29.8.2009 | 21:25
Orsök og afleiðing - prófessor á villigötum
Prófessor nokkur í mínum gamla háskóla heldur því fram að ein af orsökum bankahrunsins hafi verið "fautaskapur Breta". Nú er að vísu liðnir 10 mánuðir síðan þetta gerðist, en man ég ekki rétt að tveir af þremur bönkum hafi hrunið áður en Bretar sýndu sinn "fautaskap"?
(Þessi sami prófessor heldur því líka fram að íslenska ríkið eigi ekki að borga krónu til breskra Icesave sparifjáreigenda. En það var einmitt ótti við akkúrat það sem var kveikjan að aðgerðum Breta.)
Einhverjir halda kannski enn í þá trú að Bretar hafi fellt Kaupþing, ég hygg nú að þeirra aðgerðir hafi varla nema flýtt því um einhverja daga. Halda einhverjir enn - eftir að hafa séð gögnin úr lánabók Kaupþings - að bankinn hefði getað lifað af, ef ekki hefðu komið til aðgerðir Breta? Hvað ætli hefði tekið marga daga áður en allir Edge reikningar hefðu tæmst, ef bankinn hafði ekki fallið í sömu viku og Landsbankinn?
Þessi sami prófessor mun víst kenna í kúrsi í haust um bankakreppuna. Vonandi verður hann þá búinn að kynna sér af hverju bankahrunið varð.
En ég verð að segja eins og er, ég fer hjá mér, fyrir hönd míns kæra og góða háskóla.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.8.2009 kl. 12:17 | Facebook
Athugasemdir
Þessi er vondur en annar fyrrverandi er verri. Sá hengir krossa á þjófa.
Guð hjálpi Íslandi
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.8.2009 kl. 21:57
"En ég verð að segja eins og er, ég fer hjá mér, fyrir hönd míns kæra og góða háskóla."
Mikið er ég sammála - ég roðna líka af skömm. Og til að kóróna vitleysuna - téður prófessor á líklega eftir að vera þarna innvígður og innmúraður til dauðadags.
Frjálshyggjuprófessor sem hræðist ekkert meira en hinn frjálsa markað og rígheldur í stöðu sína hjá ríkinu. Brandari.
Kama Sutra, 30.8.2009 kl. 05:18
Embættisfærslur Forseta Íslands eru efni í aðra færslu. Sá maður var hins vegar vinsæll og góður háskólakennari. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann gagnrýndan fyrir öfgakennda einstefnuhugsun og rökleysur á borð við þær sem hér er sagt frá.
Einar Karl, 30.8.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.