista o.s.frv. Hann lýsir því einnig í bók sinni hvernig moskurnar (bænahúsin) eru notuð af öfgahópum til að laða unga menn til fylgis við glæpa- og hryðjuverkahópa.
Ahmed Akkari talar af reynslu, því hann lét sjálfur til leiðast að espa upp ungmenni og arabaþjóðir til haturs gegn Vesturlöndum í kjölfar birtinga skopteikninga af Múhameð í Jyllandsposten 2005.
Hinir 'saklausu' múslimir safnaðanna 115 í Danmörku, stunduðu svo þá iðju að lokka fé út úr sveitastjórnum og halda því fram að bænahúsin væru fyrst og fremst til að örva tómstundaiðju barna- og unglinga, íþróttastarfssemi o.s.frv., en ekki til að boða trú eða kenna börnum arabísku með utanbókarlærdómi á versum Kóransins.

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 00:53

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, ég er sammála þér hvað varðar það sem fer fram í moskum þar sem misjafnir predikarar reyna að heilaþvo ungmenni.

En er það nokkuð svo frábrugðið því sem gerist í sumum kristnum sértrúarsöfnuðum hér á landi? Undanfarna daga höfum við fengið furðulegt innlit í Krossinn og Votta Jehóva - það virðist ekki þurfa íslam til að stunda fáránlega öfga.

Múslímsk bænahús eru þegar starfrækt á Íslandi - mér er að vísu ekki kunnugt hvort þau séu helguð sem moskur - og ef einhverjir öfgapredikarar vilja þá geta þeir leikið sinn leik þar í kyrrþei.

Núverandi umræða snýst um það hvort megi úthluta einu trúfélagi lóð en ekki öðrum. Hugsjónir jafnræðis og mannréttinda leyfa ekki þannig mismunun.

Öfgamenn í trúfélögum, hvort sem það heitir Krossinn, Vottar Jehóva eða Sunní, vilja gjaldfella hugsjónir þess samfélags sem við lifum í. Með því að banna einu trúfélagi eitthvað sem önnur mega erum við að vinna verk þeirra.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 05:59

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt hjá þér Guðmundur Ásgeirsson þetta snýst um loðaruthlutun en ekki trúarbrögð, en Einar Karl er að reyna að snúa þessu inn i trúarbragða þvælu.

Er ekki sjálfsagt að opna fyrir lýðræðið fyrir kjósendur og leifa þeim að kjósa um þessa loðaruthlutun?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 24.5.2014 kl. 06:33

10 Smámynd: Einar Karl

Það er vel yfir milljarður múslima um allan heim. Fáeinir þeirra - nokkur hundruð - búa á Íslandi. Þeir hafa aldrei veið til vandræða og fer sáralítið fyrir þeim satt að segja. Múslimar á Íslandi eiga með sér tvö trúfélög. Eitt þeirra, sem virðist snöggtum íhaldssamara, á hús, Ými í Öskjuhlíð, hitt félagið vill byggja sér hús. Þeir hafa beðið í vel yfir áratug eftir því að borgaryfirvöld fundu og úthlutuðu þeim lóð, eins og borgin úthlutar öðrum löglegum og skráðum trúfélögum lóðir

Það er er ekki okkar að ákveða hvort trúfélag byggir sér mosku eða bara eitthvað sem heitir 'bænahús', sem oddviti Framsóknar segist vera til í. Hún er á móti því að úthluta þeim lóð undir mosk, en er til ða leyfa þei ða byggja bænahús! Þar með er hún að skipta sér óeðlilega af því hvernig eitt tiltekið trúfélag stundar sína starfsemi.

Við dæmum ekki íslenska múslima út frá því hvernig einhverjir menn haga sér út í heimi. Þá getum við alveg eins dæmt kristna út frá því hvernig kristnir öfgaklerkar bulla í Bandaríkjunum og útbreiða fáfræði, eða kristnir hommahatarar í Úganda.

Einar Karl, 24.5.2014 kl. 08:47

11 Smámynd: Einar Karl

Jóhann Kristinsson,

þar sem þú býrð í útlöndum hefurðu kannski ekki fylgst vel með fréttum af þessu máli. Það sem oddvitinn sagði var m.a. þetta:

Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna

Einar Karl, 24.5.2014 kl. 09:07

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Eg get vel skilið málstað þeirra sem telja sig ekki geta veitt einu trúfélagi brautargengi en sett stein í götu annars, vegna jafnræðisreglna í stjórnarskrám og mannréttindayfirlýsingum.

Hugsum okkur að það hafi nú tíðkast að sveitarfélögin útvegi mótórhjólasamtökum lóðir eða landsvæði til að iðka tómstundaáhugamál sín. Svo koma skyndilega til landsins samtök sem kalla má fjölþjóðleg og hafa sameinast örfáum Íslendingum. Þau reynast svo hafa stundað glæpsamleg athæfi og meðlimir þeirra legið ýmist undir ákærum eða verið dæmdir fyrir rán, líkamsárásir, skemmdarverk eða jafnvel morð. Myndum við þá ekki gera undantekningu varðandi þannig samtök og neita þeim um lóð eða land?

Þannig hugsa ég um starfssemi múslimanna sem ég hef kynnt mér sérstaklega undanfarin 8 ár, þar af 5 ár í Danmörku, svo ég þykist tala af reynslu en ekki af fáfræði eða með því að dæma múslimi fyrirfram af vanþekkingu. Í moskum múslima tíðkast sálnaveiðar, þar sem ungum mönnum er beint inn á brautir afbrota og glæpa ef marka má sannleiksgildi orða Ahmed Akkari í bók sinni 'Min afsked med islamismen' sem kom út 8. apríl s.l. og ég einn fárra Íslendinga náði mér í og les af miklum áhuga í frístundum mínum, sem eru frekar fáar þessa dagana.
Vissulega eru annars konar afbrot stunduð í kristnum söfnuðum hér á landi, eins og við höfum kynnst í gegnum fjölmiðla undanfarin ár (og ég hef fylgst með síðustu 45 árin eða svo), en fæst þeirra ganga út á sams konar afbrot og glæpi, sem lýsa sér sem andúð á okkar samfélagi og okkur sem hvítum kynstofni. Miklu fremur hefur verið um að ræða afbrot gegn börnum, sem ég vil alls ekki gera lítið úr. Börn, ungmenni og konur eru helstu fórnarlömb trúfélaga, einnig þjóðkirkjunnar.


Ahmed Akkari fullyrðir eftirfarandi á bls. 165:
"Aðeins á árinu 2012 voru 24% karla sem afkomendur flóttamanna og  innflytjenda, milli 20 og 29 ára, dæmdir fyrir minnst eitt afbrot skv. 'Danmarks Statistik'"

Oddvita Framsóknarmanna er legið á hálsi fyrir að fullyrða að engar kirkjur séu í Abu Dabi, að ekki beri að úthluta lóðum vegna þess að hér sé þjóðkirkja o.s.frv., en  fyrir mér vill hún eingöngu að Reykvíkingar fái að kjósa um hvort úthluta eigi múslimum lóð eða ekki, líkt og Svisslendingar fengu að gera í sambandi við bænaturna við moskur þar í landi árið  29. nóvember 2009. Sem sagt, auka íbúalýðræði.

Það er kominn tími til að við Vesturlandabúar endurskoðum þau ákvæði stjórnarskráa og mannréttinda sem fjalla um 'trúfrelsi' og svokallaða 'jafnræðisreglu'.  Hvort ekki megi gera undantekningar ef rökstuddur grunur leikur á að félagsskapur stundi lögbrot sem eru samfélögum okkar ekki til góðs? Fyrir mér eru margir múslimir sem vilja aðeins stunda sína trú í ró og næði innan veggja heimilis síns, á bænamottum hist og pist, eða í moskum (bænahúsum) sínum og biðja um stjórn Allah yfir einu og öllu sem maðurinn aðhefst. Virkar ósköp saklaus iðja í sjálfu sér. En í skúmaskotum moskanna bíða öfgamenn (oft gestafyrirlesarar frá öðrum löndum), sem ungum múslimum þykir spennandi að ræða við. Þar fer fram innræting, 'fræðsla' og tækifæri fyrir þá sem vilja taka þátt í baráttunni gegn 'óguðlegu' samfélagi Vesturlandabúa. Þessu þurfum við að sporna gegn og vera virkilega vakandi fyrir.

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 12:07

13 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Rasistarnir skríða fram úr skúmaskotunum ... " okkur sem hvítum kynstofni" ... gott að þessi umræða dragi fram ógeðið.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 13:40

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Láttu ekki blekkjast af þessum orðhengilshætti islamista og stjórnleysingja, Brynjólfur. Þeir hafa komist upp með það hér á Vesturlöndum í heimi 'hvíta kynstofnsins' að kalla okkur rasista, fasista, útlendingahatara, bara fyrir það eitt að nota orðið 'múslimur', þegar við eigum við islamista eða Islam sem helstefnu.

Múslimir hér á Vesturlöndum eru samsekir islamistum og öðrum öfgahópum múslima sem hreiðra um sig í 'hornum' moskanna og tæla til sín saklaus ungmenni innflytjenda sem uppveðrast af hugmyndum um betra samfélag undir merki Islams.

Ef við getum ekki hjálpað þessu fólki úr rugli sínu, þá blasir við okkur uppgjöf eða áralöng barátta gegn þessum hugmyndum sem falla okkur ekki í geð, eftir það frelsi sem áunnist hefur síðustu aldirnar.

Nú er svo komið að frambjóðendur eða stjórnmálamenn almennt, þora varla að tjá sig um hvaðeina sem snertir múslimi, eins og sjá má af samanbitnum vörum þeirra kvenna sem fylla framboðslista Framsóknarflokksins. Þykir þér stefna í tjáningarfrelsi með svona heigulshætti eða 'naivisma', Brynjólfur?

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 14:24

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sigurður, þú ert sá þriðji í dag sem vekur upp í mér hlátrasköllum!

Það er til að mynda stórkostlegt að þú skulir spyrða saman íslamista og stjórnleysingja, að þú skulir tala um "hvíta kynstofninn" án þess að skammast þín, að þú skulir viðurkenna að þú notir orðið múslími sem samnefnari fyrir helstefnu.

Helstefna. Hvor hefur nú valdið meiri skaða á hinum gegnum söguna, og ekki síst á nútíma, Kristnir eða Múslímar?

Öfgasinnað Íslam er rugl, eins og öfgasinnuð Kristni. Hvernig eigum við að hjálpa fólki út úr þessu rugli með því að sýna fordóma, andúð, banna umræðu og tjáningarfrelsi, neita þeim um sjálfsögð mannréttindi?

Tjáningarfrelsið er lang mikilvægast allra réttinda, og þeir sem vilja tjá sig verða að þola gagnrýni. Margir eru vissulega heiglar þegar kemur að gagnrýni á múslíma eða uppgerðar viðkvæmni þeirra gagnvart gagnrýni.

Jafnræði, jafnréttindi, að allir standi jafnir gagnvart lögum, eru önnur mjög mikilvæg mannréttindi. Ef við neitum hópum fólks um þessi réttindi, hvernig eigum við þá að sannfæra þau um gildi annarra mannréttinda?

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 18:00

16 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú ert sá fyrsti sem vekur upp í mér hiksta, Brynjólfur.

Ég ætla mér ekki að fara í einhvern talningaleik við þig eða aðra um hvor hefur drepið fleiri, Kristindómur eða Islam. Hitt er ég alveg sannfærður um, að á síðustu 10 - 15 árum hefur Islam valdið fleirum dauða en Kristindómur. Ég tel þó að Kristindómurinn nýtist okkur Vestrænum í því litla sem okkur hefur áunnist hvað varðar tjáningafrelsi og mannréttindi undanfarnar tvær til þrjár aldir.

Ég hef grun um að þú lokir augunum fyrir því hvernig múslimir mergsjúga sjóði sveitarfélaga, eingöngu vegna þess að við 'hvíti stofninn' sýnum þeim hlið mannréttinda sem við virðum. Það ætlar hins vegar að koma okkur í koll, því múslimir virðast eingöngu vera að notfæra sér góðvild eða 'naivisma' okkar.

Múslimir þiggja tjáningarfrelsið, en nota það lítið sem ekkert, nema til að baula á þá sem gagnrýna Islam eða hegðun múslima og öfgahópa þeirra. Föstudagsbænasamkomur múslima fara fram á arabísku og ensku hér í Reykjavík. Þar sem ég bjó í Danmörku, suður af Köben, fóru þær fram á arabísku og tyrknesku. Aldrei á dönsku. Kóraninn var ekki til á dönsku í þeirra bókasöfnum. Ég giska á að hann sé heldur ekki til á íslensku í moskum múslima hér á landi, né á heimilum þeirra. Hvað segir þetta okkur?

Ef marka má sannleiksgildi þeirra bóka og frétta sem okkur berst, þá er önnur og þriðja kynslóð flóttamanna og innflytjenda að fjarlægjast okkar samfélög, eingöngu vegna þess að þeir líta á okkur sem 'vantúuð', 'guðleysingja' o.s.frv., sem megi nota, vanvirða og seinna meir útrýma. Getum við hjálpað svona uppöldu fólki? Jú, við hjálpum þeim að fjarlægjast okkur 'hvíta kynstofninn' enn meir með því að hjálpa þeim við að laða litlu börnin til að kyrja vers Kóransins á arabísku, stofna sérskóla þar sem lífið er útskýrt út frá sjónarmiðum Múhameðs sem hins síðasta spámann Guðs og leyfa þeim að stimpla sig sem öryrkja stærstan hluta lífs síns. Þessi mannréttindi nýta allt of margir innflytjendur sér af stofni Abrahams.

Nú ættirðu að geta ropað rækilega, Brynjólfur minn. :-)

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 20:03

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður Rósant. Hvað hefur þú fyrir þér í því að Félag Múslima á Íslandi séu glæpasamtök?

Ef það hefur svo slæmar afleiðingar að hafa Mosku hér á landi hvernig stendur þá á því að ekkert slæmt hefur hlotist af því að Félag Múslima á Íslandi hefur starfrækt Mosku í nærri tvo áratugi í atvinnuhúsnæði?Skiptir máli í þessu sambandi í hvernig húsnæði Moskan er?

Sigurður M Grétarsson, 24.5.2014 kl. 21:09

18 identicon

Trúarbrögð sem leyfa fjölkvæni, sem er bönnuð samk. Stjórnarskrá, og barna giftingar, sem eru bannaðar sakv. lögum á íslandi, slík trúarbrögð á að banna á Íslandi, skilyrðislaust, svo eru menn hissa á því að kallað er eftir meiru íbúa lýðræði, fyrir kostningar, svo hægt sé að fara eftir lögum landsins.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 22:00

19 Smámynd: Sigurður Rósant

M.a. þá fullyrðingu fyrrum ímáms, Ahmed Akkari, að hann sjálfur og aðrir ímámar gáfu meðlimum safnaða sinna ráð um  hvernig þeir þyrftu að bera sig að til að fá sem mest fé út úr sjóðum sveitarfélaga og hins opinbera. Hann fullyrðir að það hafi verið landlægt í Danmörku og sé enn.  Auk þess lýsir hann því í bók sinni 'Min afsked med islamismen', hvernig fé var safnað og fært milli ímáma í því skyni að standa undir kostnaði vegna hermdarverka og morðtilræða, m.a. gagnvart teiknaranum Kurt Westergaard.

En veistu nokkuð nema það hafi einhverjir meðlimir safnaða múslima hér á landi þurft að líða ofríki af völdum þeirra sem þar stjórna? Veistu hvort ungir drengir eða stúlkur hafi þurft að líða umskurð, nauðungarhjónabönd eða bíða lægri fjárhagslegan hlut úr skilnaði eða erfðamálum en íslensk lög segja fyrir um? Ég hafði sterkan grun um óréttláta meðferð barna og kvenna áður en ég byrjaði lestur bókar Ahmed Akkari, en er nú enn sannfærðari.

Hvers vegna mæta einungis tvær til þrjár konur, eitt til tvö smábörn og aðeins örfáir unglingar á móti 30 - 50 fullorðnum karlmönnum á föstudagsbænir þessara samtaka? Segir það okkur ekki neitt?

Er það eðlilegt að annar söfnuðurinn stefni að því að byggja 800 fermetra húsnæði til að taka á moti 30 - 50 karlmönnum á föstudögum til bænahalds og leyfa jafnvel erlendum gestafyrirlesurum að athafan sig þar í skúmaskotum og jafnvel að gista þar þótt slíkt geti verið algjörllöglegt eins og í Danmörku?

Það skiptir töluverðu máli fyrir svona söfnuði að geta verið sem mest út af fyrir sig og fjarri öllu opinberu eftirliti, auk þess sem það vekur söfnuðunum kjark og þor til að standa fastar á kröfum sínum til hins 'óguðlega' samfélags.

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 22:04

20 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Ólafur. Heimilar Félag Múslima á Íslandi fjölkvæni?

Sigurður Rósant. Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að Félag Múslima á Íslandi hafi staðið fyrir umskurði, nauðungarhjónaböndum eða einhverju af því sem þú ert að eign þeim?

Sigurður M Grétarsson, 24.5.2014 kl. 22:57

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Sigurður M Grétarsson, eins og gefur að skilja er ég ekki með nefið alveg niðri í hvers manns koppi, en af frásögnum t.d. Ayaan Hirsi Ali í bók sinni 'Frjáls' og Hannah Shah (dulnefni) bók sinni 'Dóttirin' má leiða að því líkum að meðhöndlun barna, kvenna og þeirra sem minna mega sín, sé ekki mikið öðru vísi hjá þeim söfnuðum sem hér starfa. Meðlimirnir koma m.a. frá mörgum þeim löndum þar sem umskurður, nauðungarhjónabönd og svokölluð 'heiðursmorð' tíðkast, þ.e. 26 - 30 löndum múslima.
En veist þú til þess, nafni minn, hvort eitthvert eftirlit sé haft með þeim börnum múslima, hvort þau sleppi við umskurð, barnaníð, nauðungarhjónabönd eða 'heiðursmorð', t.d. í ferðum til upprunalands viðkomandi?
Hvers vegna ættum við að ganga út frá því sem vísu að ekki sé brotið á meðlimum þessara safnaða, sem sum hver eru fædd hér og talin íslensk með íslenskan ríkisborgararétt og eiga að njóta sömu réttinda og önnur íslensk börn?

Er rétt af okkur að loka bara augunum og halda kjafti yfir því sem fyrir augu okkar ber, eins og margur innan heilbrigðis- og félagslega geirans þarf örugglega að gera?

Ég myndi trúlega líka þegja yfir því sem ég sæi, því ég væri að sönnu bundinn þagnarskyldu og gæti hugsað með sjálfum mér að þetta kæmi mér ekki við. Býst við að flestir velji þann kost einnig.

Sigurður Rósant, 24.5.2014 kl. 23:22

22 Smámynd: Einar Karl

Sigurður Rósant,

þessi Ahmed Akkari, hann býr ekki á Íslandi. Bók hans er vafalítið forvitnileg, en segir varla mikið um Félag múslima á Íslandi.

Við dæmum ekki ALLA múslima, sér í lagi ekki hóp múslima á Íslandi, út frá einhverjum sértrúarsöfnuðum í Danmörku. Ekki frekar en við dæmum alla "kristna" út frá kristnum sértrúarsöfnuðum sem margir hverjir eru vafasamir.

Jú auðvitað viðgengst "indoktrinering" víða í trúarsöfnuðum. Því alvarlegar sem trúarsöfnuðir taka trúna, þeim mun vafasamari og varasamari eru þeir, að mínum dómi. En Salman Tamini og Sverrir Agnarsson virka alls ekkert á mig sem neinir öfgafullir bókstafstrúarmenn. Ég myndi halda að þeir séu snöggtum minni öfgamenn en Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel, svo dæmi séu nefnd.

Einar Karl, 26.5.2014 kl. 10:25

23 Smámynd: Sigurður Rósant

Einar Karl,

hann Ahmed Akkari verður að fara huldu höfði, ekki bara í Danmörku, heldur alls staðar, vegna játninga sinna og afhjúpunar á starfssemi múslima í Danmörku og víðar. Hann segir frá peningaþvætti, ólöglegum gjörningum í moskum og sérskólum múslima í bók sinni 'Min afsked med islamismen' sem kom út 8. apríl s.l.  Svo það getur vel verið að hann búi hér af og til á Íslandi. Fái kannski gistingu hjá dönskumælandi múslimum úr söfnuðuðunum þremur sem hér starfa?

Allir múslimir þegja yfir þessum lögbrotum múslima, einnig hér á landi, og eru þar af leiðandi samsekir að mínu mati.

Afbrot ímáma eru að sumu leyti sambærileg við afbrot kristinna forstöðumanna trúsafnaða, en ímámar ganga lengra og styðja ungmenni til að fremja þjófnað, líkamsárásir, hermdarverk og jafnvel morð (ærumorð). Tel að slíkt sé fáheyrt meðal forstöðumanna kristinna safnaða hér á Vesturlöndum, þó vissulega séu þess dæmi.

Salmann Tamimi og Sverrir Agnarsson opna dyrnar fyrir gestapredikurum sem kunna að hafa áhrif á ungmenni sem nýlega hafa tekið boðskap Islams alvarlega og eru þar með samsekir því sem gerist innan veggja sinna bænahúsa (moska).

En það telst til mannréttinda í þínum augum, ef ég skil þig rétt, að mega notfæra sér og lítilsvirða aðra, bara ef það er gert undir formerkjum trúar, og þess heldur ef trú sú fylgir flóttamönnum og innflytjendum.

Sigurður Rósant, 26.5.2014 kl. 11:24

24 Smámynd: Einar Karl

Sigurður:

mér þykir þú alhæfa hressilega. "Allir múslimir þegja yfir þessum lögbrotum múslima" segir þú. Meinarðu þessari óyndisstarfsemi sem Akkari var að fletta ofan af í bók sem kom út í síðasta mánuði??

Nú hef ég ekki lesið þessa bók, en ég sé í öðrum skrifum Akkari að hann gerir greinarmun á múslimum og íslamistum, á islam og "islamisma". Hans orð:

Islam er ikke det egentlige problem, men islamismen er.

http://politiken.dk/debat/kroniken/ECE2054363/som-at-beskue-en-villa-gennem-et-noeglehul/

Með því að berjast með offorsi gegn islam og ÖLLUM múslimum og útmála þá sem einhverja glæpamenn ert þú beinlínis að kynda undir paranoiu öfgasinna, "íslamistanna". Þú sannar að þeir hafi rétt fyrir sér!

Einar Karl, 26.5.2014 kl. 13:30

25 identicon

Trú sem leyfir fjölkvæni og heiðursmorð, á ekki heima í siðmentuðum löndum

HH (IP-tala skráð) 26.5.2014 kl. 14:01

26 Smámynd: Sigurður Rósant

Einar Karl, þú alhæfir hrottalega um mína afstöðu og heldur því fram að ég vilji hvetja aðra til "að berjast með offorsi gegn Islam og ÖLLUM múslimum og útmála þá sem einhverja glæpamenn".

Það geturðu hvergi haft eftir mér, hvorki munnlegt né skriflegt.

Líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi, vitum við ÖLL að svokölluð 'svört' atvinnustarfssemi tíðkast meðal okkar, framhjáhald og 'undanskot' ýmiss konar. Það er ekki þar með sagt að ég hvetji ALLA til að kæra ALLA.

Það var kannski skoðun Ahmed Akkari í kringum 22. ágúst í fyrrasumar, að "Islam er ikke det egentlige problem, men islamismen er.", en eins og þú kannski veist, þá er hugmyndafræðin Islam komin frá Múhameð spámanni heitnum, sem var bæði ólæs og óskrifandi, en fylgjendur hans tóku saman vers hans og settu saman í súrur Kóransins að Múhameð liðnum. Boðskapur Kóransins er vægast sagt mótsagnakenndur, líkt og boðskapur Kristindóms og annarra trúarrita.

Þeir sem neyddir eru til að fylgja Islam frá blautu barnsbeini kallast múslimir og sumir þeirra, kannski allir, segjast vera múslimir þó að þeir iðki ekki á neinn hátt Islam. Þannig röksemdafærslu skiljum við ekki, en hún virðist vera viðurkennd meðal múslima þangað til í odda skerst og þeir fara sjálfir að flokka sig nákvæmar og á afgerandi hátt.

Ahmed Akkari var þeirrar gæfu aðnjótandi að komast í gegnum grunn- og framhaldsskóla tiltölulega óskaddaður, þrátt fyrir mengað hugarfar Islams frá 15 - 16 ára aldri. Hann hugsar því meira á þann máta sem við gerum og teljumst ýmist kristin eða veraldlega þenkjandi.

Það er nokkuð ljóst af skrifum hans að hann var ætíð tvístígandi í afstöðu sinni vegna þeirrar góðu móttöku Dana sem hann upplifði frá 7 ára aldri er foreldrar hans neyddust til að flýja frá Líbanon árið 1984 - 1885. Hann sá í raun og veru góðsemd Dana og Vesturlandabúa og hvernig múslimir notfærðu sér góðsemina út í æsar og hæddust að Dönum og Vesturlandabúum sín á milli.

Samt reyndi hann að sannfæra sjálfan sig um að Islam væri að taka völdin á 10 - 15 næstu árum lífs síns og atburðirnir í New York 11. september 2001 væri bara sönnun þess að þeim væri að takast að ná yfirlýstu marki. Ímámar innrættu ÖLLUM þeim sem heimsóttu moskurnar reglulega þennan hugsunarhátt. Þeim sem ekki líkaði boðskapurinn, forðuðust moskurnar og lokuðu munni og öðrum skynfærum og þóttust koma af fjöllum er börn þeirra frömdu ódæðisverkin sem þeim var att út í af öfgamönnum sem læddust með veggjum moskanna og nutu stuðnings ímámanna og virkra meðlima safnaðarins.

Allir vissu hvað var að gerast í dönsku moskunum og einkaskólum múslima vítt og breitt um Danmörku, en allir foreldrar sendu börn sín í 'góðri trú' um að þar færi fram saklaus og uppbyggjandi innræting sem þroskaði börnin til að taka betur þátt í samfélaginu á forsendum trúar þeirra.

Til að leiða þetta fólk á heillavænlegri braut, tel ég að rétt sé að forða börnum og ungmennum frá trúarlegri innrætingu, hvort sem það eru börn múslima, kristinna eða annarra, en ég held að því miður sé það orðið um seinan hér á Vesturlöndum. Við höfum sofið á verðinum og haldið að allt væri í lagi, nema hvað við þyrftum kannski að bæta okkur og draga úr fordómum og kynþáttahatri. Við höfum ekki greint vandamálið hingað til nægjanlega - vegna leti.

Sigurður Rósant, 26.5.2014 kl. 23:30

27 Smámynd: Einar Karl

Sigurður,

eins og ég segi þá hef ég ekki lesið bók Ahmed Akkari. En ég held ekki við getum dæmt ALLA HEIMSINS múslima og þeirra trúarlíf og trúarstarf út frá þeirri einu bók.

Einar Karl, 27.5.2014 kl. 12:07

28 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einmitt Einar Karl það er ekki verið að mismuna múslimum, kristnir fa sömu meðferð, heldur er verið að leifa kjósendum að ákveða hvar þeir vilja moskur, kirkjur og önnur bænahús og mér finnst litið athugavert við það.

Fa blessun meirihluta kjósenda fyrir þvi hvar moskur, kirkjur og önnur bænahús fa lóð mundi eg halda að væri miklu farsæla heldur en að leifa byggingu a stað sem meirihluti kjósenda er a móti þvi.

Kanski ert þú a móti beinu lýðræði? Ef svo er, þá skil eg af hverju þú ert svona heitur ut i ummæli oddvita framsóknarmanna i Reykjavík.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 27.5.2014 kl. 15:17

29 Smámynd: Einar Karl

Jóhann Kristinsson:

Beint lýðræði er langt í frá lausn á öllum heimsins vandamálum. Eða viltu að ég fái að greiða atkvæði um það hvað þú horfir á í sjónvarpi á kvöldin? Eða hvort þú fáir úthlutaðri tiltekinni lóð undir einbýlishús handa þér??

Einar Karl, 27.5.2014 kl. 16:23

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ætli eg hefði ekki meiri möguleika a að fa lóð sem mig langar i ef það færi i atkvæðagreiðslu almennings heldur en að fara i gegnum barnið. Það gæti verið að eg væri ekki réttum stjórnmálaflokki.

En lóð fyrir húsnæði til að búa i er auðvitað allt annað en moskur, kirkjur og bænahús. Þetta með sjónvarpið kanski d Keflvikur sjónvarpið hefði fengið að halda áfram ef það hefði farið i atkvæðagreiðslu, en ekki ákveðið af einhverjum lattelepjandi kaffihusalyð 101 Reykjavik i den tíð.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 27.5.2014 kl. 22:34

31 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Baknið atti það að vera en ekki barnið.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 27.5.2014 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband