Höldum þessu til haga - xD og Landsbankinn

Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins Kjartan Gunnarsson sat í bankaráði Landsbankans frá því áður en Björgólfsfeðgar "keyptu" bankann fyrir 11,2 milljarða (og skulda enn 5 milljarða vegna þeirra kaupa!)

Steinþór Gunnarsson, stjórinn í Landsbankanum sem Guðlaugur Þór Þórðarson leitaði til, til að bjarga flokknum úr "miklum fjárhagslegum erfiðleikum" er fyrrum stjórnarmaður í SUS, en hann var gjaldkeri stjórnar SUS í formannstíð Guðlaugs.

Fyrrverandi bankastjórinn Sigurjón Þ. Árnason er gamall samherji Sjálfstæðismanna úr stúdentapolitíkinni. Guðlaugur Þór starfaði undir stjórn Sigurjóns í Búnaðarbankanum.

Björn Ársæll Pétursson er samherji Guðlaugs í flokknum og talinn vera lykilmaður í stuðningsliði hans. Björn Ársæll var m.a. formaður eins hverfafélags flokksins og hóf störf hjá Landsbankanum 2006 og stýrði útibúi bankans í HongKong við hrunið, og fékk rausnarlegan starfslokasamning eftir hrun bankans. 

Fleiri Sjálfstæðismenn í feitum stöðum í Landsbankanum mætti nefna, en það væri nú eins og að fara að telja Vatnsdalshóla.

Fyrrum forstjóri FME, sem hafði eftirlit með Landsbankanum, var Jónas Friðrik Jónsson, en hann var í stjórn SUS 1991-1993, og með honum voru m.a. Guðlaugur Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins. Jónas Friðrik var í stjórn Vöku og var formaður Stúdentaráðs en veturinn eftir gegndi Sigurjón Þ. Árnason því embætti.

 

Já, margir þræðir tengdu óneitanlega saman Sjálfstæðisflokkinn og Landsbankann. Illar tungur gætu jafnvel sagt - svona í hita kosningaforleiksins - að ICESAVE skuldaklafinn sé hreinlega í boði Sjálfstæðisflokksins...


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta finnst mér lágkúruleg rök. Svona geturðu fundið um alla flokka og ef í það er farið um alla íslendinga. Upphlaupin í Sjálfstæðisflokknum sjálfum eru nægileg rök gegn þessari spillingar aðdróttun þinni. Þessi framlög voru úr öllum takti við það sem venjulega gerist og út fyrir velsæmismörk að mati þorra sjálfstæðismanna eins og viðbrögð þeirra síðustu daga hefur leitt í ljós.

Hitt er annað mál að þetta tengist engri spillingu, heldur því að ungir sjálfstæðismenn töldu sig vera að vinna flokknum vel í söfnun fjármagns þegar flokkurinn stóð illa og þetta var heimilt samkvæmt lögum. Þeirr fóru einfaldlega offari og sá sem samþykkti þessi framlög var Geir Haarde líkt og hann hefur sagt sjálfur. Hans var ákvörðunin.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 19:36

2 identicon

Adda; ef þessi framlög voru út fyrir öll velsæmismörk, hvers vegna í ósköpunum voru þau greidd og hvers vegna í ósköpunum var tekið við þeim og hvers vegna í ósköpunum var ekkert aðhafst fyrr en flett var ofan af þessu tveimur og hálfu ári seinna? Svarið er að lesa hér milli línanna í færslu Einars; nefnilega að Sjálfstæðisflokkurinn er gerspilltur stjórnmálaflokkur og tengslin milli flokksins, banka- og fjámálafyrirtækja og annars fjármagns gegnum klíku og fjölskyldutengsl er einmitt það æxli sem þessi þjóð þarf að losa sig við. Ef þú sérð þetta ekki sjálf ertu sennilega einfeldingur eða bara með í klíkunni.

Jón (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Einar Karl

Adda Þorbjörg, það sem ég er að benda á er að það lágu mikil og bein tengsl milli bankans og flokksins. Bankinn fór offari og skilur eftir sig geigvænlegar skuldir á herðum skattgreiðenda.

Sjálfstæðisflokkurinn stýrði ekki Landsbankanum, en var heldur ekki í góðri aðstöðu til að veita honum - aðhald og gagnrýni.  Spurningin er því, hversu mikið stýrði Landsbankinn Sjálfstæðisflokknum?  Getur verið að Landsbankinn hafi ráðið meira í Sjálfstæðisflokknum en sá "þorri flokksmanna" sem þú minnist á?

Einar Karl, 11.4.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Einar; Ég og þorri sjálfstæðismanna erum þess fullviss að Landsbankinn réði ekki lögum og lofum í Sjálfstæðisflokknum. Það sem setur reglur fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru atkvæði flokksmanna á landsfundi. Þetta er stærsta stjórnmálahreyfing landsins með flesta flokksbundna flokksmenn. Þeir láta ekki banka stela flokknum sínum. Flokkurinn er fólkið í honum. Ég er að benda á að svona tengsl eins og þú bendir á eru allstaðar inni í þjóðlífinu hér og ekki er hægt að komast hjá þeim vegna smæðar okkar. Hægt væri að benda alveg eins á tengsl við Samfylkinguna, Framsókn og VG.

Jón; Þú ert varla svara verður. Almennir flokksmenn vissu ekki um þessar greiðslur. Þessir aðilar töldu þær greinilega í lagi enda ekki bannað þegar þetta var að þiggja svona upphæðir. Almennum flokksmönnum hinsvegar þykir þær hættulega háar, vill ekki svona upphæðir þó ekki væri nema vegna tortryggni og illra hugsana aðila eins og þín. Þær gefa færi á flokknum sem annars væri ekki.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.4.2009 kl. 23:21

5 identicon

Það er mikill hugarléttir að "þorri" flokksmanna sjálfstæðisflokksins er ekki jafn gegnumrotinn eins og forusta flokksins. Þá getið þið bara hreinsað skítinn og verið hrein og saklaus í tæka tíð fyrir kosningar ;-)

Jón (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 01:54

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Vatnsdalurinn er fallegur og já takk fyrir góða grein Einar Karl.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband