9.4.2009 | 19:49
Fjármögnun stjórnmálabaráttu
Þessar fréttir eru með ólíkindum. Reiðarslag fyrir stjórnmálaflokk að fá svona fréttir skömmu fyrir kosningar, en ekki er nú hægt að vorkenna þeim. Þetta sýnir líka hvað stjórnmálamenn voru tilbúnir að dansa með í firringunni með víkingunum, 30 millur voru nú bara "smotterí" í þá gömlu góðu daga, árslok 2006, eins og ein góð árshátíð í London eða svo. Hörðustu stuðningsmenn eru á því að "Baugsflokkurinn" hafi örugglega fengið álíka styrki (sem gengur ekki upp, því allir styrkir samtals til Samfylkingarinnar 2006 eru 10 milljónum lægri en þessir tveir styrkir).
Kjósendur verða að gera upp við sig hvort uppgjör hins raunverulega Baugs-FLokks í þessu máli verði trúverðugt.
Allir flokkar ættu svo að birta lista yfir helstu stuðningsaðila á seinustu árum áður en lögin um fjármál flokka tóku gildi 1.1.2007. Einhvern veginn grunar mann að hinn stjórnarflokkurinn 2006 hafi haft ekki síður trausta stuðningsaðila, enda margir innmúraðir og innvígðir í þann söfnuð, sem högnuðust vel í einkavæðingu þessara tveggja flokka.
Við þurfum að halda áfram umræðu um fjármögnun stjórnmálabaráttu og hvernig koma skuli í veg fyrir að fjársterkir aðilar liðki fyrir fyrirgreiðslu/kaupi sér vináttu með fjárframlögum, t.d. í prófkjörum, þar sem alþekkt er að einstaklingar hafi hafi haft verulegan kostnað í slíkri baráttu, án þess að gerð grein fyrir fjármögnun.
Stjórnmálaflokkar eiga fyrst og fremst að sýna kjósendum og landsmönnum trúnað og heilindi, frekar en styrktaraðilum.
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.