Færsluflokkur: Spil og leikir
15.9.2010 | 11:54
Brýtur Ólafur stjórnarskrá?
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og skýrri stjórnskipun felur Forseti Íslands ráðherrum vald sitt. Forsetinn er þjóðhöfðingi með afar takmarkað pólitískt vald.
Milliríkjasamningar og pólitískar deilur eru klárlega á forræði ríkisstjórnar og ráðherra. Nú fer Ólafur út um víðan völl með pólitískar yfirlýsingar um mál sem er viðkvæmt og erfitt og samningar standa yfir um.
Eru yfirlýsingar Forseta í samræmi við stefnu ríkisstjórnar landsins? Hefur hann borið ummæli sín undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á samningum um Icesave?
Er Ólafur að tala í umboði íslenskra stjórnvalda? Eða er hann talsmaður "þjóðarinnar" en án nokkurs sambands við þau stjórnvöld sem stjórna landinu eða umboðs frá þeim?
Hvað finndist okkur ef Karl Bretaprins eða Beatrix Hollandsdrottning væri að tjá sig um þessa deilu við Íslendinga, eða önnur viðkvæm milliríkjapólitísk mál í sínum löndum, án nokkurs samráðs við ríkisstjórnir sinna landa?
Ósanngjarnar kröfur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2010 | 22:00
Stoppar x-Æ varamannahringavitleysuna?
Allt stefnir í að Besti flokkurinn fái nokkra fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur, með stefnuskrá sem er undarleg blanda af gríni og alvöru. Hér er eitt mál sem þessi nýi flokkur getur lagt til, sé einhver alvara að baki háði hans um að ætla að hjálpa vinum sínum að fá góð störf. En kannski eru þetta ekki nein vísvitandi öfugmæli, og kannski finnst BF liðum bara sjálfsagt mál að taka þátt í þessu, og borga þannig vara-varafulltrúmum sínum laun (úr vasa okkar kjósenda og skattgreiðenda).
En ef þið vilijð hrista aðeins upp í kerfinu og sýna lit: Stöðvið þá hringavitleysu að verið sé að kalla inn varamenn í Borgarstjórn í nokkrar mínútur!
Þessi hefði hefur skapast í Borgarstjórn, ekki veit ég á hversu löngum tíma, að varamenn séu kallaðir inn til að leysa af aðalmenn, jafnvel bara í fáeinar mínútur.
Meira HÉR
16.5.2009 | 00:46
Ættu RKÍ og SÁÁ að opna vændishús?
Þetta er ekki eins galin hugmynd og gæti hljómað í fyrstu. Vændi getur verið mjög arðbært og RKÍ og SÁÁ gera samfélaginu margt gott, og gætu gert enn meira fyrir meira fé. Vændi veldur vissulega samfélaginu tjóni, en það er hvort eð er til staðar í samfélaginu og er þá ekki betra að ábyrgur aðili hafi slíkan rekstur á höndum? Félögin geta svo sett hluta af ágóðanum í að hjálpa fórnarlömbum vændis.
Með svipuðum rökum reka RKÍ, SÁÁ, Landsbjörg og Háskóli Íslands spilakassabúllur. Þær valda sannanlega mörgum tjóni og í raun erfitt að sjá nokkra þörf fyrir þeim og hvort þau veita einhverjum raunverulega ánægju.
Í fréttum í vikunni mátti lesa um nýlega doktorsritgerð Daníels Þórs Ólasonar um spilafíkn á Íslandi. Þar kemur fram um um 3 milljarðar króna fara um spilakassa á ári hverju. Líka kom fram að á árinu 2007 höfðu 11% landsmanna spilað í spilakassa, sem þýðir að um 90% landmanna nota ekki spilakassa. Hvað þýðir þetta? Jú, allir þeir sem einhvern tímann á árinu 2007 prófuðu spilakassa settu að meðaltali um 100.000 krónur í kassa.
Ekki kom fram hversu margir af þessum 11% landsmanna spila í spilakössum að staðaldri, en væntanlega er það ekki nema hluti þeirra. Það þýðir að þeir sem stunda spilakassabúllur að staðaldri setja umtalsvert meira en hundrað þúsund krónur í spilakassa á ári hverju. Kannski nær 200.000 krónum, að meðaltali fyrir "reglulega" notendur? Af þessum 11% eru um 15% taldir eiga við spilafíkn að stríða, eða um 1.6% landsmanna.
Með öðrum orðum, mikill meirihluti landsmanna fer aldrei inn á spilakassabúllur, en þeir sem á annað borð fara á slíka staði eyða að meðaltali að minnsta kosti hundrað þúsund krónum þar. Spilakassar eru þannig aukaskattur á þá sem standast ekki freistinguna að nota þá.
Er þetta eðlileg og heiðvirð fjáröflun fyrir góðgerðarstofnanir?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)