Færsluflokkur: Pepsi-deildin
1.5.2009 | 13:50
JÖKLABRÉF - hver skilur þau??
Eðalbloggarinn Lára Hanna kynnti skemmtilega nýjung á bloggsíðu sinni fyrir tveimur dögum, þar sem hagfræðingurinn Haraldur Líndal Haraldsson svaraði spurningum frá lesendum í athugasemdunum í blogginu, í kjölfar greinargóðs erindis sem Haraldur flutti á fundi Félagi viðskipta- og hagfræðinga undir yfirskriftinni "Hver er staða þjóðarbúsins? Er Ísland gjaldþrota?" Fundinum er lýst hér af Marínó Erni, en erindi Haraldar þótti vel rökstutt og greinargott, þó svo menn séu ekki alveg sammála hvernig réttast sé að skýra frá skuldastöðu þjóðarinnar
Haraldur var m.a. spurður á bloggi Láru Hönnu - "Hvað með jöklabréfin? Hvernig falla þau inn í myndina?"
og svarar:
Ég átta mig ekki á þessum svo kölluðum jöklabréfum. Hver eða hverjir eiga þessi bréf og hverjir skulda þau?
Ég held að Haraldur sé alls ekki vitlaus, tek ofan af fyrir honum, fyrir að viðurkenna að hann átti sig ekki á þessari flækju! Ætli t.d. þingmenn og blaðamenn geri það nokkuð frekar? Ég hef einmitt spurt fleiri um þennan jökabréfavanda og fáum tekst að skýra þetta svo skiljist. Á Vísindavefnum er raunar svar við spurningunni "Hvað eru jöklabréf?" Svarið, skrifað af núverandi viðskiptaráðherra, er greinargott svo langt sem það nær, skýrir ekki þann vanda sem þessi bréf virðast vera að valda nú.
Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað í mínum huga:
- Hver skuldar hverjum?
- Hver er aðkoma Seðlabankans að þessum bréfum?
- Er íslenska ríkið að greiða eigendum bréfanna vexti, einsog oft virðist gefið í skyn í fjölmiðlum?
- Ef þessi jöklabréf tengjast skuldum bankanna, af hverju eru þau ekki bara inni í allsherjarsúpunni í gömlu bönkunum?
Ef einhver sem les þetta veit svörin, eð veit hvar greinargóðar upplýsingar er að finna, væri það vel þegið!
Pepsi-deildin | Breytt 2.5.2009 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 21:26
Flensa og fagmennska
Hlustaði á viðtal við sóttvarnarlækni Harald Briem í útvarpinu í dag. Ákaflega vandaður maður og traustur, talaði skýrt og rólega, en þó án þess að gera lítið úr þessu grafalvarlega máli.
þegar svona fréttir berast viljum við heyra í fagmönnum, sem þekkja vel til, hafa reynslu og sambönd við kollega í útlöndum. Með fullri virðingu fyrir stjórnmálamönnum þá hygg að heilbrigðisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, hafi ekki jafn mikið vit á svínaflensu og nauðsynlegum viðbrögðum við henni og sóttvarnarlæknir.
Efnahagslíf okkar Íslendinga er enn helsjúkt, bankakerfið í gjörgæslu, rúmliggjandi enn að heita má. Þess vegna er það mín skoðun að við eigum að halda í fagmann í embætti viðskiptaráðherra, og skipta ekki út Gylfa Magnússyni fyrir óreyndan þingmann, sem þarf að byrja á að setja sig inn í starfið, sem fær hugsanlega ráðherraembætti í laun fyrir góðan árangur í sínu kjördæmi og hollustu við flokksforystu, eins og gert var þegar ríkisstjórn var mynduð 2007.
Prófið að máta nýkjörna 63 þingmenn við hlið Gylfa. Er einhver sem þið haldið að geti strax hlaupið í skarðið, og sem landsmenn allir geti treyst fyrir þessu vandmeðfarna starfi í dag?
Höldum Gylfa áfram sem ráðherra!
Hvet þá sem eru sammála að skrá sig í stuðningshóp á Facebook: Við viljum GYLFA MAGNÚSSON áfram ráðherra eftir kosningar
WHO hækkar viðbúnaðarstig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 28.4.2009 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2009 | 09:38
Hvað þýðir þetta fyrir okkur?
Vonandi rýna blaðamenn sjálfir í þá skýrslu sem Sunday Times vitnar í og reyna að skýra hvað þetta þýði fyrir íslenska ríkið. Þarna er sagt að
sparifjáreigendur geti átt von á að minnsta kosti 70% af innistæðum sínum
Er verið að tala um alla sparifjáreigendur, eða bara stofnanir, fyrirtæki og félög, sem standa utan við skuldbindingu tryggingasjóðsins og íslenska ríkisins?
Þýðir þetta að það sé áætlað að 30% standi eftir ógreitt þegar allar eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp? Hvað mikið vantar þá uppá til að allir einstaklingar fái upp í 21.000 EUR skuldbindinguna sem íslenska ríkið þarf að standa skil á? Var ekki heildarupphæð ICESAVE innistæðnanna í Bretlandi eitthvað á bilinu 600-700 milljarðar? Í fréttum fyrir fáeinum vikum gerði Skilanefndin ráð fyrir að ríflega 70 milljarðar myndu falla í íslenska ríkið, eða um 10% af heildarupphæðinni. Breyta þessar nýju fréttir því mati eitthvað? Um það er ómögulegt að dæma, út frá frétt mbl eða fréttinni í Sunday Times.
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 16:16
"See no evil, hear no evil"
Hugtakið "lokað bókhald" fær alveg nýja merkingu í þessari umræðu. Kannski bókhald Sj-flokksins sé viljandi lokað helstu frammámönnum flokksins svo þeir geti viðhaldið sakleysi sínu og viti ekki hvaða öfl leggja til fúlgur fjár til að knýja áfram flokksmaskínuna.
Á það skal bent að Guðlaugur Þór raunar neitar því alls ekki að hafa vitað af styrkjunum, hann hringdi bara ekki beint í nein fyrirtæki. [Þetta er víst ekki rétt, það kom ekki fram í skriflegri yfirlýsingu Guðlaugs Þórs hvort hann vissi af styrkjunum á sínum tíma og ekki heldur í viðtali í fréttum kl 18 á skírdag, en í viðtali á visir.is neitar hann að hafa haft vitneskju um þá.]
Og ekkert hefur heyrst til varaformannsins. Ýmsilegt mun eiga eftir að gerast áður en haninn galar næst...
Illugi: Vissi ekki um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2009 | 21:28
Svör frá Kreditkortum vegna 193% hækkunarinnar
Í framhaldi af færslu frá 31.3. sl.
Ég hringdi í Kreditkort og talaði við almennilegan þjónustufulltrúa, sem benti mér á að ef ég afþakka mánaðarlegu pappírsyfirlitin borga ég "aðeins" 200 kr skuldfærslugjald, í stað 393 kr (sem er samt hærra en 180 kr gjaldið sem ég borgaði fyrir að fá pappírsyfirlit í júní 2008). Sendi svohljóðandi póst til fyrirtækisins:
Góðan dag,
Ég hringdi í þjónustufulltrúa ykkar rétt í þessu og kom á framfæri athugasemdum útaf seinstu reikningum. Hún var mjög almennileg og breytti stillingu á aðalkorti mínu [...]
Engu að síður vil ég gera alvarlega athugasemd við 193% hækkun á skuldfærslugjaldinu, úr 135 kr, sem það var um mitt síðasta ár, upp í 393 kr. Þetta er langt umfram nokkrar vísitölur og ég vildi gjarnan heyra skýringar á svo ríflegri hækkun. (Hefur sá kostnaður sem þetta gjald á að dekka, þrefaldast á skömmum tíma?)
Fékk svo fáeinum dögum seinna eftirfarandi svar:
Hækkun á gjaldskrá til korthafa okkar er tilkomin vegna hækkunar á aðkeyptri þjónustu til Kreditkorts við tölvuvinnslu, uppgjör og færsluhirðingu frá seljendum. Þetta er sem sagt gjöld sem hafa hækkað til okkar og við verðum því miður að hækka verðin.
hmmm... ég veit ekki. Hafa þessir umræddu kostnaðarliðir hjá fyrirtækinu þrefaldast síðan í jún 2008? Finnst líklegra að aðalástæðan sé snarminnkuð velta vegna miklu minni innkaupa, sérstaklega erlendis, Kreditkort hafi þess vegna þurft að "stilla" tekjustraumana...
Pepsi-deildin | Breytt 29.4.2009 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 20:51
193% gjaldskrárhækkun hjá Kreditkort hf. - á 8 mánuðum!
Var að fá í pósti greiðslukortayfirlit frá Kreditkort hf. Tók eftir því að liðurinn "skuldfærslugjald" var kominn upp í 396 kr. Eitthvað minnti mig að þessi tala hefði verið mun lægri fyrir ekki svo löngu síðan. Ég fletti í heimilisbókhaldinu og mikið rétt, þetta gjald hefur margfaldast á stuttum tíma.
Í júní 2008 var gjaldið 135 kr, en hækkaði um haustið í 180 kr, eða um 33%. Þetta 180 kr gjald entist fyrirtækinu hins vegar ekki lengi, því nú í mars er gjaldið hækkað í 396 kr, eða um 120%, til viðbótar við 33% hækkunina nokkrum mánuðum áður.
Samtals er hækkunin því frá júní '08 og þar til nú í mars 193%. Rétt tæp þreföldun, geri aðrir betur. Ég ætla að hafa samband við fyrirtækið í fyrramálið og leita skýringa og hvet aðra viðskiptavini til að gera hið sama.
Eigendur Kreditkort hf. eru bankar og sparisjóðir, fremstir á lista á heimasíðu félagsins eru ríkisbankarnir "Nýji Glitnir banki hf." [sic] og NBI hf.
Kannski ég ætti að beina spurningu minni líka til fjármálaráðherra?
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2009 | 08:01
Byr í Undralandi
Það blæs ekki byrlega fyrir sparisjóðnum BYR. Búið að eyða þvílíkt í flotta auglýsingaherferð með einum vinsælasta söngvara landsins, sem gengur út á fólk sýni ráðdeild og sparsemi - fjárhagslega heilsu. Væntanlega á undirliggjandi boðskapurinn að vera að BYR sé ábyrg stofnun.
En ekki sýndi bankastjórinn mikil merki um slíka heilsu þegar hann reyndi í Kastljósi í gærkvöldi af veikum mætti að skýra af hverju greiddur var út í apríl 2008 arður fyrir árið 2007 sem var tæplega helmingi hærri en hagnaður þess árs.
Skildi einhver hvað maðurinn var að fara? Þetta var pínlegt. Maðurinn nefndi tvær ástæður, önnur var sú að þetta væri löglegt, en hin var sú að stofnfjáreigendur höfðu bætt við svo miklu stofnfé, sem þeir inntu af hendi nokkrum mánuðum áður en stór hluti fjárins var svo aftur greiddur út sem "arður"!
Minnti mig á Lísu í Undralandi. Eða góðan þátt í 'Já Ráðherra'. Svona öfugmælaorðræða, þar sem svarað er út í hött.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)