10.7.2010 | 22:44
Stökkbreytt lán? Stökkbreytt laun?
SPURNING: Vita einhverjir lesendur hvort boðið sé uppá svona hlutalaun enn í dag, miðuð við fasta upphæð í erlendum gjaldeyri?
Ætli þessi starfsmenn líti svo á þessi hluti launa sinna hafi stökkbreyst??
Líkingarmál um stökkbreytingar kemur úr líffræði. Ég held þó að líkingin sé ekki alls kostar rétt. Þessi lán hafa alls ekki stökkbreyst. Sé miðað við þann gjaldeyri/gjaldeyris-körfur sem lánin miðuðust við standa þau nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir. Það er bara þegar farið er að reikna lánin yfir í örmyntina íslenska krónu sem lánin stökkbreytast.
Það voru nefnilega alls ekki lánin sem stökkbreyttust, það var krónan sem stökbreyttist.
Önnur líking vísinda á betur við, það eru hnitakerfi stærðfræðinnar. Við lifum og hrærumst í einu hnitakerfi og eðlilega miðum við flesta hluti út frá því. Séð frá okkar ör-hnitakerfi hefur ýmislegt stökkbreyst, svo sem verðið á kaffibollla á Strøget í Kaupmannahöfn, svo ekki sé talað um miða á fótboltaleiki í Bretlandi, vinsælt tómstundagaman 2007. En kaffið í köben kostar álíka margar krónur nú og 2007, danskar krónur. Þær breyttust ekki neitt, í sínu hnitakerfi.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.