Trúfélagalausir hætta að greiða sóknargjald til HÍ - núna beint í ríkissjóð

Ég hjó einmitt eftir þessu þegar tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar fyrir helgi, að þeir sem standa utan trúfélaga eiga nú ekki lengur að greiða sóknargjöld til Háskóla Íslands. Loksins loksins hugsaði ég og eflaust fleiri. Mig minnir að einhverjir VG liðar höfðu haft orð á þessu fyrir kosningar svo kannski væri bara hér verið að efna kosningaloforð. Skildi þó ekki hvernig þetta ætti heima í pakkanum um ráðstafanir til að bæta stöðu ríkissjóðs. En það kemur nú fram í þessari frétt.

Þeir sem standa utan trúfélaga þurfa nú ekki lengur að greiða sóknargjald til Háskóla Íslands, sem hlýtur enda að teljast ansi furðuleg ráðstöfun. Þess í stað greiða þeir nú sóknargjaldið bara beint í ríkissjóð.

Sem sagt, tæp 80% þjóðarinnar greiða sóknargjöld til sinnar þjóðkirkjusóknar, margir greiða sóknargjöld til frjálsra trúfélaga, sem að flestu leyti starfa eins og hver önnur félagasamtök, nema hvert félag sameinast um trú á einhverju yfirnáttúrulegu fyrirbæri,og þriðji hópurinn, sem ekki er í neinum söfnuði, hefur svo greitt sóknargjöld til Háskólans (ekki val um HR eða Bifröst!)

Ég er sjálfur ekki í þjóðkirkjunni en starfa í frjálsum félagasamtökum, er virkur söngvari í kór og greiði að auki félagsgjöld m.a. til Rauða krossins og Íslandsdeild Amnesty. En ég get víst ekki látið mitt sóknargjald renna til þessara félagasamtaka. Kannski ætti kórinn segjast trúa á sönggyðjuna og skrá sig sem trúfélag?

Öðruvísi trúfélag - Star Trek kirkjan, í Lynchburg í Virgínu.


mbl.is Telur mannréttindi skert í nýjum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég er egoisti og hef ofurtrú á sjálfum mér, ætti ég að skrá mig sem trúfélag..

Hehe... ýmyndið ykkur tilkynninguna frá trúfélaginu"GunnarINN" þar sem ég myndi senda sjálfum mér:

Mæting alla daga fyrir framan altari Gunnars Þórbergs kl.07:15 ( sem væri innrétting og spegill inn á klósetti hjá mér). Þar mun mönnum gefast kostur á að sjá hinn Heilaga Gunnar upprisinn úr rúminu og mun fara framm helgiathöfn með lofsöngum og tilheyrandi. Á laugardögum og sunnudögum verður boðið upp á messuvín, Blóð Gunnars( sem mun innihalda ríkt magn vínanda frá kvöldinu áður, og yrðu veigar föstudags- og laugardagskvöldsinns fjármagnaðar úr trúfélagsstyrki rýkisinns)

Það er óþafi að nefna að sjálfsögðu eru allir velkomnir á allar helgiathafnir hinns Heilaga Gunnars, því hann elskar ykkur öll. En samt ekki jafn mikið og sjálfan sig

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband