Lobbýismi á Íslandi - talsmenn erlendra stórfyrirtækja

pillumaður"Lobbýismi" er það þegar hagsmunaaðilar reyna að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við stjórnvöld. Fyrirbærið er sérstaklega þekkt frá Bandaríkjunum, þar sem heil atvinnugrein þrífst á þessari iðju. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt ef þess er gætt að hagsmunagæsla sé fyrir opnum tjöldum.

Í Íslandi er 'lobbýismi' ekki eins þróaður og vestanhafs en þekkist auðvitað. Hugtakið kemur oft í hugann þegar ég les greinar eftir framkvæmdastjóra Samtakanna Frumtök - Samtök framleiðenda frumlyfja. Samtökin eru með skrifstofu í Borgartúni, 7 manna stjórn skipuð Íslendingum og að því er virðist a.m.k. einn starfsmann.

Hið skondna er að það eru engir framleiðendur frumlyfja á Íslandi. Eitt íslenskt fyrirtæki á aðild að samtökunum, Íslensk Erfðagreining. Það fyrirtæki gerir margt spennandi, en mörg ár eru í það að ÍE framleiði lyf. Hin aðildarfyrirtækin eru stór erlend lyfjafyrirtæki, svosem GlaxoSmithkline, Pfizer, Novartis, o.fl. Félagið fer svo sem ekkert í grafgötur með það að einn tilgangur þess er "að gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi". Þeir hagsmunir eru náttúrulega að selja sem mest af sinni vöru á sem bestu verði!

Allt gott um þessi fyrirtæki að segja í sjálfu sér, samt pínu skondið að þau reki skrifstofu hér á landi til að gæta sinna hagsmuna, undir þessu íslenska nafni, eins og um sé að ræða hefðbundið íslenskt félag.

Væri svona svipað og ef bílaframleiðendur, Toyota, Volkswagen, Ford, o.fl. myndi reka hér lobbýismaskrifstofu sem "íslenskt" félag, Félag bifreiðaframleiðenda, og leyfa kannski Arctic Trucks að vera með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband