Að þjappa saman þjóð - 17. júní boðskapur Forsetans

Á þjóðhátíðardaginn birtist viðtal við Forseta Íslands í Morgunblaðinu, blaði æ færri landsmanna. Ég hef ekki sjálfur lesið viðtalið, aðeins fréttir af því sem hr. Ólafur Ragnar sagði um Icesave málið, og þá ákvörðun sína að neita að staðfesta lögin um ríkisábyrgð á Icesave láninu um áramótin síðustu. Ólafur virðist núna hálfu ári seinna mjög ánægður með þessa ákvörðun sína og telur að í kjölfarið hafi samstaða þjóðarinnar eflst, en Ólafur segir:

Í öðru lagi tel ég – sem að vísu er erfitt að mæla – að við þjóðar-atkvæðagreiðsluna um Icesave hafi þjóðin öðlast styrk. Samstaða hennar og sjálfsöryggi hafi eflst, sem var nauðsynlegt í kjölfar hrunsins og þess áfalls, sem við urðum öll fyrir, bæði sem einstaklingar og þjóð. Þótt ekki sé hægt að mæla þetta eins og hin efnahagslegu áhrif er ég eindregið þeirrar skoðunar að í þeirri endurreisn í víðri merkingu, sem brýnt var fyrir þjóðina að ná, hafi þjóðaratkvæðagreiðslan verið mikilvægur áfangi. Hún hafi endurskapað sjálfstraust þjóðarinnar og þar með gert okkur betur í stakk búin til að takast á við erfiðleikana, sem enn blasa við og krefjast lausna.

Þetta fyrsta er líkast til rétt hjá Ólafi, að hann hafi þjappað saman a.m.k. hluta þjóðarinnar. Ákvörðun hans og málflutningur vakti vonir hjá mörgum að þetta mál væri eintómt óréttlæti gagnvart Íslendingum og að við gætum bara ráðið því sjálf hvort við borgum þessa skuld eða ekki. Kröfur Breta og Hollendinga væru frekja nýlenduþjóða gagnvart lítilli varnarlausri þjóð. Málflutningur Ólafs Ragnars hefur gefið byr undir báða vængi þeim sem telja núverandi ríkisstjórn hafa framið landráð með að reyna að ljúka samningum um Icesave málið. Einn þeirra er kjaftfor bloggari sem vildi refsa núverandi forsætisráðherra með sama hætti og Mussolini. Ólafur Ragnar er nú hans helsta hetja og eftir viðtalið skrifaði bloggarinn:

Vonandi hefur enginn Íslendingur gleymt glæsilegri framgöngu hans í Icesave-málinu. Það var fyrir þjóðhollustu hans og traustan skilning á Stjórnarskránni, sem almenningur fekk tækifæri til að sýna afstöðu sína til Icesave-klafans. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 mun lifa í minni þjóðarinnar svo lengi sem Ísland verður byggt.

Jú, það er líkast til rétt hjá Ólafi að hann hafi náð að þjappa saman í það minnsta vænum hluta þjóðarinnar. En hann hefur þjappað þjóðinni saman um rangan og illa ígrundaðan málstað, málstað byggðan á tilfinningasemi, þjóðernishroka og eigingirni.

Það er ekkert göfugt við það eitt og sér að þjappa saman þjóð, allra síst þegar róið er á þaulreynd og gruggug mið þjóðernispopúlisma. Stjórnmálafræðiprófessorinn fyrrverandi veit allt um hvernig slík samþjöppun þjóða og þjóðarbrota hefur reynst í okkar heimsálfu.

... meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

ætli Icesave málið eigi eftir að þvælast fyrir þjóðinni í mörg ár enn.  Alla vega sást í kvöldfréttum RUV að Bretarnir ætla ekki aldeilis að gefa skuldina eftir. Enda ekki von. Verst hvað ríkisstjórnin er ósamstíga.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.6.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband