Færsluflokkur: Pepsi-deildin
22.2.2011 | 00:07
Réttlæti Þórs Saari
Þingmaðurinn Þór Saari vill alls ekki semja um Icesave og segist í blaði dagsins vera ánægður með ákvörðun Forseta Íslands. Þetta er úr Fréttablaðinu:
Við skulum ekki gleyma því að alveg frá fyrsta stigi málsins sagði Lee Buchheit að Íslendingar ættu ekki að borga þetta og þeir ættu ekkert að gera í málinu, segir Þór. Það ætti bara að leyfa Bretum og Hollendingum að fá það sem kemur út úr þrotabúinu. Ef þeir vilja svo fara í mál út af afganginum, þá verður það bara að koma í ljós. Þór bendir á að verið sé að tala um þrotabú einkafyrirtækis sem verið sé að gera upp. Að velta þessu yfir á íslenskan almenning er fáránlegur málflutningur. Það á að láta kyrrt liggja þar til það er búið að gera upp þrotabúið. Ef það er eitthvað sem stendur út af er hugsanlega hægt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um afganginn.
Svo mörg voru þau orð. (Feitletranir eru mínar.) Látum liggja milli hluta að umræddur Lee Buchheit mælir nú eindregið með því að við samþykkjum fyrirliggjandi samning, og segist aldrei hafa mælt með dómstólaleið. Ég kýs að treysta betur orðum Buchheits sjálfs um það sem hann sjálfur hefur sagt.
Ég hygg að sjónarmið Þórs endurspegli vel skoðanir þeirra sem mest eru mótfallnir samkomulagi um Icesave. Það væri vissulega óskandi að málið væri svona, að við gætum bara látið Icesave eiga sig. Okkar ríki gætti hagsmuna okkar sparífjáreigenda og breska og hollenska ríkið hugsaði um sitt fólk. Útrætt mál. En gagnstætt Þór Saari þá held ég ekki að ríkisstjórn og 70% þingmanna vilji leggja þessar byrðar á íslenska þjóð af einhverri illsku ef það er alls ekki nauðsyn. Kannski Þór viti betur? Skoðum málið aðeins.
Meira HÉR
18.11.2010 | 08:20
Icesave-NEI-sinnar opinbera torfkofastefnu
ÞEtta sagði einn NEI-loftbelgurinn í NEI-kórnum hér á mbl-blogginu:
Og hvað kæmi það okkur annars við þó Össur færi á hausinn????? Megi skrattans fyrirækið fara á hausinn og sem allra fyrst, helst núna í nótt.
Auðvitað þurfum við ekki fyrirtæki eins og Össur, til að lifa á sjálfsþurftarbúskap í torfkofum.
Framtíðin?
28.4.2010 | 17:59
Jónína Ben að verja Baugs-Glitnis-brask?!
Jónína Ben kemur flokkssystur sinni til varnar og segir í Pressunni:
Guðrún var frambærilegasti einstaklingurinn á listanum. Það er ekki synd að vera gift manni í viðskiptum. Það er ekki verið að ásaka þau um neitt ólöglegt. Ef fólkið í Framsókn getur ekki sett sig inn í þessi viðskipti sem Icebank bauð fjárfestum uppá, hvert er þá þessi þjóð komin?
Er fólkið í Framsókn svona vitlaust? Var maður Guðrúnar bara að stunda sárasaklausar fjárfestingar? Hefð Guðrún kannski átt að sleppa því að "útskýra" þessi viðskipti og láta þau hljóma sakleysislega? Er Jónína búin að setja sig inn í um hvað málið snýst, eða gerir hún eins og flestir, að skrifa fyrst og hugsa svo?
Þegar eitthvað virðist voða flókið
Margt lærðist af hruninu. Eitt er það að þegar maður sá fréttir af einhverjum ógurlega fínum og flóknum fjármálagjörningum og skildi ekki neitt í neinu, þá var það líkast til ekki af því hann var vitlaus, heldur af því flækjurnar voru einmitt til þess gerðar að fela hvað lá að baki oftar en ekki froðu.
Út um allan heim voru snillingar að búa til nýjar fjármálaafurðir og fjármálaverkfræði var voða smart fag. En afurðirnar voru oftar en ekkiumbúðir utan um loft. Fjármálaverkfræðin skildi ekki eftir sig mannvirki einsg alvöru verkfræði, heldur mest bara ekki neitt, nema sviðna jörð í bankahverfum um allan heim.
