7.7.2009 | 12:25
Mestu mistök stjórnarinnar í IceSave málinu?
Það er hálfdapurlegt fylgjast með orðræðunni sem hæst lætur, hér í netmiðlum og víðar í samfélaginu í hinu ömurlega IceSave máli. Það dapurlega er þó ekki ömurleiki málsins, heldur það hversu fullir heift margir landsmenn eru hvor útí aðra. Þá á ég sérstaklega við þá heift sem margir sýna núverandi stjórnvöldum.Þessa stuttu athugasemd má finna við nýlega bloggfærslu Stefáns Friðriks Stefánssonar:
Þessir aumingjar sem stjórna landinu eru vísvitandi að leyna okkur plöggum sem sýna og sanna að Davíð hefur rétt fyrir sér! (Eins og raunar alltaf!)Þau vilja frekar að við greiðum fleiri hundruð milljarða heldur en að við gerum það ekki, í tvennum tilgangi:
- til að sanna hvað Sjálfstæðisflokkurinn fór ömurlega með landið og draga úr fylgi xD,
- til að neyða okkur inn í ESB.
Ljótt er það!
Ég skrifaði sjálfur þessa athugasemd. Hún er sett fram í háði. En ég veit ekki hvort bloggarinn Stefán Friðrik og lesendur hans hafi áttað sig á því, svo það tilkynnist hér með.
Er það virkilega svo, að margir landsmen telji að stjórnmálaleiðtogar okkar séu vísvitandi að leggja á okkur gífurlegan skuldaklafa og halda aftur upplýsingum sem bæta myndi stöðu Íslands? Það er dapurlegt.
Ég held að mestu mistök stjórnvalda í þessu máli séu að leysa þetta ekki þvert á flokkslínur.
Ég ætla sjálfur hins vegar alls ekki að dæma Svavar Gestsson, og finnst margir henda fram í fljótfærni órökstuddum palladómum. Er 65 ára gamall fyrrum flokksleiðtogi og ráðherra sem stóð í eldlínu stjórnmála ekki með reynslu til að tala máli Íslands? Er ekki ljóst að Bretar og Hollendingar líta á þetta meira sem pólitískt og siðferðislegt mál, frekar en lögfræðilegt, og er því ekki upplagt að senda pólitískan erindreka með sannfæringarkraft?
Hins vegar átti að senda einhver með Svavari sem hinn helmingur þjóðarinnar gæti treyst, sá helmingur sem fyrirfram myndi alltaf vantreysta Svavari. Og hugsanlega hefði þjóðstjórn þurft til að ljúka þessu máli, því lausnin verður aldrei "ásættanleg".
Það er nefnilega alltof freistandi fyrir stjórnarandstöðu að leyfa stjórnarmeirihlutanum að bera alfarið ábyrg á lyktum málsins og reyna að slá sig til riddara með stórkallalegum yfirlýsingum um hörmungarhliðar málsins. Málir er til þess fallið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.