17.8.2009 | 13:41
Hvar fæst Grolsch léttöl??
Hlustaði á skemmtilegan þátt á Rás 2 Ríkisútvarpsins í hringferð minni um landinu, Litlu hafmeyjuna. Endurtekið var kynnt að þátturinn er í boði Grolsch léttöls. Það er þakkarvert, annars væri væntanlega bara þögn í útvarpinu ef ekki kæmi til gæska ölsalans.
Í þakklætisskyni langaði mig að kaupa þetta góða léttöl sem býður upp á útvarpsþáttinn, en ég hef hvergi komið auga á það í búðum. Vita einhverjir blogglesendur hvar kaupa má Grolsch léttöl? (Samkvæmt heildsala er það flutt inn.)
Kannski kaupi ég bara áfengan Grolsch bjór í staðinn, þó svo það hafi ábyggilega ekki verið meiningin með kostun þáttanna í ríkisfjölmiðlinum, enda með öllu óheimilt að auglýsa áfengi í útvarpi.
Ekki færi ríkisfjölmiðillinn að fara í kringum þau lög, allra síst í þætti sem virðist beint til unglinga??
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Athugasemdir
Venjan er sú að það eru keyptar inn nokkrar kippur og hafðar til taks í Heiðrúnu, just in case.
Heyrði einusinni af þvía að það voru búnar til 10 léttölskippur af einum íslenskum bjór, sem nánast öllum var svo hent nokkrum mánuðum seinna og seldist ekki ein flaska.
Gunnlaugur Reynir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:55
Ég keypti Grolsch léttöl í Melabúðinni í fyrrasumamar, ef ég man rétt. Stuttu seinna rakst ég á Beck's léttöl í sömu búð.
Beck's léttölið var nokkuð gott, Grolschinn ekkert spes.
Halli (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 18:46
Vá, þetta er aumkunarvert væl!!
E (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 19:20
Nú "- siðleysi áfegnisauglýsingar virka og ekki síst á börn og ungmenni" Gaman væri að sjá rökstuðning með svona forræðishyggju bulli. Áfengi má auglýsa í mörgum löndum þar sem áfengis- og drykkjumenning (ungmenna sem annara) er töluvert ákjósanlegri en hér á landi. Óháð forræðishyggju bulli svíakomma, og persónulegu álitum og draumi um hreinan og fallegan heim.
Góðar stundir.
E (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 20:51
Ég hef líka verið að velta fyrir mér pókerauglýsingunum sem eru að auglýsa fjárhættuspil sem í raun eru bönnuð en einhverja hluta vegna eru auglýsingarnar ekki ólöglegar.
Ætli það megi auglýsa hollenska hassbúllu eða þýskt hóruhús á besta tíma í íslensku sjónvarpi?
Maður spyr sig.
Sigurður Ingi Kjartansson, 17.8.2009 kl. 20:53
Sigurður..
Póker sem slíkur er ekki bannaður með lögum. Það er fullkomlega löglegt að spila póker svo lengi sem þú spilar ekki upp á peninga, það er líka löglegt að auglýsa það.
Sniðið á þessu pókermóti er þannig að þú borgar ákveðið keppnisgjald og svo er verðlaunafé fyrir efstu sætin.. þannig að spilararnir eru í raun aldrei að gambla upp á peninga heldu er þetta með nákvæmelga sama sniði og Bingóið í Vinabæ og það dettur engum í hug að banna það.
En þessutan er ég ekki hlynntur banni við auglýsingum á áfengi fólk á að geta auglýst og hlustað á auglýsingar um það sem það vill kaupa svo lengi sem varan er lögleg og áfengi er sannarlega löglegt.
Guðmundur (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:47
taktu tóma Smirrnoff Ice flösku og settu "aðeins 4,5%" og ert komin framhjá Sprúttauglýsingabanninu líka.
Actavis auglýsir sem aldrei fyrr.
Markaðsett er beint á ólögráða.
í Bananalýðveldi eru lögin fyrir þá sem sitja inni.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:03
Takk fyrir kommentin.
Árni segir
siðleysi áfengisauglýsingar virka og ekki síst á börn og ungmenni
Látum liggja á milli hluta hvort auglýsingin sé siðlaus eða ekki, það er mat hvers og eins og greinilega skiptar skoðanir meðal þeirra sem hér hafa ritað. Hitt má telja líklegt að auglýsingin virkar - amk gerir auglýsandinn ráð fyrir því, annars væri hann ekki að setja mikinn pening í þessa auglýsingu! (sem er kölluð "kostun" af því auglýsingin er ekki lesin í hefðbundnum auglýsatíma).
Við hljótum að geta verið sammála um að verið sé óbeint að auglýsa bjór. Þeir sem hafa hlýtt á þáttinn Litla Hafmeyjan vita líka að markhópurinn er svona ca. 15-25 ára. Sem þýðir að Ríkisútvarpið auglýsir bjór í þætti fyrir unglinga.
Einar Karl, 17.8.2009 kl. 22:33
ég er að tala um auglýsingar frá poker síðum sem ekki væri löglegt að reka hér ekki pokermótið.
Ég er heldur ekki að segja hvort það ætti að vera leyfilegt að auglýsa áfengi eða ekki, það sem ég er óánægður með er að fólk þarf ekki að fara eftir lögum.
Sigurður Ingi Kjartansson, 17.8.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.