Mér var hugsað til þessa við lestur á frétt um frambjóðanda sem dró sig í hlé eftir hvatningu frá samflokksmönnum, vegna viðskipta fyrirtækis maka síns, sem minnst er á skýrslu RNA. Í fréttinni er viðskiptunum lýst svohljóðandi, að mér skilst upp úr yfirlýsingu frambjóðandans:
Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Guðrún segir að stjórnendur þess hafi haft fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tekið tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir hafi tapað 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma hafi skuldatrygging í slíkum viðskiptum verið 2%, enda Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum.
Við fyrstu sýn virðist þetta voða flókið eitthvað, fullt af fannsí orðum, endurhverf viðskipti, handveð, skuldatrygging. Ekki fyrir venjulegt fólk að skilja.
Ekki skil ég þetta til hlýtar. Er hægt að útskýra þetta á mannamáli? Eða er þetta einmitt dæmi um flækjufroðu, fjármálagjörningar sem voru alls ekki eðlilegir, en er lýst með háfleygum tækniorðum einmitt til þess að enginn skilji?
Nema hvað, þetta virðist beintengt fléttum bankanna sem notuðu Icebank sem hækju til að tæma Seðlabankann.
Einn býsna stór banki lánar sem sagt öðrum enn stærri banka 8 milljarða. Þar sem skuldatryggingaálag var 2% (skv. fréttinni) þurfti að leggja fram 2% af þeirri upphæð sem veð. Til þess er fengið fyrirtækið Miðbæjareignir ehf. Og getið nú hvað, þegar það er gúgglað kemur í ljós að það var til húsa að Túngötu 6! Í gini sjálfs Baugsormsins sem var með halann hringaðan um Glitni, bankann sem fékk í hendur 8 milljarðana sem litla skúffufyrirtækið tryggði (með eigið fé uppá 105 milljónir). (Ég hef Túngötu 6 með rauðum lit til að sýna að ALLT sem tengist þeirri mafíumiðstöð er totryggilegt, alveg eins og öll viðskipti sem tengjast meðlimum Fáfnis!)
Meira HÉR;
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 23:36
Greiðvikni Bjarni
DV greinir frá því að öðlingurinn Bjarni Ármannsson hafi heldur betur verið óheppinn í viðskiptum við gamla bankann sinn. Afskrifa þurfi rúmlega 800 milljónir króna vegna láns til eignarhaldsfélags Bjarna, sem keypti hlut í fasteignafélagi bankans - af bankanum - rétt fyrir áramót 2007-08.
Bjarni var svo hundheppinn að vera rekinn úr stóli bankastjóra áður en fór að halla ískyggilega undan fæti, lán í óláni fyrir hann heldur betur! Bjarni sigldi til Noregs með allt sitt gull - 7 milljarða ISK að sögn DV - þar sem hann hefur eflaust skipt milljörðunum í klingjandi norskar krónur og geymt í öruggum banka.
Morgunblaðið hefur að ég best veit ekki séð ástæðu til að segja sérstaklega frá þessu, í fréttinni í DV segir Bjarni fjárfestinguna vera "sorgarsögu" og bætir því við að það væri óábyrgt af honum að greiða skuldina við Glitni til baka með sínu eigin fé!
Hann er jú ekki lagalega persónulega ábyrgur.
Svo þannig lagað er þetta engin sorgarsaga fyrir Bjarna, hann tók sáralitla áhættu og veltir tapinu af fjárfestingu sinni yfir á þá sem voru nógu vitlausir til að lána bankanum.
Kíkjum aðeins betur á fréttina:
Bjarni segir að lánið hafi verið tekið hjá Glitni í lok árs 2007 til að fjármagna kaup Imagine [eignarhaldsfélag í 100% eigu Bjarna] á 12 prósenta hlut í Glitni Property Holding, fasteignafélagi sem skráð var í Noregi, fyrir 970 milljónir króna
- Illu heilli tók Imagine lán hjá Glitni um áramótin 2007-2008 til að kaupa 12 prósenta hlut í Glitni Property Holding. Lánið var í norskum krónum og voru bréfin keypt af bankanum. Um þetta leyti var markaðurinn að byrja að hrynja hjá félaginu. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta bara illa og tekjurnar hrundu, segir Bjarni en Glitnir Property Holding var að tæplega 50 prósent leyti í eigu Glitnis eftir að Bjarni keypti í félaginu.
Bjarni hefur sjálfsagt verið síhikstandi í allan dag því fúkyrði og hneykslunarorð hafa flogið um netið. Skiljanlega. En missum ekki sjónar á því sem fréttin í raun og veru lýsir. Aðalatriðið er ekki það að Bjarni skuli sleppa með skrekkinn og fá afskrifað lán.
Fréttin lýsir dæmigerðum loftbóluviðskiptum í aðdraganda hrunsins; höfum í huga að Glitnir var pottþétt kominn í vandræði í lok árs 2007, hlutabréfaverð var búið að lækka nokkuð hressilega um haustið, en bankar og víkingar þoldu það illa, því allt var jú svo gírað.
Hvað er þá til ráða? Jú, grípa má til þess ráðs að selja áhættufjárfestingar - svo sem fasteignafélög - þegar nánast allir fasteignamarkaðir heims voru í þann mund að frjósa! Er einhver nógu vitlaus til að kaup aslíkt? Jú, ef hann fær lán fyrir því án nokkurrar áhættu. Með þessum gjörningi var hægt að koma fallandi bréfum úr viðkvæmu eignasafni bankans, en fá í staðinn skuld Bjarna við bankann sem á pappírnum leit miklu betri út, a.m.k. þar til einhver færi að spá í hvort traust veð væri fyrir skuldinni!
M.ö.o. Bjarni tók yfir fallandi bréf og bankinn fékk 800 milljóna skuld upp í lánasafnið sitt! Hvort Bjarni myndi greiða tilbaka lánið skipti í sjálfu sér ekki máli, þetta var 2007-kúlulán, þau greiðast ekki tilbaka fyrr en löngu seinna og bara ef kúlufjárfestingin skili arði.
Bjarni var að gera bankanum greiða. Verðið skipti hann litlu máli en þeim mun meira máli fyrir bankann, sem enn var skráður fyrir tæpum helming í fasteignafélaginu. Þeim mun meira sem Bjarni "greiddi" þeim mun meira virði var hlutur bankans og stærri skuldin í lánasafni bankans. Fyrir utan svo þóknun bankans fyrir svona lánaviðskipti, hvað skyldi vera, 1 eða 2% umsýslugjald, 16 milljónir?
Allir bankarnir voru á fullu í einmitt svona brelluviðskiptum, til að reyna að blása út eignasaöfn og búa til sýndargróða. Með þessum hætti tókst þeim líka að blekkja fólk og sýna flottan árangur nánast allt fram að hruni.
Við skulum vona að rannsóknarnefndin, sérstakur saksóknari og FME rannsaki svona gjörninga í kjölinn. Ekki veit ég hvort akkúrat þessi umræddu viðskipti falli innan eða utan laga. Fyrir leikmann lítur út eins og verið sé að villa um fyrir markaðnum og bæta bókhald bankans með brellum.
Sjáum hvað rannsókn leiðir í ljós. Kannski Bjarni hafi rétt fyrir sér, að þetta endi sem raunveruleg sorgarsaga fyrir hann.
Það er að mínu mati gott mál að Alþingi hlustaði vel á röksemdir Ragnars Hall og fleiri lögfræðinga og að fyrirvarar fjárlaganefndar taka á þeim atriðum.
Sumir líta svo að Ragnar Hall sé að krefjast einhvers konar "ofurforgangs" íslenska tryggingasjóðsins, sbr. blogg Marðar Árnasonar fyrir skemmstu, þar sem segir:
Ragnars-Halls-ákvæðin kynnu hinsvegar að standa í Bretum og Hollendingum, vegna þess að þar er farið útfyrir samningsrammann, sýnist leikmanni að minnsta kosti, og verulegt fé undir. Þetta kynni að setja samningana í uppnám, og þarna reynir sannarlega á yfirlýstan góðan vilja viðsemjenda okkar og á þær óskir bandamanna að loka Icesave-dæminu. Þingið tekur verulega áhættu með þessu ákvæði. Á hinn bóginn virðast Bretar og Hollendingar ekki eiga mikið á hættu, því ofurforgangurinn sem um ræðir er hvergi í lögum, íslenskum eða evrópskum, heldur aðeins til í praxís sumra þrotabústjóra hér gagnvart aðallega einum aðila, Ábyrgðarsjóði launa.
