12.2.2009 | 22:44
Nei - alvöru fjölmiðill
Vefritið Nei er ferskur andblær í íslenska fjölmiðlaflóru. Það fór af stað um miðjan október og hefur haldið góðum dampi, hefur að skipa vel ritfæru fólki sem leggur sig fram. Þetta er ekkert hálfkák. Blaðið fer ekkert í grafgötur með pólitískar skoðanir ritstjórnar en gerir það heiðarlega og er ekki fast í neinum flokkadráttum.
Vefritið er á slóðinni this.is/nei
Ég mæli til dæmis með viðtali við Forsætisráðherra frá því í gær, miðvikudaginn 11.2., "Dauði rökræðunnar". Viðtalið er ítarlegt, skemmtilegt og fróðlegt. Og svona spyrja alvöru blaðamenn:
Þannig að við munum fá að vita allt sem stendur í þessari aðgerðaráætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?
SJS: Já, ég held að ég geti lofa því að við munum gera allt
Heldurðu að þú getir lofað því eða lofarðu því?
Fyrir skemmstu birtist á síðunni mjög skemmtileg og flott greining á forsíðum Morgunblaðsins í kringum bankahrunið. Gæða blaðamennska hjá Nei!
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.