31.5.2009 | 13:24
Vopnaleit á komufarþegum á Leifsstöð
Kom fyrir fáeinum dögum úr stuttri Bandaríkjareisu, í fyrsta sinn í fjögur ár sem ég fer vestur um haf. ÞVí var það að ég kynntist því nú í fyrsta skipti að eftir að Ameríkufarþegar ganga frá borði þurfa þeir að fara í gegnum vopnaleit, á undan vegabréfaskoðuninni. Málmleitarhlið, skönnun á öllum handfarangri, af með föt, hald lagt á vatnsflöskur, með tilheyrandi biðröðum, töfum og leiðindum.
Hvers slags dómadags vitleysa er þetta? Ég var frekar úrillur eftir flugið, gat ekkert sofið enda lítið hægt að halla sætum í nýju fínu flugvélunum. Þegar ég var beðinn um að taka af mér belti spurði ég starfsmanninn kurteislega hvernig stæði á þessu. "Við höfum nú gert þetta í mörg ár", svaraði hann, en bætti svo við: "Æ, það verður blöndun á farþegum og eitthvað svona rugl". (Man þetta ekki alveg nákvæmlega, en þetta var svona efnislega það sem hann sagði.)
Blöndun á hvaða farþegum? Það eru ENGIR farþegar á þessu svæði flugstöðvarinnar sem ekki hafa þegar farið í gegnum vopnaleit einu sinni hið minnsta.
Af hverju þarf fólk að þola svona vita tilgangslausa vitleysu? Ef meiningin er að skapa atvinnu er nær að borga öryggisvörðunum fyrir að gera eitthvað gagnlegt, eða jafnvel bara fyrir að lesa góðar bækur og drekka kaffi, en ekki fyrir að gera beinlínis ógagn.
Afturför í flugsamgöngum
Kannski þetta sé framtíðin?
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Ferðalög, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Þoli ekki þetta hlið. "Welcome to Schengen".
Það er svo margt vitlaust við þetta öryggisfargan allt í flugstöðvum. Það eru hirtir brúsar af vökva, sama hvaða vökva, vegna þess að þeir geta verið sprengifimir. Hvað er svo gert við þá? Þeim er kastað í tunnu fulla af öðrum brúsum sem gætu verið fullir af einhverju sprengifimu efni. Það hefur enginn áhyggjur af því.
Flug kallar nú upp mynd í hugskoti mínu af bláum latexhönskum.
Sigurður Ingi Jónsson, 31.5.2009 kl. 21:54
Ekki minnast ógrátandi á vökvabannið, það er önnur vitleysan, algjörlega tilgangslaus og eingöngu til ama. Eykur ekki öryggi fyrir fimmaur. Reglunni var komið á hér um árið þegar hópur hryðjuverkamanna í London sem náðist hafði gert áætlanir um að búa til sprengjur umborð í farþegaflugvélum. Málið er að þessar áætlanir þeirra voru í stuttu máli langt í frá framkvæmanlegar. Um þetta má lesa víða á netinu. Bendi t.d. á þessa grein:Mass Murder in the Skies: was the Plot Feasible?
Þetta segir einn bloggari:
Og annar skýrir betur:
Einar Karl, 1.6.2009 kl. 00:11
Þetta með blöndunina þýðir í raun að Evrópusambandið telur að öryggisgæsla á bandarískum flugvöllum er það léleg að það sé ekki á það hættandi að hleypa fólki þaðan inn á Schengen-svæðið án þess að gera sitt eigið tékk.
Enda vita það allir sem hafa ferðast til USA að öryggistékkið þar er mannað með starfsfólki sem er of heimskt til að vinna á McDonalds ...
Jón (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.