Að starfa við að drepa manneskjur

Ég er enn hugsi yfir Wikileaks myndbandinu, þó þessi frétt sé nú vikugömul og að mestu dottin úr umræðunni. Rakst á fína grein í NY Times, þar sem rætt er við sálfræðinga, og reynt að skilja þann kaldranalega og að mati margra sjokkerandi talsmáta sem heyra mátti í samtölum þyrluáhafnarinnar. En eins og sálfræðingarnir benda á þá er þessi talsmáti ekki í sjálfu sér vísbending um óvenjulegan hrottaskap mannanna, heldur jafnvel hið gagnstæða, þeir eru mannlegir og í grunninn siðferðisverur eins og við, okkur er engan veginn eðlilegt að drepa aðrar manneskjur. Það er hins vegar eitt af hlutverkum hermanna. Það er auðveldara ef litið er á skotmörkin sem óvini, helvítis terrorista, en ekki manneskjur af holdi og blóði.

“Military training is fundamentally an exercise in overcoming a fear of killing another human”

 

Þess vegna er ég á móti stríði og hermennsku.

Meira hér...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Að starfa við að drepa manneskjur. Þessi setning ein og sér er mjög sjokkerandi og mér finnst hún vera svo fjarri okkur Íslendingum. En þar sem við vorum yfirlýstir stuðningsmenn annars aðilans í þessi tillekna stríði, þá æpir hún á mig. Við höfum alist upp án þess að hermennska væri kvöð á piltum í fjölskyldum og ekki vofir það yfir að næsta kynslóð fari í herþjálfun. Þessar myndir sem voru sendar okkur heim í stofu nýlega voru af hermönnum sem við studdum, taka af lífi óbreytta borgar sem samkvæmt bókinni voru í "óvinaliðinu". Þetta er of mikið að kyngja og því vil ég ekki kyngja þessu. Ég er á móti manndrápum hvort sem þau eru framin af "fólki sem starfar við þau" eða ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.4.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Einar Karl

Sammála, Hólmfríður.

Það vantar í pistilinn krækjuna í NYT greinina (er í lengri útgáfunni á bloggheimar síðunni minni), en krækjan er þessi:

http://www.nytimes.com/2010/04/08/world/08psych.html?hpw

Einar Karl, 11.4.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband