Hannes toppar sjálfan sig!

Er hægt að rökstyðja að milljón króna styrkir fyrirtækja til einstakra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins séu sjálfsagðir og eðlilegir, en að jafn háir styrkir til frambjóðenda Samfylkingarinnar séu siðferðislega óverjandi?

Jú! Ef maður heitir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hann skrifar einn af sínum óborganlegu pistlum á Pressunni í dag, þar sem hann toppar sjálfan sig í súrrealískri sýn sinni á stjórnmál.

Meira HÉR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er giska óborganlegt að menn nenni að láta það sem Hannes skrifar eða segir fara í taugarnar á sér.

Hannes er sérstakur náungi og svo mótsagnakenndur að bráðskemmtilegt er.

Hann er harður andstæðingur ríkisins en hefur samt alla sína starfsævi verið á ríkisjötunni.

Hann er harður talsmaður þess að hver sé sinnar gæfu smiður en skýtur samt eigum sínum í skjól til að þurfa ekki að taka ábyrgð á eigin verkum.

Hann er mikill talsmaður borgaralegra fjölskyldugilda og notar gjarnan dæmisögur um barnauppeldi til að útskýra kenningar sínar. Samt lifir hann einkalífi sem er eins fjarri þeim gildum sem hann boðar og hugsast getur.

Hann er einfaldlega stakur kvistur á grein og álíka marktækur um málefni líðandi stundar og köttutinn minn um skammtaeðlisfræði.

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband