31.7.2014 | 21:28
Bandaríkjastjórn viðurkennir HRYÐJUVERK ÍSRAELA
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:
Talsmaður Barack Obama Bandaríkjaforseta segir að ekkert geti réttlætt árás Ísraelsmanna á neyðarskýli Sameinuðu þjóðanna þar sem minnst sextán fórust og hundrað særðust.
Þetta er ekki tilbúningur RÚV, sömu fréttir eru staðfestar um heim allan. Þetta má lesa á síðu BBC:
The US has said the shelling of a UN shelter in Gaza is "totally unacceptable and totally indefensible".
Hvað er það þegar ráðist er á óbreytta borgara með sprengjuárás, á skóla þangað sem þúsundir höfðu leitað skjóls undan sprengjuregni, og bandamenn sprengjumannanna staðfesta að EKKERT geti réttlætt árásina, hún sé algjörlega óásættanleg og óverjandi með öllu -
Er þetta nokkuð annað en hryðjuverk ?
Hvað segir Ísraelsvinakórinn hér á Moggabloggi? Er Bandaríkjastjórn gengin til liðs við vinstri-áróðursmaskínu Hamas?
Samkvæmt rasista-Moggabloggkórnum sýnir þessi mynd "sjálfsvarnarárás" Ísraelshers, eða eyðileggingu á neðanjarðargöngum ...
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Facebook
Athugasemdir
Bandaríkin og Ísrael hafa ítrekað notað orðið hryðjuverk af minna tilefni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.7.2014 kl. 21:43
Sæll.
Árásin á þennan SÞ skóla er enn til rannsóknar. USA fordæma árásina en hafa ekki nefnt Ísraela vegna þess að enn er ekki vitað hver ber ábyrgð. RUV fer ekki rétt með, öfugt við BBC.
Þess má svo geta að blóðug árás á markað nú fyrir skemmstu er ekki á ábyrgð Ísraela heldur PIJ þegar eldflaug frá þeim lenti á röngum stað. Allir hlupu til og kenndu Ísraelum um. Hvers vegna?
Hamas menn hafa tekið rúmlega 50 samlanda sína af lífi fyrir ýmsar sakir frá upphafi þessara átaka og telja þá sakleysingja með þeim sem fallið hafa í núverandi átökum. Að auki hafa yfir 100 eldflaugar frá Hamas/PIJ fallið innan Gaza. Geta menn fullyrt að ekkert mannfall hafi orðið vegna þeirra?
Heimurinn er ekki eins svart-hvítur og sumir halda. Hvað heldur þú að mörg ár líði þar til aftur brjótast út átök milli þessara aðila? Varanlegan frið þarf þarna en ekki mislöng vopnahlé.
Helgi (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 07:59
Helgi,
RÚV fer alveg rétt með. Ég skil ekki af hverju þér er einhver fróun í því að taka upp hanskann fyrir Ísrael í þessu andstyggilega stríði og verja dráð þeirra á óbreyttum borgurum.
Þetta geturðu þesið í Guardian:
In what amounted to the strongest and most explicit condemnation of Israel since the conflict began, US president Barack Obama’s press secretary said the attack on the school was “totally unacceptable” and “totally indefensible”. ...
http://www.theguardian.com/world/live/2014/jul/31/gaza-crisis-israel-calls-up-reservists-as-it-maintains-offensive-live-coverage#block-53da79bee4b09de5a9852a6d
Skeggi Skaftason, 2.8.2014 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.