Ég tel einsýnt að Mörður hefur ekki lesið röksemdir Ragnars, eða þá ekki skilið þær. (Hrokafull fyrirsögn mín er fyrst og fremst skot á hann og aðra sem mynda sér skoðun á þessu án þess að reyna að skilja það, biðst afsökunar ef ég móðga aðra máladeildarstúdenta :-)
Ragnar var alls ekki að krefjast þess að íslenski tryggingasjóðurinn fengi einhvern ofurforgang, heldur var Ragnar að benda á að með tryggingum Breta og Hollendinga umfram lágmarkstrygginguna uppá 20.000 Evrur fellur meira á íslenska ríkið en því ber að greiða.
Ragnar skýrði þetta ágætlega með dæmum, en helstu grein hans má finna hér og ég hef skrifað um þetta áður. Ég skal reyna að skýra þetta aftur, svo jafnvel Mörður Árnason skilji:
Segjum nú að breskur sparifjáreigandi hafi átt 50.000 evrur á IceSave reikningi. EF íslenski tryggingasjóðurinn hefði haft nægt fé til að greiða þeim manni strax að minnsta kosti 20.000 evrur þyrfti íslenska ríkið ekkert að hugsa frekar um málið.
Nú var svo ekki, segjum til einföldunar að í sjóðnum hafi verið 0 evrur til handa manninum. Þurfti því sjóðurinn að fá lán hjá ríkinu til að standa við lágmarksskuldbindingu (sem ríkið aftur fékk lánað hjá breska ríkinu). Sem sagt, sjóðurinn fær lánaðar 20.000 evrur frá íslenska ríkissjóðnum og fellur sú upphæð á íslenska ríkið, sem á samsvarandi kröfu í þrotabú Landsbankans.
Breska ríkið ákvað hins vegar einhliða að veita manninum umframtryggingu, upp að 50.000 Evrum. Breska ríkið lætur því manninum í té 30.000 evrur ofan á þær 20.000 sem hann fyrst fær. Reikningseigandinn er því búinn að fá alla sína peninga tilbaka.
Segjum nú að helmingur - 50% - náist úr þrotabúi bankans upp í kröfur. Þannig eiga kröfuhafar almennt rétt á að fá helming upp í sínar kröfur. Hver innistæðueigandi ætti því að fá helming af sinni innistæðu tilbaka en að lágmarki 20.000 evrur samkvæmt evróputilskipuninni. Hvernig á að skipta þeim 25.000 evrum sem koma uppí þessa innistæðu?
Íslenska ríkið á 20.000 EUR kröfu, hið breska 30.000 EUR kröfu. (Ef ekki hefði komið til umframábyrgð breska ríkisins væri sú krafa innstæðueigandans, heildarkröfur eru þær sömu.)
Ef hægt hefði verið að fá þessa peninga strax út úr þrotabúinu hefði maðurinn sjálfur fengið þá, og íslenska ríkið væri stikkfrí, því hann hefði fengið meira en 20.000 evrur. Breska ríkið hefði svo greitt honum 25.000 evrur til að hann fengi samtals 50.000 evrur greiddar. með öðrum orðum: 0 evru kostnaður á íslenska innstæðusjóðinn/ríkið en 25.000 evru kostnaður á breska ríkið.
En samkvæmt IceSave samningnum eru allar kröfur jafnréttháar, svo upphæðinni verður skipt á milli kröfuhafa í hlutföllunum 2:3; íslenska ríkið fær tilbaka 2/5 af 25.000 EUR upphæðinni eða 10.000, breska ríkið fær 3/5 eða 15.000.
Það sem Ragnar bendir á að með því að gera kröfur íslenska innstæðusjóðsins og breska ríkisins jafn-réttháar þá saxast á þá upphæð sem ella kæmi tilbaka til íslenska ríkisins vegna þess að breska ríkið gaf umframábyrgðina. Sem sagt, íslenska ríkið (við íslenskir skattgreiðendur) þarf að greiða meira vegna einhliða ákvörðunar breska ríkisins um hækka lágmarksendurgreiðslu til innstæðueigenda umfram lágmarkið sem Evróputilskipunin kveður á um.
Er það sanngjarnt og eðlilegt?
Ef breska umframtryggingin kæmi ekki til ætti innstæðueigandinn sjálfur 30.000 kröfu í þrotabúið. Ef sú krafa er jafnrétthá kröfu íslenska tryggingasjóðsins fær innstæðueigandinn 15.000 evrur tilbaka til viðbótar við upphaflega 20.000 greiðslu. Þá væri hann samtals búinn að fá 35.000 evrur í sinn vasa, 10.000 evrum meira en ef hægt hefði verið að gera upp þrotabúið strax.
Á lágmarksgreiðsla úr tryggingasjóðnum að vera greiðsla uppí þann hluta sem innstæðueigandi fær úr þrotabúi bankans eða á greiðslan að koma sem viðbót? Um það snýst sú óvissa sem Ragnar bendir á.
Þetta er það mikilvægt mál að úr því hlýtur að þurfa að fá skorið.
5.8.2009 | 08:33
Bjarni Ben og Villta vestrið
Fréttablaðið birtir í morgun ummæli Bjarna Benediktssonar um birtingu upplýsinganna úr lánabók Kaupþings undir fyrirsögninni "Við viljum ekki villta vestrið".
Í fljótu bragði gætu lesendur haldið að fyrirsögnin vísaði til hneykslan Bjarna á því sem fram kemur í upplýsingunum, ofurlán til eigenda bankans, en fjöldi virtra erlendra fjölmiðla hefur fjallað um málið (sjá t.d. þessa fétt RÚV) og eru samdóma í mati sínu á upplýsingunum og hvað þær segja um gamla Kaupþing. (Sigurður Einarsson reynir vissulega í grein í dag að skýra að ekkert óeðlilegt komi fram í þessum upplýsingunum, en ég tek meira mark á Financial Times, Berlingske, Svenska Dagbladet, Dagens Nyheter o.fl. o.fl)
Bankar Íslands fyrir hrun voru sannkallað Villta vestur, þar sem glaðbeittir fjármálakúrekar gerðu það sem þeim sýndist.
En Bjarni var alls ekki að gagnrýna það. Hann virðist samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafa miklu meiri áhyggjur af birtingu upplýsinganna og segir að það "getur aldrei verið ásættanlegt að menn brjóti lög" og honum finnist "óskiljanlegt með öllu að menn séu að bera i bætifláka fyrir það þegar slíkt gerist".
Með öðrum orðum er greinilegt að Bjarni telur að ekkert af þessum upplýsingum eða öðrum sem lekið hefur verið úr bönkunum hafi átt að koma fyrir sjónir almennings.
Það er nefnilega það.
Óttast Bjarni fleiri leka úr öðrum bönkum?
Villta vestrið - íslenskir bankakúrekar
Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2009 | 14:03
Kaupþing bakkar - rýnum nú í efnisatriðin
Samkvæmt hádegisfréttum ætlar Nýja Kaupþing ekki að fylgja eftir lögbannsbeiðni sinni með staðfestingarmáli gegn Ríkisútvarpinu. RÚV bíður samt eftir grænu ljósi frá Sýslumanni.
Vissulega má færa fyrir því góð rök að Kaupþing hafi verið í erfiðir stöðu í málinu, eins og bloggarinn AK-72 gerir ágætlega grein fyrir í fínni færslu.
En nú getum við hætt að einblína um of á lögbannsbeiðnina og fjölmiðla menn geta einhent sér í að skoða upplýsingar og greina hvað þær þýða.
Kaupþingsklíkan" hefur viljað halda því á lofti að kaupþing hafi verið langbesti bankinn, meira "pro" og allt fram að hruni hans töldu margir að þessi banki ætti sér mögulega viðreisnar von. Ítarlegri greining mun kannski varpa skýrara ljósi á það. Einn talsmaður klíkunnar, hinn dugmikli Pressu-bloggarinn Ólafur Arnarson leiðir að því líkum að leki lánabókar Kaupþings hafi verið smjörklípa til að beina athyglinni frá gjaldþroti Björgólds Guðmundssonar! Trúi hver sem vil.
Ætli tilfellið sé að Kaupþing hafi verið bestir í því að byggja spilaborg samkvæmt hinu stórhættulega og algjörlega ósjálfbæra "íslenska bankamódeli"? Ég mæli með því að menn lesi hvað erlendir fjölmiðlar hafi um málið að segja. Þetta má lesa í Svenska Dagbladet:
Kaupthings korthus
Topphemliga dokument som läckt ut blottar den riskfyllda lånekarusellen i den isländska banken Kaupthing strax innan den kraschade. Banken hade lånat ut tiotals miljarder kronor till bankens egna storägare och deras vänner ofta utan säkerhet. Pengarna gick bland annat till köp av privatjet och hus i Frankrike
Den isländska staten tog den 9 oktober förra året över det då konkurshotade Kaupthing. Svenska Riksbanken fick i samband med kollapsen rycka in med ett nödlån på 5 miljarder kronor för att rädda pengar som svenska sparare placerat hos Kaupthing.
Kaupthing hade liksom de andra isländska bankerna expanderat våldsamt under 2000-talet och kraschen fick hela Islands ekonomi på fall. Nu avslöjar nya dokument detaljer om de affärer som bidrog till undergången. Det är sajten Wikileaks som fått händerna på ett topphemligt internt memorandum daterat den 25 september förra året. I det 209 sidor långa dokumentet redogörs för alla med lån på mer än 45 miljoner euro hos Kaupthing. Listan, som omfattar 205 kunder och som SvD Näringsliv tagit del av, avslöjar en systematisk och omfattande kreditgivning till personer och företag med starka band till Kaupthing och dess huvudägare. Bara de tio största låntagarna var skyldiga 65 miljarder kronor.
De största lånen var till bolag kontrollerade av bröderna Agust och Lydur Gudmundsson och deras finanskoncern Exista. Exista var vid den här tiden största aktieägare i Kaupthing och ägde också en stor post i finska Sampo, i sin tur stor ägare i Nordea.
Totalt uppgick Kaupthings kreditexponering mot brödernas företagssfär till 1425 miljoner euro, över 14,5 miljarder kronor till dagens kurs. 8 miljarder var lån direkt till Exista, varav 7 miljarder var lån utan säkerheter, enligt dokumenten.
Bröderna Gudmundssons privata investmentbolag Bakkabraedur hade därutöver lån på sammanlagt 3,9 miljarder kronor. Pengarna tycks ha finansierat brödernas privatliv. Av dokumenten framgår att Kaupthing i Luxemburg beviljat lån till Lydur Gudmundsson för köp av en fastighet i Storbritannien för motsvarande 155 miljoner kronor, till ett flygplan för 165 miljoner kronor och till Agust Gudmundsson för köp av fastigheter i Frankrike för över 90 miljoner kronor. Kaupthing skriver själv att säkerheter på minst 450 miljoner kronor saknas.
Sumarhöll Bakkabróður. Fyrir lánsfé frá Kaupþing?
Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 23:33
Vann veðmál
14.5.2009 | 21:54
100% heimska - gervivísindi og peningaplokk
Veit ekki með ykkur, ég gat ekki annað en brosað að viðtali við knattspyrnukappa úr KR í Fréttablaðinu sem nota sk. "Lifewave" plástra. Þar má lesa eftirfarandi:
Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans. Með því að setja plástrana á ákveðna punkta er verið að örva rafsegulsvið líkamans. Þetta er ný tækni og plástrarnir koma í staðinn fyrir nálarnar.
Þetta er lokað kerfi. Það eru engin efni, krem eða lyf sem fara inn í líkamann sjálfan heldur eingöngu tíðni. Þessi tíðni verður til við sambland sykurs, súrefnis og blöndu af amínósýrum sem eru inni í plástrinum. Það er í raun og veru bara hómópata-remedíur. Þetta eru náttúruleg efni.
Þessi speki vellur upp úr fyrirliða KR og kynningarfulltrúa Lifewave-plástrana. Af tillitsemi við þá nafngreini ég þá ekki hér. Á vefnum má enn fremur lesa að plástrarnir byggja að auki á nanótækni.
Ef það reynist arða af vitglóru í þessu skal ég borða borðstofuborðið mitt.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 21:42
Lesefni fyrir ráðherra, FME og alla aðra
Ég leyfi mér að vona að viðskipta- og fjármálaráðherrar og nýr forstjóri FME hafi lesið greinargóðar færslu Gunnars Axels Axelssonar um BYR sparisjóð. Hann ritar mjög fína færslu í gær.
Þetta hljómar allt hálf ótrúlegt. Gunnar Axel hefur vakið máls á þessum um alllanga hríð. Menn hljóta að leggja við hlustir,ekki síst samflokksmenn Gunnars, sem setið hafa í stjórn landsins í rúm tvö ár, en Gunnar Axel er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Er þetta mál bara eitt af mörgum á lista yfir alla skrýtna fjármálagjörninga sem yfirvöld þurfa að fara yfir? Var þetta allt löglegt og eðlilegt sem fram fór í BYR? Hafa einhverjir andmælt skrifum Gunnars Axels.
Pepsi-deildin | Breytt 14.5.2009 kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)