Færsluflokkur: Trúmál

Hvernig eru kirkjuheimsóknir í Hafnarfirði?

Af því Hafnarfjarðarklerkur fussar og sveiar hér yfir reglum Reykjavíkurborgar um heimsóknir skólanemenda með skólum sínum í kirkjur og aðra helgistaði trúfélaga er rétt að spyrja:

Hvernig fara slíkar heimsóknir fram í Hafnarfirði? Eru nemendurnir látnir spenna greipar og biðja til Guðs almáttugs?


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eilífðin er ekki eilíf

Svo upplýsti Guðfræðingur í Fréttablaðinu í gær:

... með „eilífð“ er ekki átt við endalaust magn af tíma.
 

Ekki það? Þetta hefur maður haldið hingða til að eitthva sem varir að eilífu er endalaust. Pistalhöfundur skýrir svo frekar

“Eilíft líf er andlegt líf sem er eðlisólíkt jarðnesku og veraldlegu lífi, ný og guðdómleg vídd tilveru.

 

Einmitt það. Segir manni mikið. Eða þannig. Þetta er ein ástæða þess að við þurfum Guðfræðinga. Til að fræða okkur um svona speki og skýra. 


Á ekki meirihlutinn að fá að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa á Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Fáeinar fjölskyldur hafa mótmælt þessu, það eru helst “kommafjölskyldurnar” í litlu dönsku 180 fm timbureinbýlishúsunum. Komið hefur verið til móts við þessar vandræðafjölskyldur með því leyfa börnum þeirra að fara á skólabókasafnið og horfa á sænskar heimildamyndir meðan hin börnin sitja og nema í samfélagsfræðitímunum.

Í áttunda bekk fara flestir nemendur á tveggja daga ræðu- og leiknámskeið flokksins úti á landi og fá frí frá kennslu á meðan. Flokkskennarinn spyr öll börnin, “Ætlar þú að koma með á ræðunámskeið?” ”Af hverju ekki?” spyr hann þau sem svara neitandi. “Trúir þú ekki á stefnu Sjálfstæðisflokksins??” Þau sem ekki fara með í ferðalagið mæta í skólann og dunda sér eitthvað, til að fara ekki fram úr hinum krökkunum.

Ný fjölskylda í hverfinu hefur verð með hávær mótmæli og kvartað til skólayfirvalda. Hún vill úthýsa flokknum alfarið úr skólastofunum. Þetta finnst flestum Arfbæingum ansi langt gengið, ekki síst íhaldssama ritstjóranum Ólafi Arnlufsen, sem spyr "Hvernig væri að meirihlutinn léti nú í sér heyra?" Löng hefð sé fyrir þessu fyrirkomulagi og ótækt að umbylta góðum gildum útaf einhverju ofstækisfullu umburðarlyndi. Þrátt fyrir allt sé meirihlutinn sáttur við að hafa þetta svona áfram.

Á meirihlutinn að beygja sig fyrir háværum minnihluta?

 

Loftmynd af Arnarnesi í Arfabæ.


Um sóknargjöld

Gott mál að innanríkisráðherra sé að skoða þetta sjálfsagða sanngirnismál. Fólki er frjálst að trúa - eða trúa ekki. Það getur ekki talist eðlilegt í nútímasamfélagi að ríkið styrki í stórum stíl tiltekna trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri, jafnvel þó svo í nafni þeirrar trúar sé rekin ýmiskonar falleg og gagnleg samfélagsþjónust

 Í svari ráðherra við fyrirspurn varaþingmannsins segir m.a.

stjórnvöld styrki enn fremur eiginleg trúfélög beint með innheimtu sóknargjalda en veraldleg lífsskoðunarfélög, sem vilja veita sömu þjónustu til sinna félagsmanna, fái engan stuðning.

Blessuð sóknargjöldin já. Þau eru jú ekki innheimt sem slík, heldur hluti tekjuskatts og hafa verið síðan staðgreiðslukerfi var komið á. Það er ekki innheimt sérstakt sóknargjald, trúfélög fá einfaldlega greidd sóknargjöld úr ríkissjóði í hlutfalli við sóknarbörn, án tillits til þess hvort þau sóknarbörn greiði tekjuskatt eða ekki.Nú má vera að þegar tekjuskattsprósentan var ákvörðuð við innleiðingu staðgreiðslukerfisins hafi tiltekinn hluti hennar verið hugsaður sem sóknargjöldin, en það breytir því ekki að sóknargjöldin eru einfaldlega greidd úr rikissjóði. Með sama hætti mætti segja að greidd séu skólagjöld í grunnskóla, þau séu einfaldlega innheimt sem hluti tekjuskatts.

Ef ríkið vill áfram veita trúfélögum þessa þjónustu, að "innheimta" sóknargjöld í gegnum skattkerfið má það svo sem gera það, en í guðanna bænum, ekki innheimta líka sóknargjöld af þeim sem ekki eru í neinni sókn og standa utan allra trúfélaga.

Meira um þetta hér: Ég styð Krossinn


mbl.is Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan var ríkisvædd á 20. öld

Enn og aftur sprettur upp umræða um hvort aðskilja skuli ríki og kirkju, nú í tengslum við stjórnlagaráð. Og eins og vanalega svara margir kirkjunnar þjónar að slíkt sé í raun formsatriði, þar sem kirkjan sé þegar sjálfstæð stofnun, óháð ríkisvaldinu. Sumir þeirra virðast taka undir aðskilnað, eins og séra Örn Bárður Jónsson, stjórnlagaráðsfulltrúi. Hann segir að þar sem kirkjan sé ekki háð ríkisstyrkjum ætti hún að vera sjálfstæð og óháð ríkisvaldinu með öllu. Örn Bárður virðist styðja að taka megi út ákvæði í stjórnaskrá um Þjóðkirkjuna, þar sem hún þurfi ekki "stjórnarskrárvernd" (hvað sem það nú þýðir...)

Frétt visir.is frá 8.7. sl. hefur eftir Erni Bárði að ríki og kirkja hafi gert með sér samning árið 1997 sem í raun hafi aðskilið ríki og kirkju. „Sá samningur aðskildi í raun og veru ríki og kirkju. Hann er mjög áþekkur, er mér sagt, þeim samningi sem gerður var í Svíþjóð árið 2000 og Svíar kalla aðskilnað ríkis og kirkju,“

Hjalti Hugason prófessor skrifar grein 14.7. sl. þar sem hann tekur ekki undir að kirkjan sé þegar í raun aðskilin frá ríkinu. Hjalti segir þó að:

... frá 1998 má segja að þessar tvær stofnanir séu að fullu aðgreindar stofnunarlega séð. Þjóðkirkjan er nú skilgreind sem sjálfstætt trúfélag og persóna að lögum með sjálfstæða eignhelgi. Þá hefur fjárhagsleg aðgreining ríkis og kirkju einnig átt sér stað miðað við það sem var ungann úr 20. öldinni. Sú aðgreining varð með samningi um afsal fornra kirkjueigna í hendur ríkisvaldsins gegn því að það standi skil á launagreiðslum tiltekins fjölda kirkjulegra starfsmanna að teknu tilliti til fjölda þeirra sem í þjóðkirkjunni eru. Þetta þýðir ekki að aðskilnaður hafi orðið. Til þess að svo verði þarf ekki aðeins að fella niður 62. gr. stjórnarskrárinnar heldur og að nema úr gildi sérstök lög um þjóðkirkjuna og fella hugtakið þjóðkirkja almennt úr lögum.

 

Það er ósköp lítill blæbrigðamunur á skoðun Arnar Bárðar og Hjalta. Báðir telja þeir hálfgert formsatriði að aðskilja að fullu Þjóðkirkju frá ríki og minnast báðir á fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar, og samning kirkjunnar og ríkisins frá 1997 sem tryggði þetta sjálfstæði. Þennan samning segir Örn Bárður að „sé samningur tveggja lögaðila sem hvorugur geti sagt upp einhliða.“ Sem sagt, samkvæmt Erni Bárði getur ríkið ekki sagt þessum samningi upp, nema með samþykki kirkjunnar, hún hafi þannig tryggt sitt „fjárhagslega sjálfstæði“ um aldur og ævi!

