Myntkörfulán voru góð

Ég hef hugsað nokkuð fram og tilbaka um mál málanna, “erlend” lán, “myntkörfulán”. Niðurstaða mín er að svona lán séu í eðli sínu sniðug, þó svo þau hafi reynst flestum landsmönnum erfið og óheppileg á seinustu árum.

Það er synd að þessi lán skuli vera bönnuð. Þetta er í raun og veru stórsniðugt fyrirbæri, ef menn kunna að meta og gera ráð fyrir áhættu. Fyrir t.d. sjómenn, sem upp að vissu marki eru með gengistryggð laun, sem og launþega hér á landi sem þiggja laun t.d. frá erlendum fyrirtækjum sem miðast við fasta upphæð í erlendri mynt, þá væri þetta skynsamlegur kostur.

Ef mig vantaði lán í dag myndi ég helst af öllu vilja fá svona lán. Ef ég væri með svona lán á bakinu, sem ég ætti eftir að borga af í 35 ár, myndi ég líklega frekar vilja halda því óbreyttu, heldur en að þurfa að skuldbreyta því yfir í íslenskt verðtryggt lán næstu 35 árin.

Meira HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband