1.6.2014 | 20:49
Sigmundur ósammála Sveinbjörgu?
Í þættinum Eyjunni á Stöð 2 sagði Sigmundur að það að gera upp á milli trúarbragða væri ekki í anda stefnu flokksins.
En oddviti Framsóknarflokksins sagði 22. maí að hún teldi að það ætti ekki að úthluta lóð undir mosku á meðan hér væri Þjóðkirkja.
Oddvitinn sagði sem sagt mjög skýrt og greinilega að það skuli gera upp á milli kristinnar Þjóðkirkju og múslimasöfnuði Félags múslima.
Formaðurinn segist nú - 9 dögum síðar - vera þessu ósammála, en hann segir ekki hvað honum finnist um þessa skoðun oddvitans, sem var mjög afdráttarlaus.
Hér er OPIÐ BRÉF til Sigmundar Davíðs. Með von um svar.
Sigmundi Davíð misboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Einar Karl. Þér er ljóslega mjög í mun að verja Trúarbrögðin sem hinn steindauði Múhameð smíðaði handa sjálfum sér til að drottna yfir konum sínum, stelpum og sauðum.
Einar Karl. Það er auðvita fáránlegt í landi byggðu upp af heiðnum mönnum og frumkristnum að gefa land undir trúarmiðstöð örkumlandi,handahöggvara.
Einar Karl. Það er auðvita en þá fáránlegra að það skuli vera læknir sem gefur það sem hann á ekki.
Einar Karl. Hvernig á handar höggvin maður að bjarga sér?
Hrólfur Þ Hraundal, 1.6.2014 kl. 22:00
Hrólfur,
hefur þú séð marga koma handalausa út úr miðstöð múslima í Ármúla?
Og það er misskilningur að ég sé eitthvað að verja trúarbrögð. Ég er lítt hrifinn af skipulögðum trúarbrögðum. En ég vil verja trúfrelsið og frelsi einstaklinga til að finna hamingjuna.
Einar Karl, 1.6.2014 kl. 22:25
Ég byð ykkur að hlusta eða lesa. Þetta er mergur Íslam.Lög Íslam ná yfir öll lönd. Prestar sem ekki fara eftir þeim verða eltir uppi svo tímin kemur fyrir þá alla. Karl er þetta ekki satt.
http://dotsub.com/media/b5ee5ada-5b37-4b0b-9916-e0896337ec4b/embed/eng
Valdimar Samúelsson, 1.6.2014 kl. 23:47
Sæll Valdimar,
ég nennti nú ekki að hlusta á þetta allt. Mér heyrðist þessi maður vera að tala um að ýmsir þjóðarleiðtogar múslimskra ríkja vilji takmarka tjáningarfrelsi. Það væri auðvitað alveg fráleitt. En þessi maðru var ekkert að tala um Félag múslima á Íslandi.
Ég STYÐ tjáningarfrelsi og LÍKA trúfrelsi, þar á meðal rétt trúfélaga til að reisa sér hús.
Eða hvað leggur þú til? Viltu BANNA Félag múslima? Banna ákveðnar skoðanir??
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 09:28
Ég vil ekki banna venjulegt trúarfélag en trúarfélög sem leifa ýmissa afbrygðilega hluti og ofbeldi vil ég banna á alheimsvísu. Það að þjóðir leifi svoleiðis í nafni trúfrelsis e ekkert nema hræsni. Hvað viltu gera út af skolastúlkunum í Nigeríu. Hvað viltu gera út af limlestingu og dráp kvenna í nafni ímissa trúarfélaga.Hópnauðgannir, samfarir eftir andlat eiginkvenna. Segð þú mér einhvað en byrjaðu ekki með þessa tuggu það sé svona hjá kristnum. Jú það eru nauðganir en ekki hópnauðganir í tugþúsundavís og dæmdar til dauða fyrir vændi á efir. KOMon reyndu ekki meira.
Valdimar Samúelsson, 2.6.2014 kl. 09:55
Valdimar,
ég veit ekki til þess að Félag múslima á Íslandi leyfi "afbrigðilega hluti". Ég held að þetta sé friðsemdarfélag.
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 10:37
Við skulum endilega gera ráð fyrir að Einar Karl reynist sannspár. Hingað munu ekki koma afbrigðilegir múslimar. Hingað munu bara koma múslimir sem eru afbrigðilegir miðað við venjulega múslima og þannig afbigðilegir að vera bara afbrigðilegir múslimar en ekki afbrigðilegir að öðru leyti.
Og ég er sammála Einari Karli að við eigum ekki að banna það sem er ógeðslegt og ómanneskjulegt ef það er gert í nafni trúarinnar sem öllum á að vera frjálst að iðka.
Góð ályktun þessi spurning um handalausu þjófana hlaupandi út úr moskum!
Ég hef séð hálsskorna úlfalda hlaupandi um stræti og torg í anda trúarbragða þessa indæla fólks sem stóð skellihlæjandi og skemmti sér vel við að horfa á grínið.
En það var ekki á Íslandi.
Umfram allt skulum við forðast alla bannsettu fordómana.
Árni Gunnarsson, 2.6.2014 kl. 16:40
Árni Gunnarsson, ég túlka þessa kaldhæðni þína sem svo að þú teljir múslima afbrigðilegt fólk. Það finnst mér dapurlegt viðhorf.
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 18:37
Þú virðist mikill áhugamaður um muslima og byggingu mosku í Reykjavík, en ekki veit ég ástæðuna, en vona hið besta:
Ég vil benda á að Stjórnarskráin, eru æðstu lög Landsins.
Og Stjórnarskráin, leifir Trúfrelsi,63.gr.Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína,...............
Innan ákveðinna skilyrða:
Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Fjölkvæni og barnagiftingar meðal muslima,heldurðu að það samræmist alsherjarreglu og góðu siðferði.
65.gr. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Hefurðu orðið var við janrétti hjá kynjunum hjá múlimum,konur fá ekki að fara inn í Moskurnar,getur það fallið undir trúfrelsi, nei það fellur undir kúun kvenn hjá múlimum.
Múslimar vilja ekki samlagast nýju landi,þess vegna er láng best að þeir séu bara heima hjá sér.
Lærum af mistökum Norðurlandanna, og látum Stjórskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis, kanna fyrir sig hvort þessi trúarbrögð samræmast Stjórnarskrá lýðveldisins.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 21:31
Jú konur fá víst að fara inn í moskur skilst mér, en kynin eru sitt í hvoru lagi.
Félag múslima á Íslandi er ekki að leggja til fjölkvæni og barnagiftingar og það eru alls ekkert almennir siðir í löndum múslima.
Svo skil ég ekki hvað er verið að tala um þessi "vandamál á Norðurlöndum". HVAÐA VANDAMÁL?? Það fylgja því ýmsar áskoranir þegar fólk flyst á milli menningarsvæða, en engum heiðvirðum manni á Norðurlöndum myndi detta í hug að banna múslimum ða byggja mosku!
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 22:49
Trúarbrögðin, leifa fjölkvæni og barnagiftingar, trúarbrögðin leifa heldur ekki jafnrétti, konur fá ekki að fara inn í moskurnar,konur hafa ekki kosningarétt.
Múslimar vilja ekki samlagst vestrænum ríkjum, þess vegna skapast mikil vandamál,þetta er ástæða þess að við verðum að láta athuga hvort þessi trúarbrögð séu innan þeirra skylirða sem Stjórnarskráin setur,og gera úttekt á þeim mistökum sem gerð hafa verið á Norðurlöndunum,þessir menningarheimar eiga enga samleið.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 23:17
Jón Ólafur,
Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér. Fjölkvæni þekkist vissulega í sumum múslimaríkjum (og reyndar ekki bara múslimaríkjum, var nú til skamms iðkað t.d. af mormónum) en langt í frá öllum.
Múslimar vilja bara margir víst "samlagast" þeim ríkjum sem þeir búa í, en vilja líka fá að halda í sumt úr sinni eigin menningu, alveg eins og þegar Íslendingar fluttu fyrir 150 árum til Kanada.
Einar Karl, 2.6.2014 kl. 23:56
Telur þú Einar Karl að það að gera eitt trúfélag að ríkisstúrfélagi (þjóðkirkju) eins og kveður á um í stjórnarskrá og um leið að setja lög um að gefa beri þessu trúfélagi lóðir, sé mismunun gagnvart öðrum trúfélögum?
Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg og sjálfsagt fleiri (þekki það ekki) hafi ákveðið að gefa öðrum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum líka lóðir þá er það ekki skylda skv. lögunum þó hugsanlega megi gera það.
Sbr:
Lög um Kristnisjóð:
5. gr. Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. [Nú er presti skylt að hafa aðsetur í kaupstað eða kauptúni og er þá sveitarfélagi skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús hans ef um lögboðið prestssetur er að ræða.]1)
Ef menn telja að þetta brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þá hlýtur stjórnarskráin sjálf að brjóta gegn sinni eigin jafnræðisreglu með þessu:
62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Sigmundur segist ekki vilja mismuna trúfélögum enda kveður svo á um í stjornarskrá með þeirri undantekningu að eitt þeirra er gert að þjóðkirkju.
Sveinbjörg bendir á að ekki sé þörf að úthluta lóð (væntanlega ókeypis) undir mosku þar sem hér sé þjóðkirkja, ég sé ekki betur en að bæði tvö séu í ágætu sambandi við stjórnarskrána.
Það hvort félag múslima eigi svona yfirleitt að fá lóð undir mosku er síðan allt önnur umræða en hvort A. það sé skipulagslega skynsamlegt að reysa mosku á þeim stað sem fyrirhugað er og hvort eðlilega hafi verið staðið að þeirri veitingu (Borgarstjórnarflokkarnir brutu eigin nýsettar reglur við úthlutunina) eða B. Hvort eðlilegt sé að gefa lóðir til trúfélaga annara en kirkjunnar.
Sú umræða um hvort eigi að leyfa moskubyggingu gagnrýnislaust er svo afskaplega forvitnileg og snýst um aðra hluti. T.d. hvort af múslimum stafi meiri hætta en öðrum trúfélögum varðandi hryðjuverkaógn (Norðmenn og interpol telja svo vera) hvort hætta sé á að siðir og venjur margra múslima verði praktiseraðir hér en gangi þó gegn gildandi landslögum og verði því að bæta lagaumhverfið til að koma í veg fyrir t.d. barnagiftingar og þvinguð hjónabönd. Svíar telja að þess þurfi.
Sveinbjörg Birna bendir á að í mörgu séum við aðeins á eftir norðurlöndunum en hér komi upp þau sömu (félagslegu) vandamál og þar, þess vegna sé skynsamlegt fyrir okkur að læra af þeirra reynslu. Skoða málin með opnum hug. Það virðist ekki hafa verið gert sérstaklega enn sem komið er og ekki líklegt á meðan galdrabrennuæði vinstrimanna er slíkt sem nú yfir réttmætum ábendingum Sveinbjargar.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:34
Ég þekki múslima af góðu einu og almennt mikið fyrirmyndarfólk.
En mér finnst ekki í lagi að mæla bót árásum á þjófa og að aflima þá. Mér finnst að félag múslima á Íslandi ætti að sjá sóma sinn í því að reka þennan mann úr sínum röðum, til að sanna að þau séu ekki fólk sem finnst í lagi að tala svona og sverta mynd trúar þeirra út á við. Ég er viss um biskup Íslands myndi strax reka prest sem mælti bót aflimunum eða öðrum lögbrotum. Það hæfir ekki nútímalegum, umburðarlyndum trúarbrögðum og ríkið ætti ekki að halda uppi neinu trúfélagi sem hvetur til brota gegn allsherjarreglu og trúfélög því að vísa slíku fólki úr sínum röðum og afneita því. Það er það eina rétta. Stjórnmálaflokkar sem hafa haft slíka í sínum röðum eiga líka að sverja þá af sér og reka þá, því annars virðast ummæli þeirra á ábyrgð þess flokks sem tekur svona menn upp á arma sína. Enginn skal fá að hóta öðrum ofbeldi, hvort sem er því veslings ógæfufólki og kleptómaníusjúklingum sem ganga um og stela, né heldur samkynhneigðum, múslimum,trúleysingjum né nokkrum öðrum minnihlutahóp. Allir menn eiga rétt á vernd frá lögunum fyrir hótunum um ofbeldi og stjórnmálamenn sem mæla slíku bót á að setja á svartan lista og ekki leyfa framboð þeirra. Munum að Hitler var lýðræðislega kjörinn maður. Komum í veg fyrir það á uppgangi hægri öfga af öllu tagi, trúarlegra og stjórnmálalegra, að flokkar og fólk sem er hlynnt limlestingum eða öðru ofbeldi fái að vera í framboði og fordæmum flokka sem hjálpa þeim til að komast til áhrifa í stjórnmálum.
Salaam! Namaste!
Orð Salmanns. Gleymum ekki: Gefum ekki þeim sem boða ofbeldi tækifæri sama hvar þeir standa. Og hvetjum moskuna hans til að vísa honum úr söfnuðinum til að sýna að þar fari framfarasinnuð, lýðræðisleg og friðsöm moskva sem stendur fyrir mannúðargildi og er hlynnt allsherjarreglu og lögum landsins.
http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U49SXXJ_umk
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 17:14
Bjarni Gunnlaugur segir:
En það var nákvæmlega það sem Sveinbjörg Birna byrjaði á að tala um!
Einar Karl, 4.6.2014 kl. 22:44
Jón Jónsson:
Ertu að vitna til viðtalsins þar sem Salmann var att saman við öfga-íslamandstæðinginn Valdimar Jóhannesson, þar sem Salmann svarar á einum stað "Já en" áður en Valdimar grípur svo frammí fyrir honum?
Salmann hefur lýst því yfir að hann hafi alls ekki verið að mæla með handahöggningum, í þessu viðtali, sem hann var hálfpartinn plataður í, honum var sagt að hann myndi mæta Sveinbjörgu Birnu, en ekki múslimahataranum Valdimar.
Ég treysti hans orðum í þessu betur en orðum Jóns Jónssonar "(IP-tala skráð)"
Einar Karl, 4.6.2014 kl. 22:49
Hefur þú farið á þessa slóð og hlustað á viðtalið? Þú heyrir greinilega eitthvað annað en ég. Þeir geymdu þennan bút. Ert þú með Asperger eða eitthvað slíkt? Engir fordómar af minni hálfu, bara spyr hvort þú nemir tilfinninguna og orðin einhvern veginn öðruvísi en þorri manna. Margir snillingar og merkismenn eru á einhverfurófinu og ekkert verra fólk en aðrir. En búturinn er þarna og ég þekki engan sem heyrði eitthvað annað en ég út úr honum. Því miður. Þetta er mikill harmleikur bæði fyrir félag íslenskra múslima og Dögun að hafa þennan mann í sínum röðum, hafi hann ekki betri sjálfstjórn en þetta.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 00:02
Það er alls ekkert bara "já, en" þarna og Salmann hefur að vísu afsakað þetta opinberlega, en hann sagðist hafa sagt þetta í reiði. Það var hans útskýring. Einkennilegt. Segir þú "Ég styð nauðganir" eða "Ég styð dauðarefsingar" bara afþví þú ert reiður? Nú er maðurinn undarleg skepna og alls konar sálarflækjur sem geta komið upp og hegðun mannfólks verið órökrétt. En stjórnmálamaður þarf að hafa sjálfstjórn og mér finnst þetta jafn ljót ummæli hvort sem hann meinti þau eða var "bara reiður" eins og hann segir.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 00:04
Ég er ósammála því að það eigi að höggva hendur af þjófum, líkt og ég er ósammála dauðarefsingum, sem eru við lýði á því Vesturlanda sem telst mest kristið og njóta eindregins stuðnings mjög margra trúaðra kristinna Bandaríkjamanna.
En ég styð ekki að það eigi á einhvern hátt að REFSA mönnum fyrir að tjá slíka skoðun. Hvað þá ef þeir missa eitthvað út úr sér í rifrildi við ofstopamann, sem þeir síðan draga tilbaka.
Einar Karl, 5.6.2014 kl. 08:59
Ég styð það ekki að refsa þeim með lögunum, með fjársekt eða fangavist eða öðru sem kemur manni á sakaskrá. En rétt eins og ég er viss um að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sverja af sér mann og skoðanir hans sem segði "Jú, nauðganir eru í fínu lagi, blah blah blah" á Útvarpi Sögu, bara afþví einhver vinstri ofstopamaður, reiður og fullur vandlætingar og haturs í garð Sjálfstæðismanna hefði verið þarna líka, og að Samfylkingin myndi samstundis reka mann sem sagði "Jú, mér finnst í góðu lagi að híða börn vel og vandlega til að kenna þeim aga, bara löðrunga þau duglega, þau hafa gott afþví", þó þarna væri einhver þjóðremba kallandi Samfylkingarmanninn "landráðamanna" og svoleiðis, þá væri eðlilegt að Dögun segði þessum manni að hann sé ekki lengur velkominn í Flokkinn. Og alveg eins og biskup Íslands myndi strax reka mann sem segði í Ríkisútvarpið að hann styddi nauðganir og hann ekki framar fá að þjóna sem prestur, og það þó hann segði að hann hefði bara "verið að grínast" eða verið reiður afþví það hefði verið þarna "helvítis fífl frá Vantrú sem var með dónaskap" eða "ógeðslegur bókstafstrúarmaður sem sagði ég væri ekki einu sinni skírður löglegri skírn og enginn Guðsmaður eða kristinn, heldur meðlimur viðurstyggilegrar villutrúarkirkju". Tja, það myndi engu breyta. Þessir prestar, þessir stjórnmálamenn yrðu allir látnir taka pokann sinn, nema kannski ef þeir væru brúnir og þeir sem ættu að taka slíkar ákvarðanir rasistar og myndu vorkenna aumingja vanþróaða manninum og umbera hann eins og "byrgði hvíta mannsins" kennir manni að gera.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 11:29
Afhverju gengurðu lengra en hann sjálfur í að verja sig? Hann sagði opinberlega að hann hefði sagt þetta afþví hann væri reiður. Sem er skrýtið. Ef þú værir í útvarpsviðtali og yrðir reiður og spurður einhverju sem þú ert ósammála eins og "Finnst þér það ætti að drepa þá sem stunda vændi?" myndir þú þá bara segja "Já, það er besta mál ef að þær blah blah"? Virkilega? Ertu viss um þetta séu bara eðlileg viðbrögð? Kannski? En á fullorðnum manni ekki að vera betur treystandi en það. Myndirðu líða það að Birgitta Jónsdóttir segði eitthvað svona, eða Dagur, eða Sóley Tómasdóttir? Nei? En ef þau hefðu bara verið reið? Nei? Afhverju finnst þér skárra og betra Salmann segi eitthvað svona? Afþví hann sé einhvern veginn ekki þeirra jafnoki og því beri að dæma orð hans með meiri linkind, alveg eins og ef þetta væri alvarlega greindarskertur maður eða barn? Er það málið? Ef svo er, ef þessi tilfinning er svo mikið sem örlítið til staðar, þá heitir hún rasismi. Andstæða hennar er að finnast manneskja vera jafningi manns og ekki eiga rétt á neinum siðferðilegum afslætti.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 11:36
Jón Jónsson,
þú þarft ekki að fara langt aftur í tímann (30 ár?) þegar fullt af fólki studdi líkamlegar refsingar barna, og eflaust margir enn af gömlu kynslóðinni sem finnst eðlilegt að rassskella óþekk börn.
Jú þú myndir eflaust leggja til af afa þínum yrði hent út úr hverfisfélagi Sjálfstæðisflokksins ef hann myndi viðra slíka skoðun, sem við erum almennt sammála um Í DAG að sé úrelt og óboðleg.
Einar Karl, 5.6.2014 kl. 11:46
Nú finnst mér þetta frekar lélegt dæmi hjá mér að bera það saman að svipta mann æru og lifibrauði æfilangt með að höggva af honum hendurnar fyrir þjófnað þegar stelsýki er á lista yfir geðsjúkdóma og nær eingöngu verst setta fólkið stelur. Mér finnst það hljóma eins og mismunun gegn fátæku og veiku fólki. Þjófnaður, eins og vændi, er næstum bara stundaður af neyð. Þetta var lélegt dæmi hjá mér.
Að vera á þriðja sæti lista stjórnmálaflokks er líka annað en að vera í hverfisfélaginu, svo það var mjög lélegt dæmi hjá þér. Ég sé við erum hvorugir í góðu formi í dag.
Nú eru báðir mínir afar og báðar mínar ömmur mikið vinstrifólk og myndi aldrei koma nálægt Hverfisfélagi Sjálfstæðisflokkinn. Né heldur aðhyllist neitt þeirra líkamlegar refsingar, og hefur aldrei gert að mér vitandi, að minnsta kosti aldrei stundað samkvæmt samtölum mínum við foreldra mína. Ég hélt reyndar flestir af eldri kynslóðinni hafi skilið við þessi viðhorf af þeim sem höfðu þau.
Ég skal lofa þér því að sama hversu náinn mér einhver væri og hversu vænt mér þætti um hann, ég myndi aldrei afsaka það að þessi einstaklingur væri framarlega á lista stjórnmálaflokks og aldrei kjósa flokk sem þætti það allt í lagi. Mér þætti verið að gera grín að þessum einstakling á einhvern hátt og gera lítið úr honum með að fela honum traust og stöðu umfram það sem hann réði við. Ég hef verið í svipaðri stöðu og veit hvað ég er að tala um.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 12:00
Ég vil líka segja að ég vorkenni aðstaðdendum Salmanns að hafa verið settir í hættu með þessum hætti og börnum hans sérstaklega. Ég vorkenni trúfélögum hans sem þurfa að líða fyrir að nú haldi Íslendingar fleiri hugsi svona þar en vonandi en raunin. Ég vorkenni ekki Dögun, því það á aldrei að setja mann í þriðja sæti fyrr en karakter hans er fullreyndur við erfiðar aðstæður, sem þeir hafa greinilega ekki gert. Afþví hann tilheyrir minnihlutahópi er með því verið að taka vissa áhættu varðandi ímynd minnihlutahópa út á við og það er siðleysi gagnvart múslimum að fullreyna ekki betur manninn. Þú átt ekki að fá háa stöðu af neinu tagi án þess að hafa sannað þig fyllilega. Stjórnmálaflokkar mættu taka sér vinnubrögð stórfyrirtækja til fyrirmyndar við mannaráðningar.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.