15.6.2009 | 23:49
Hin hliðin - ef Allianz væri IceSave
Þó nokkur fjöldi Íslendinga safnar viðbótarlífeyrissparnaði hjá þýska tryggingarfyrirtækinu Allianz sem rekur útibú á Íslandi, Fyrirtækið býður einnig slysa- og líftryggingar handa Íslendingum.
Ímyndum okkur nú að Allianz færi á hausinn, hefði reynst hálfgerð svikamylla og farið glæfralega með það fé sem þeim er trúað fyrir. Ímyndum okkur að þýsk stjórnvöld myndu lofa öllum viðskiptavinum 100% ábyrgð á öllum lífeyrissparnaði, en þó, ekki alveg öllum viðskiptavinum, ekki þeim sem átt höfðu viðskipti við útibúið á Íslandi. Það fólk fengi engin svör mánuðum saman og þyrfti á endanum að leita á náðir stjórnvalda í sínu landi.
Ætli fólk, sem hefði látið fé sitt í hendur fyrirtækisins og treyst því að þar færi heiðvirt fyrirtæki, væri ekki býsna fúlt? Væri það sanngjarnt að þýskir viðskiptavinir fengju allt sitt bætt en íslenskir viðskiptavinir ekki? Alla vega myndi enginn nokkurn tímann treysta þýsku trygginga- eða fjármálafyrirtæki fyrir peningum í mjög langan tíma.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki spurning um vilja heldur getu.
Stórþjóðirnar eru nú ekki barnanna bestir. Þegar Equitable Life lífeyrissjóðurinn fór á hausinn árið 2001 í Bretlandi og hundraðþúsund manns misstu allan sinn lífeyri, þá gerði breska stjórnin ekkert. Ekkert. Engar bætur ekki neitt. Úr þessu urðu málaferli.
Doddi D (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:42
Sun Life og Friends Provident eru Breskir lífeyrissjóðir á alþjóða vísu sem að Breska ríkið ábyrgist. Sun Life fjárfestir í Asíu þar sem að var og etv er mikill uppgangur, ég hef einnig heyrt að þeirra aðaltekjur sé að fá alltaf fleira og fleira nýtt fólk inní sjóðinn til að greiða iðgjald. Það má kanski velta fyrir sér hversu sterk staða Breska ríkisins sé núna, og hvað mundu þeir gera ef allt færi á versta veg hjá þeim sjálfum, með kröfuhafa frá mörgum löndum. Fær etv Breska ríkið Írland bráðum í fangið ? Hvað skyldi koma þar í ljós ? Er Ísland eina landið sem að spilaborgasmiðir hafa leikið grátt ?
eyjaskeggi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.