Það er rétt að rýna betur í þennan merka samning. Hvert var andlag hans? Jú, eins og fram kemur að ofan voru kirkjujarðir færðar til eignar ríkisins, gegn því að ríkið skyldi standa straum af launakostnaði presta. Hversu mikil upphæð er það, sem ríkið greiðir samkvæmt þessum samningi á ári hverju? Samkvæmt fjárlögum eru það alls um 1.278 milljónir* (1,278 milljarður) sem renna úr ríkissjóði til Þjóðkirkjunnar (*sóknargjöld ekki meðtalin).

Kirkjujarðirnar sem runnu til ríkisins hljóta að vera mikils virði, til að standa undir árlegri arðgreiðslu upp á meira en milljarð. Hversu mikils voru þær metnar, árið 1997 þegar samningurinn var gerður?

Það var ekki skoðað.

Ótrúlegt? Svona var það nú samt. Þrír þingmenn, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Ögmundur Jónasson, lögðu fram breytingatillögu þess efnis að þingið skyldi binda þenna samning til 15 ára, meðal annars til að nota mætti þann tíma til að verðmeta þær eignir sem um var að ræða. En meirihluti þingmanna vildi ekki gera það.

Meira HÉR


Ég styð Krossinn!

Ég styð trúarsöfnuðinn Krossinn, sem til skamms tíma var leiddur af karismatíska trúarleiðtoganum Gunnari Þorsteinssyni. Krossinn aðhyllist ítarlega trúarjátningu, sóknarbörnin eiga samkvæmt henni á að trúa á endurkomu Krists, þúsund ára ríkið, og svo heppilega vill til fyrir fjárhag safnaðarins að það er partur af trúarjátningunni að trúa því að tíund sé "áætlun Guðs til að mæta efnislegum þörfum safnaðarins."

Ég styð fleiri sértrúarsöfnuði, svo sem söfnuðinn "Catch the Fire", skammstafað CTF. ...

 

Framhald HÉR.


Virðing

Ég á þó nokkra trúrækna vini og kunningja, fólk sem starfar í kirkjum, sem organistar, í kirkjukór, í sóknarnefndum og æskulýðsstarfi. Ég kynntist líka í námi mínu í Bandaríkjunum góðum vinum og vinnufélögum sem sóttu kirkju flesta sunnudaga. Ég ber virðingu fyrir trúarlegum gildum alls þessa góða fólks. Trúarleg viðhorf og gildi getur verið erfitt að skýra eða skilgreina, en þau geta skipt okkur miklu máli. Þau eru persónuleg, eitthvað sem við eigum ekkert að þurfa að flíka, frekar en við kjósum.

Þú verður að passa að stuða ekki fólk með þessu trúartali“, sagði trúnaðarvinur við mig. Ég vona svo sannarlega að ég hafi ekki gert það, með pistlum hér, eða kommentum og gagnrýni á Þjóðkirkju og þjóna hennar annars staðar. Það er mér ekkert gamanmál að opinbera mig með þessum hætti, mínar skoðanir og lífsviðhorf um viðkvæm mál. En í mínum huga snýst umræðan um virðingu. Ég fer einungis fram á að mínum grundvallarlífsviðhorfum sé sýnd sama virðing og ég sýni slíkum viðhorfum annarra. “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra” sagði vitur og góður maður.

Meira HÉR


Á meirihlutinn alltaf að ráða?

Í einbýlishúsahverfinu Arnarnesi í ímyndaða svefnbænum Arfabæ býr gott og fallegt fólk í glæsilegum húsum. Um 78% íbúa í Arnarnesi eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Það er með öðrum orðum “norm” á Arnarnesi í Arfabæ að vera í Sjálfstæðisflokknum og styðja hann.

Fyrir því er löng hefð að skrifstofustjóri hverfafélags flokksins komi í skólann og sinni kennslu í samfélagsfræði. Í þeirri kennslu er stefnu Sjálfstæðisflokksins hampað og saga helstu máttarstólpa hans sögð í fögru ljósi. Nemendur fá myndir, svipaðar fótboltaspjöldum, af þeim Ólafi Thors, Bjarna Ben og Jóni Þorlákssyni. Yngri bekkirnir lita myndir af Perlunni, Viðeyjarstofu og Þingvöllum sem kynntir eru sem helgir staðir og þeim er kennt að traust og gott siðferði Arfbæinga, og í raun allt gott siðferði, sé sprottið frá Sjálfstæðisflokknum.

Meira HÉR


Blekkjandi orðalag á eyðublaði Þjóðskrár

Á eyðublaði til að breyta trúfélagsskráningu stendur þetta:

 

Hvert renna sóknargjöld?

Þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt. Þessi fjárhæð - sóknargjald - reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst.

Gjaldið miðast við skráningu í þjóðskrá 1. desember árið áður en gjaldár hefst og skiptist þannig:

1. Gjald einstaklings, sem skráður er í þjóðkirkjuna, rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir.

2. Gjald einstaklings, sem tilheyrir skráðu trúfélagi, rennur til hlutaðeigandi trúfélags.

3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, hefur verið afnumið.

 

Nú spyr ég lesendur: Hvað haldið þið að orðalag í 3. lið þýði? 

Lesið þetta hægt og rólega yfir, ég bíð með að skrifa á meðan.

...

Búin að lesa aftur?

Lítum fyrst á fyrstu tvo liðina: Þar er talað mjög skýrt um að gjald einstaklings, renni til trúfélags hans. Sem sagt, yfirvaldið, sem býr til þennan texta, lítur svo á að þetta sé tiltekið gjald - hluti af tekjuskatti - eyrnamerkt trúfélagi sérhvers einstaklings.

Svo kemur að þriðja liðnum, þar sem sagt er að þetta eyrnamerkta trúfélagsgjald hvers einstaklings hefur verið "afnumið" fyrir þá einstaklinga sem ekki eru í neinu trúfélagi. "Meikar sens", eins og sagt er, til hvers að rukka einstaklinga um félagsgjald í trúfélag, sem ekki eru í neinu trúfélagi?

En viti menn, haldi nú einhver að þetta þýði að viðkomandi einstaklingar þurfi ekki að greiða þetta gjald, er það regin-misskilningur!

Takið eftir, enginn er rukkaður um þetta gjald, þetta er jú bara "hlutdeild" í tekjuskatti. Og raunar grunar mig sterklega að trúfélög fái þetta gjald greitt úr ríkissjóði fyrir sérhvern skráðan félaga, óháð því hvort hann eða hún raunverulega greiði nokkurn tekjuskatt.

Þegar sagt er að gjald trúfélagslausra hefur verið "afnumið", er átt við að búið er að afnema það fyrirkomulag að greiða sóknargjald trúfélagslausra til Háskóla Íslands, eins og var til miðs árs 2009. Og hvað verður þá um það? Jú, það situr eftir í Ríkissjóði.

Sem sagt, ríkið innheimtir félagsgjald, eyrnamerkt trúfélögum, en heldur því eftir, fyrir þá sem ekki eru skráðir í neitt trúfélag.

Af hverju þora yfirvöld ekki að segja þetta á eyðublaði Þjóðskrár?


'Nope for Pope' - konu í sæti páfa?

Í framhaldi af síðasta pistli er gaman að benda á beittan pistil Maureen Dowd í NY Times, sem varpar því upp hvort ekki sé komin tími á konu í Páfastól, það gæti mögulega bætt stöðu þessa fúna karlrembu-öfuguggaveldis:

If the church could throw open its stained glass windows and let in some air, invite women to be priests, nuns to be more emancipated and priests to marry, if it could banish criminal priests and end the sordid culture of men protecting men who attack children, it might survive. It could be an encouraging sign of humility and repentance, a surrender of arrogance, both moving and meaningful.
Cardinal Ratzinger devoted his Vatican career to rooting out any hint of what he considered deviance. The problem is, he was obsessed with enforcing doctrinal orthodoxy and somehow missed the graver danger to the most vulnerable members of the flock.
The sin-crazed “Rottweiler” was so consumed with sexual mores — issuing constant instructions on chastity, contraception, abortion — that he didn’t make time for curbing sexual abuse by priests who were supposed to pray with, not prey on, their young charges. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband