18.5.2009 | 23:17
XO hafa rétt fyrir sér - trú á að aðskilja frá stjórnmálum
Vondir menn, eins og Donald Rumsfeld klárlega er í mínum huga, geta auðveldlega beitt trú til að styðja vondan málstað og fela skort á alvöru rökum. Þetta sést víðar þar sem bókstafstrúarmenn eru eða hafa verið við völd.
En sumir myndu kannski bara segja að það sé "hefð" í bandarískum stjórnmálum að vitna í Guðs orð, og hefðir skuli virða.
Bandaríkin eru náttúrulega að mörgu leyti stórskrítin. Ég var um daginn að afla mér upplýsinga um leikrit á fjölunum í New York. Sú 'Off-Broadway' sýning sem fær næst-bestu einkunn lesenda á vef New York Times (þ.e. þeirra lesenda og leikhúsgesta sem gefa sýningum einkunnir á vefnum) er einleikur þar sem leikari segir sögu Davíðs konungs, en texti sýningarinnar er allur tekinn orðrétt úr gamla testamentinu! Þetta segir einn gesturinn:
I don't usually write endorsements, but today I cannot help myself! Recently I had the joy of attending a performance of King David, a musical described as a heart-warming musical celebration of faith for the entire family. I am happy to say that the description perfectly fits the event!
Let me tell you why I recommend that you go see this. First of all, the script is actual word-for-word Scripture. David Sanborn, the gifted and talented actor who performs this one-man play, has memorized vast portions of 1st and 2nd Samuel as well as a number of the Psalms.
Only in America...
Hættulegir öfgatrúarmenn. Sem betur fer farnir frá völdum.
Rumsfeld vitnaði í Biblíuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Athugasemdir
Sannarlega. Sumir halda að hér sé eitthvert smotterí á ferð, en svo er ekki. Trú og stjórnmál eiga ekki samleið. Gífurlegar blóðsúthellingar hafa fært mönnum heim sanninn um það. Tilefni sundurlyndis eru næg samt.
Rómverji (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.