Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Þjóðkirkjan, sértrúarsöfnuðir og bókstafstrú

Þjóðkirkjan hefur heldur betur lent í mótvindi vegna þess að hún (ýmsir söfnuðir hennar og prestar) er í samkrulli með öðrum trúfélögum að halda trúarhátíð í næsta mánuði þar sem aðalgestur er bókstafstrúaður bandarískur predikari sem hefur talað oft og mikið gegn mannréttindum samkynhneigðra.

Ameríkaninn, og margir íslenskir sértrúarsöfnuðir, byggja afstöðu sína til samkynhneigðar og margvíslegra annarra mála á tvöþúsund ára gömlum fornritum frá botni Miðjarðarhafs. 

Sértrúarsöfnuðirnir trúa því að fornritin, Biblían, sé heilagur óskeikull sannleikur, orð Guðs almáttugs, tjáð í gegnum þá sem rituðu biblíuna.

Biblían í heild sinni er hins vegar kolómögulegur leiðarvísir fyrir líf okkar og lélegur kompás fyrir margvísleg siðferðisleg mál. Það er hægt að finna í Biblíunni alls konar vitleysu, strangar reglur um hitt og þetta, og boðorð um að dauðarefsingar skuli fylgja ýmsum yfirsjónum sem okkur þykja ekki tiltökumál í dag. Enda þurfa prestar Þjóðkirkjunnar fimm ára háskólanám til að geta skilið og túlkað Biblíuna fyrir okkur óbreytta.

En Þjóðkirkjan getur ekki komið hreint fram og sagt, "Þetta er vitleysa! Það Á EKKI að taka Biblíuna bókstaflega! Það er vitlaust, það er órökrétt, og það getur verið beinlínis hættulegt."

Því samkvæmt kenningum þeim sem Þjóðkirkjan aðhyllist og játningum hennar er Biblían annað og meira en fornrit, hún er "heilagt orð", orð Guðs

Þess vegna er Þjóðkirkjan í eilífum vanda þegar kemur að sértrúarsöfnuðum, því hún á í basli með að lýsa því yfir skýrt og skorinort að bókstafstrúaðir sértrúarsöfnuðir séu á villigötum.

Ég skil satt að segja ekki HVAÐ það er sem Þjóðkirkjan sér jákvætt við þetta samstarf við sértrúarsöfnuði. Aðhyllist Þjóðkirkjan sömu grunngildi til mannlegs samfélags og þessir söfnuðir?

Ekki hefur Þjóðkirkjan mér vitanlega tekið þátt í íslensku trúboðs-sjónvarpsstöðinni Ómega. Á þeirri stöð eru oft og iðulega sýndir svona bandarískir sjónvarpspredikarar, eins og Franklin Graham. Svona predikanir ganga út á einskonar múgsefjun, að ná fólki helst í einhverskonar trans. Er það andlega heilbrigt og hollt?

Þetta sagði einn gestur á fyrri svona hátíð á Íslandi:

... við hjónin fórum á þessa hátíð Vonar fyrir ca. 20 árum síðan þegar við vorum í Kristkirkjunni. Það sem var mjög áberandi var þessi múgsefjun sem minnti einna helst á rokktónleika og peningaplokkið í kjölfarið. Eftir á að hyggja held ég að svona samkomur séu vel útfærð viðskiptahugmynd.

(komment við þennan pistil)

 

Til hvers er leikurinn gerður?  Hvert er Þjóðkirkjan að fara með þessu?

Kannski er tími kominn til að Þjókirkjan endurskoði kenningar sínar, ef hún vill kalla sig ÞJÓÐ-kirkju. Kannski ætti hún að gerast almenn andleg heilsubótarstofnun þar sem hægt að sækja frið og ró og næra sálina, en sleppa því að boða einhverja tiltekna trú á heimsendaspá, syndafórn og guðleg fornrit.

Hinn valkosturinn er að Þjóðkirkjan gerist sjálfstætt trúfélag, eins og hún segist vera en er ekki, og að ríkisrekstri Þjóðkirkjunnar verði hætt.

 


Var Jesús örvhentur?

Borgarstjóri ónefndrar borgar kastaði fram þeirri spurningu hvort Jesús Kristur hefði mögulega verið örvhentur. Og viti menn, hópur fólks brást hinn versti við, ásakaði borgarstjórann fyrir að niðurlægja kristindóm og kirkjuna, sögðu jafnvel að orð hans væru guðlast og brot á stjórnarskrá!

Eða hvað?

Hvað er svona hræðilegt við að vera örvhentur?

Ef einhverjum finnst það svona hræðilegt að velta því upp hvort Jesús hafi verið örvhentur, segir það ekki bara meira um viðkomandi, að hann eða hún sé með óheilbrigð og fordómafull viðhorf?

Hvaða spurningar finnst þér niðurlægjandi og niðrandi? 

  • Var Jesús rauðhærður?
  • Var Jesús lesblindur? 
  • Var Jesús blökkumaður?
  • Var Jesús arabi?
  • Var Jesús vöðvastæltur snöggklipptur Litái með tattú?
  • Var Jesús vinstrisinni?
  • Bjó Jesús í Asparfelli?
  • Var Jesús ESB-andstæðingur?
  • Var Jesús hommi? 

 

 


Á ekki meirihlutinn að fá að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa á Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Fáeinar fjölskyldur hafa mótmælt þessu, það eru helst “kommafjölskyldurnar” í litlu dönsku 180 fm timbureinbýlishúsunum. Komið hefur verið til móts við þessar vandræðafjölskyldur með því leyfa börnum þeirra að fara á skólabókasafnið og horfa á sænskar heimildamyndir meðan hin börnin sitja og nema í samfélagsfræðitímunum.

Í áttunda bekk fara flestir nemendur á tveggja daga ræðu- og leiknámskeið flokksins úti á landi og fá frí frá kennslu á meðan. Flokkskennarinn spyr öll börnin, “Ætlar þú að koma með á ræðunámskeið?” ”Af hverju ekki?” spyr hann þau sem svara neitandi. “Trúir þú ekki á stefnu Sjálfstæðisflokksins??” Þau sem ekki fara með í ferðalagið mæta í skólann og dunda sér eitthvað, til að fara ekki fram úr hinum krökkunum.

Ný fjölskylda í hverfinu hefur verð með hávær mótmæli og kvartað til skólayfirvalda. Hún vill úthýsa flokknum alfarið úr skólastofunum. Þetta finnst flestum Arfbæingum ansi langt gengið, ekki síst íhaldssama ritstjóranum Ólafi Arnlufsen, sem spyr "Hvernig væri að meirihlutinn léti nú í sér heyra?" Löng hefð sé fyrir þessu fyrirkomulagi og ótækt að umbylta góðum gildum útaf einhverju ofstækisfullu umburðarlyndi. Þrátt fyrir allt sé meirihlutinn sáttur við að hafa þetta svona áfram.

Á meirihlutinn að beygja sig fyrir háværum minnihluta?

 

Loftmynd af Arnarnesi í Arfabæ.


Ég styð Krossinn!

Ég styð trúarsöfnuðinn Krossinn, sem til skamms tíma var leiddur af karismatíska trúarleiðtoganum Gunnari Þorsteinssyni. Krossinn aðhyllist ítarlega trúarjátningu, sóknarbörnin eiga samkvæmt henni á að trúa á endurkomu Krists, þúsund ára ríkið, og svo heppilega vill til fyrir fjárhag safnaðarins að það er partur af trúarjátningunni að trúa því að tíund sé "áætlun Guðs til að mæta efnislegum þörfum safnaðarins."

Ég styð fleiri sértrúarsöfnuði, svo sem söfnuðinn "Catch the Fire", skammstafað CTF. ...

 

Framhald HÉR.


Ólafur hagræðir sannleikanum

„Það er alveg óþarfi fyrir okkur hér heima að tala þannig eins og við séum eitthvað samviskulaust sem ætlar ekki að borga neitt. Það er verið að borga út úr þrotabúi Landsbankans á næstu mánuðum líklega um 300 milljarða.“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti á blaðamannafundi á Bessastöðum síðdegis. 

Ólafur sagðist einnig undraðist það mjög að staðreyndinni um að Ísland myndi borga þessa upphæð hafi ekki verið haldið á lofti í umræðunni í aðdraganda kosninganna.

 

Af hverju talar Ólafur þannig, eins og við - íslenska þjóðin - séum að borga, þegar kröfuhafar eru að fá tilbaka uppí kröfur sínar, úr þrotabúi bankans sem lagðist á hlið fyrir tveimur og hálfu ári? Eru þetta okkar peningar, sem "við" erum nú að fara að borga??

Er ekki réttara að segja, að fólk sé nú loks að fá tilbaka sína peninga? 

Eða vill Ólafur endanlega þjófkenna alla þjóðina, og tala þannig eins og allir peningar fólks, sem soguðust inn í Landsbankann, séu "okkar" peningar, bara af því að meirihluti þjóðarinnar telur að við séum einráð um það hvernig megi ráðstafa þeim peningum?


mbl.is Risavaxnar upphæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýst lýðræði?

Hvernig væri, í komandi þjóðaratkvæðagreiðslum um svona flókin mál, að á kjöseðlinum væri höfð með ein eða fleiri einfaldar spurningar, til að kanna hvort kjósandinn skilji málið sem um er kosið.

Ein spurning á kjörseðlinum í gær hefði geta verið:

Veist þú hvernig Íslendingar tryggðu íslenskar innstæður 100% þegar Landsbankinn féll?

a)  Þær voru tryggðar af því Geir Haarde sagði það.

b) Þær voru ekki tryggðar, það stendur ekki í Neyðarlögunum.

c) Þær voru tryggðar með skattpeningum úr ríkssjóði.

d) Þær voru tryggðar með því að færa peningalegar eignir út úr þrotabúi gamla Landsbankans yfir í nýja Landsbankann.

Aðeins þeir kjörseðlar sem gæfu rétt svar væru teknir gildir. Þá held ég að niðurstaðan hefði orðið önnur. Ég er þess fullviss að mikill meirihluti þeirra sem svöruðu Nei í gær hafi ekki skilið ýmis grundvallaratriði málsins.

 

PS  Rétt svar er (d), innistæður Íslendinga voru tryggðar, með því að eignir voru teknar úr þrotabúinu til að dekka innistæðurnar. Sem þýðir að það er minna til skiptanna fyrir aðra kröfuhafa, svo sem Icesave innistæðueigendur. 

Óli og Dabbi

Til hamingju með sigurinn, Davíð Oddsson! 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafasæði og líffræðilegt faðerni

30. maí 2008 samþykkti Alþingi lög nr. 54/2008 sem heimiluðu að konur sem eru ekki í sambúð með karli, þ.e. annaðhvort einhleypar eða í sambúð með annarri konu, geta farið í tæknisæðingu eða tæknifrjóvgun, með gjafakynfrumum. Lögin voru breyting á eldri lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun.

Nýju lögin gera það að verkum að tæknifrjóvganir eru nú mun algengari en áður, þegar slík aðstoð var aðeins veitt hefðbundnum pörum, karli og konu, vegna líffræðilegra erfiðleika við að geta barn. Í viðtali frá 2009 kom fram að þá leitaði á annan tug einhleypra kvenna eftir tæknisæðingu í hverjum mánuði, eða 140-200 konur á ársgrundvelli.

Svo virðist vera sem einhleypar konur séu miklu fleiri í hópi þeirra sem nota þjónustuna, heldur en konur í lesbískum samböndum. Sem er athyglisvert. (Ég ræddi þetta stuttlega í pistli frá 2009.)

Þegar kona fer í tæknisæðingu með gjafasæði getur hún valið annað hvort sæði gefið með fullri nafnleynd, eða sæði frá gjafa sem hefur veitt heimild til að barn getið með sæðinu megi, eftir vissan aldur, fá upplýsingar um faðerni sitt. Það er víst meira framboð á nafnlausu sæði, menn virðast tilbúnari að "gefa af sér" með þessum hætti, ef engin hætta fylgir að barn komi og leiti manns eftir 18 ár.

Nú myndu örugglega flestir taka undir að jákvætt sé fyrir sérhvern einstakling að vita um uppruna sinn. Þekkt er að ættleidd börn vilji seinna á lífsleiðinni fá vitneskju um blóðforeldra sína, og erfðafræðilega forfeður. Myndu þá ekki flestir sæðisþegar velja þann kost að barnið eigi þann möguleika, eftir 18 ára aldur, að fá vitneskju um sæðisgjafann, líffræðilegan föður sinn?

Nú veit ég ekki hvernig skiptingin er hér á landi, en vegna þess að framboðið er meira af nafnlausa sæðinu er rekjanlega sæðið einfaldlega dýrara. Rekjanlegur skammtur kostar 50.000 kr en órekjanlegt 38.500 kr. Ofan á þetta bætist kostnaður við uppsetningu og frjósemislyf og hafa ber í huga að svona meðferð þarf oftar en ekki að endurtaka 2-4 sinnum, áður en getnaður tekst. Verðið fyrir líffræðilegt faðerni barns sem getið er með gjafasæði er þannig 12.500 kr,

MEIRA HÉR


Gleði og von í Egyptalandi

Það er ekki annað hægt en að hrífast með fagnaðarlátum og taumlausri gleði Egypta, sem braust út föstudagskvöld og stóð fram eftir nóttu, eftir að leiðtogi landsins hrökklaðist frá völdum, hrakinn frá með friðsamlegum mótmælum. Auðvitað er langur vegur til lýðræðis og langt í frá ljóst hvað gerist í landinu næstu daga, vikur og misseri. Lýðræði er er verkefni sem er aldrei lokið. Hvað svo sem gerist nú er tvennt sem stendur upp úr: Almenningur í Egyptalandi og nágrannalöndum hafa öðlast von, eftir áratuga ófrelsi og stöðnun. Í öðru lagi hafa vonandi augu margra Vesturlandabúa opnast fyrir því að fólk í þessum heimshluta hefur sömu væntingar og þrár og annars staðar, að lifa án ógnar og kúgunar og sjá samfélag sitt þróast og blómstra, hlakka til framtíðarinnar.

Meira HÉR


Staðgöngumóðir á Vestfjörðum: "Ætla að kaupa íbúð á Akureyri"

Diljá Daníelsdóttir er ung einhleyp móðir á Bíldudal, sem býr í leiguíbúð og hefur unnið í fiskvinnslu síðan hún kláraði grunnskóla. Nú er hins vegar hagur hennar að vænkast þar sem hún ber barn undir belti fyrir hjón í Reykjavík, Áslák, lögfræðing hjá skilanefnd og konu hans Véfríði, mannauðsstjóra.

Meira HÉR


Hvað ef dólgurinn Catalina hefði heitið Vitas Navrabutis ?

Skil ekki alveg hvað blaðamenn eru að hugsa sem birtu nú undanfarna daga klígjugjarnar sögur af hjartagæsku glæpakvendisins Catalinu Ncoco. Þessar fréttir DV og visir.is segja frá því hversu miklir vinir hennar vændiskaupendur voru, sem hún kallaði elskhuga í einhverri fréttinni. Einhver þeirra kom með unglingsson sinn með sér, svo sá gæti “kynnst” konum. Oj barasta.

Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja

 

hafa blaðamennirnir og rithöfundarnir tveir eftir henni, sem skrifa jólaviðtalsbókina við konuna. Eru mennirnir með réttu ráði?? Hverja var hún að gleðja? Stelpurnar sem hún blekkti hingað, hótaði og seldi í vændi?

 

MEIRA HÉR


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband