Færsluflokkur: Trúmál

Trúfélagalausir hætta að greiða sóknargjald til HÍ - núna beint í ríkissjóð

Ég hjó einmitt eftir þessu þegar tillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar fyrir helgi, að þeir sem standa utan trúfélaga eiga nú ekki lengur að greiða sóknargjöld til Háskóla Íslands. Loksins loksins hugsaði ég og eflaust fleiri. Mig minnir að einhverjir VG liðar höfðu haft orð á þessu fyrir kosningar svo kannski væri bara hér verið að efna kosningaloforð. Skildi þó ekki hvernig þetta ætti heima í pakkanum um ráðstafanir til að bæta stöðu ríkissjóðs. En það kemur nú fram í þessari frétt.

Þeir sem standa utan trúfélaga þurfa nú ekki lengur að greiða sóknargjald til Háskóla Íslands, sem hlýtur enda að teljast ansi furðuleg ráðstöfun. Þess í stað greiða þeir nú sóknargjaldið bara beint í ríkissjóð.

Sem sagt, tæp 80% þjóðarinnar greiða sóknargjöld til sinnar þjóðkirkjusóknar, margir greiða sóknargjöld til frjálsra trúfélaga, sem að flestu leyti starfa eins og hver önnur félagasamtök, nema hvert félag sameinast um trú á einhverju yfirnáttúrulegu fyrirbæri,og þriðji hópurinn, sem ekki er í neinum söfnuði, hefur svo greitt sóknargjöld til Háskólans (ekki val um HR eða Bifröst!)

Ég er sjálfur ekki í þjóðkirkjunni en starfa í frjálsum félagasamtökum, er virkur söngvari í kór og greiði að auki félagsgjöld m.a. til Rauða krossins og Íslandsdeild Amnesty. En ég get víst ekki látið mitt sóknargjald renna til þessara félagasamtaka. Kannski ætti kórinn segjast trúa á sönggyðjuna og skrá sig sem trúfélag?

Öðruvísi trúfélag - Star Trek kirkjan, í Lynchburg í Virgínu.


mbl.is Telur mannréttindi skert í nýjum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að byrja í nýrri vinnu

Ég hef unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina. Aldrei hef ég byrjað í nýrri vinnu með því að sækja messu, raunar aldrei sótt messu sem hluti af vinnu, eða með vinnufélögum.

Mér þykir því mjög sérstök umræða á fjölda bloggsíðna, þar sem fólk hefur miklar skoðanir á því að fjórir þingmenn mættu ekki til messu sem var haldin fyrir setningu Alþingis. Ýmsum þykir þeir vera að vanvirða bæði þing og þjóð og jafnvel sjá á eftir að kosið viðkomandi!

Var messuhaldið partur af vinnu þeirra? Fynndist fólki eðlilegt að allt starfsfólk HB Granda ætti að mæta til messu í upphafi vertíðar, ella verið litið hornauga?

Athyglin sem þetta vakti sýnir að umræðan er þörf. Hefðir geta um margt verið ágætar en eru aldrei yfir gagnrýni hafnar og hlýtur að mega rökræða.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband