Stoppar x-Æ varamannahringavitleysuna?

Allt stefnir í að Besti flokkurinn fái nokkra fulltrúa í Borgarstjórn Reykjavíkur, með stefnuskrá sem er undarleg blanda af gríni og alvöru. Hér er eitt mál sem þessi nýi flokkur getur lagt til, sé einhver alvara að baki háði hans um að ætla að “hjálpa vinum sínum að fá góð störf”. En kannski eru þetta ekki nein vísvitandi öfugmæli, og kannski finnst BF liðum bara sjálfsagt mál að taka þátt í þessu, og borga þannig vara-varafulltrúmum sínum laun (úr vasa okkar kjósenda og skattgreiðenda).

En ef þið vilijð hrista aðeins upp í kerfinu og sýna lit: Stöðvið þá hringavitleysu að verið sé að kalla inn varamenn í Borgarstjórn í nokkrar mínútur!

Þessi hefði hefur skapast í Borgarstjórn, ekki veit ég á hversu löngum tíma, að varamenn séu kallaðir inn til að “leysa af” aðalmenn, jafnvel bara í fáeinar mínútur.

Meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband