Vopnaleit á komufarþegum á Leifsstöð

Kom fyrir fáeinum dögum úr stuttri Bandaríkjareisu, í fyrsta sinn í fjögur ár sem ég fer vestur um haf. ÞVí var það að ég kynntist því nú í fyrsta skipti að eftir að Ameríkufarþegar ganga frá borði þurfa þeir að fara í gegnum vopnaleit, á undan vegabréfaskoðuninni. Málmleitarhlið, skönnun á öllum handfarangri, af með föt, hald lagt á vatnsflöskur, með tilheyrandi biðröðum, töfum og leiðindum.

Hvers slags dómadags vitleysa er þetta? Ég var frekar úrillur eftir flugið, gat ekkert sofið enda lítið hægt að halla sætum í nýju fínu flugvélunum. Þegar ég var beðinn um að taka af mér belti spurði ég starfsmanninn kurteislega hvernig stæði á þessu. "Við höfum nú gert þetta í mörg ár", svaraði hann, en bætti svo við: "Æ, það verður blöndun á farþegum og eitthvað svona rugl". (Man þetta ekki alveg nákvæmlega, en þetta var svona efnislega það sem hann sagði.)

Blöndun á hvaða farþegum?  Það eru ENGIR farþegar á þessu svæði flugstöðvarinnar sem ekki hafa þegar farið í gegnum vopnaleit einu sinni hið minnsta.

Af hverju þarf fólk að þola svona vita tilgangslausa vitleysu? Ef meiningin er að skapa atvinnu er nær að borga öryggisvörðunum fyrir að gera eitthvað gagnlegt, eða jafnvel bara fyrir að lesa góðar bækur og drekka kaffi, en ekki fyrir að gera beinlínis ógagn.  

farþegar

Afturför í flugsamgöngum

 

Kannski þetta sé framtíðin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þoli ekki þetta hlið. "Welcome to Schengen".

Það er svo margt vitlaust við þetta öryggisfargan allt í flugstöðvum. Það eru hirtir brúsar af vökva, sama hvaða vökva, vegna þess að þeir geta verið sprengifimir. Hvað er svo gert við þá? Þeim er kastað í tunnu fulla af öðrum brúsum sem gætu verið fullir af einhverju sprengifimu efni. Það hefur enginn áhyggjur af því.

Flug kallar nú upp mynd í hugskoti mínu af bláum latexhönskum. 

Sigurður Ingi Jónsson, 31.5.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Einar Karl

Ekki minnast ógrátandi á vökvabannið, það er önnur vitleysan, algjörlega tilgangslaus og eingöngu til ama. Eykur ekki öryggi fyrir fimmaur. Reglunni var komið á hér um árið þegar hópur hryðjuverkamanna í London sem náðist hafði gert áætlanir um að búa til sprengjur umborð í farþegaflugvélum. Málið er að þessar áætlanir þeirra voru í stuttu máli langt í frá framkvæmanlegar. Um þetta má lesa víða á netinu. Bendi t.d. á þessa grein:Mass Murder in the Skies: was the Plot Feasible?

Þetta segir einn bloggari:

The "binary liquid explosives" scare of two years ago was a classic scam, employed by an administration intent on demonizing a section of society, while simultaneously scaring the public by broadcasting bogus threats and falsehoods via a complicit media. Any qualified chemist must have had an attack of hysterics at the idea of someone manufacturing triacetone triperoxide (TATP) while on a commercial plane!

 Og annar skýrir betur:

The two types of liquids proposed for use in the London plot are TATP & HMTD. Anyone with college level chemistry knowledge know this is a moronic method. Can’t be done easily. See below:

The explosive is easily made from three colourless liquids- hydrogen peroxide, which is common in antiseptic solutions, acetone, which is commonly used as a paint thinner and nail polish remover, and sulfuric acid, which is available from many sources as a battery electrolyte and drain cleaner.

But let’s be a little bit more critical here. You have to keep all of these three liquids separate from each other until you want to make TATP. You have to use highly concentrated hydrogen peroxide, which is not nice stuff at all- after all, it maimed and killed thousands of people during the Second World War, when the Nazis used it as oxidizer for their A-4 engines. It also gasses off oxygen constantly and reacts aggressively with plastics of all kinds, which makes carrying it anywhere a challenge. You have to use hydrogen peroxide at least a hundred times more concentrated than that which is used as a hair bleach. Oh, and peroxides are already banned in air travel. You have to mix the acetone with the hydrogen peroxide during the reaction, which is actually the hard part. Acetone plus hydrogen peroxide is actually a hypergolic reaction at room temperature. You have to keep the stuff cold to stop it reacting and producing water, carbon dioxide and heat. Oh, and the reaction when you add the sulfuric acid is strongly exothermic.

Then you need to filter and dry the product, and probably use a blasting cap to detonate it. Interestingly, one mole of explosive will produce three moles of cold gas; this means that for a couple of litres of reagent, the most gas that can possibly be produced is just over 75 litres. I can’t see that producing significant overpressure in a modern widebody jet of volume many hundreds of thousands of litres.

Can we please use some SCIENCE, before we make policy!?!?!

Einar Karl, 1.6.2009 kl. 00:11

3 identicon

Þetta með blöndunina þýðir í raun að Evrópusambandið telur að öryggisgæsla á bandarískum flugvöllum er það léleg að það sé ekki á það hættandi að hleypa fólki þaðan inn á Schengen-svæðið án þess að gera sitt eigið tékk.

Enda vita það allir sem hafa ferðast til USA að öryggistékkið þar er mannað með starfsfólki sem er of heimskt til að vinna á McDonalds ...

Jón (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband